Skref fyrir skref: Fljótlegt Smokey!

Smokey augu... He, he. 

Mjög einfalt og mjög fljótlegt smokey lúkk fyrir fólk á hraðferð, eða fólk sem nennir ekki að sitja við snyrtiborðið óþarflega lengi (sem ég skil ekki, vildi ég fengi alltaf 3 klst til að gera mig til, stundum meira).


1. Settu augnskuggagrunn, svo lúkkið haldist fram á rauða nótt, hversu sauðdrukkin sem þú kannt að vera... ja eða ef þú grætur á djamminu (þið þekkið þessar týpur)


2. Settu svartan kremgrunn. Jumbo eye pencil frá NYX í black bean er góður kandídat! Þetta hjálpar næstu augnskuggum sem koma ofan á að verða svartir eins og sálin í Ted Bundy... Þið þekkið kauða.


3. Blandaðu kremgrunninum vel út með heitum fingrum (helst þínum eigin)... við viljum ekki líta út fyrir að hafa dottið á svartan crayola lit.
4. Smelltu svo svartasta augnskugganum þínum yfir augnlokið, má vera messy (jafnvel pínu emo), við hreinsum til eftir okkur á eftir.5. Notaðu dökkbrúnan augnskugga í glóbuslínuna til að hjálpa til við blöndun, blandaðu svarta og brúna vel saman og blandaðu vel út og upp. ENGAR HARÐAR LÍNUR.6. Smelltu hvernig lituðum shimmeraugnskugga sem er yfir svarta partinn og blandaðu, ég notaði einhverskonar grænbláann.


7. Klíndu smá eyeliner á efri augnháralínuna, blandaðu dökkbrúna og svarta litnum sem þú notaðir á augnlokið og renndu þeim undir neðri augnhárin. Settu svo á þig maskara (og helst gerviaugnhár) og go crazy bara...


Mjög einfalt og mjög fljótlegt!


Like-aðu færsluna ef þú fékkst klígju yfir ömurlegu brandörunum sem ég var að reyna að kreista út úr mér í þessu bloggi.
Like-aðu samt líka ef þér fannst þeir góðir..
Nenniru líka að like-a þó þú sért ekki týpan í að like-a?
Like-aðu líka ef þú klæðist fötum.

Neibb ég er ekki drukkin (kanski svefndrukkin?)
-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!

3 ummæli :

  1. Hahah ég elskaði brandarana! Og mjög þægilegt og fljótleg aðferð, sem ætti að vera idiotproof. Ég allavega fílaði þetta :)

    SvaraEyða
  2. Takk elskan!
    Ég gerði þetta lúkk einhverntíman um daginn og var hætt við að pósta þessu því mér fannst þetta eitthvað svo óvandað og einfalt. En svo hugsaði ég með mér að þetta væri bara hið fínasta lúkk fyrir fólk á hraðferð, eða fólk sem veit kanski ekki alveg hvernig það á að snúa sér varðandi blöndun og litaval o.þ.h. þannig ég skellti þessu bara inn :D

    SvaraEyða