Lorac PRO palette!

Mágkona mín tilkynnti mér það um daginn að hún og bróðir minn væru á leið ytra, til Boston.
Og hún spurði hvort það væri eitthvað sem hún ætti að kaupa fyrir mig úti.
Að sjálfsögðu kom S merki í augun á mér og orðið Sephora ómaði inni í höfðinu á mér í nokkra daga, ég átti mjög erfitt með að ákveða hvað ég vildi, því ég er on a tight budget og gat ekki fengið allar mínar óskir uppfylltar.

En svo mundi ég. Lorac Pro palettan. Sem mig hefur dreymt um í lengri tíma.
Nei ég þarf hana pottþétt ekki... enda allt overflowing í neutral palettum hérna...
Aj jú hvern er ég að plata? Ég þurfti hana nauðsynlega í líf mitt og hún er loksins komin!

Oh svo fallegt! 8 mattir litir (efri röðin) og 8 shimmer/metal/satin litir (neðri röð) JÁ ÁTTA MATTIR LITIR! HALLÓ. Öll þessi fegurð í einni palettu.

Ég man að í upphafi var fólk ekkert að kaupa hana því það áttu allir Naked paletturnar... en svo yfirhype-aðist þetta bara.. Sérstaklega útaf möttu litunum, líka ótrúlega sleek og nett paletta með auðvitað 16 litum (naked er bara með 12), fyrir utan að mattir litir eru mjög eftirsóttir í augnablikinu og þessi býður upp á það besta af báðu. Pallettan er þar að auki ódýrari en Naked paletturnar! (Mér finnst auðvitað möst að eiga þær allar samt! hahah)

Swatches, með engum primer og bara gert með puttunum. Heavy pigmentation og creamyness! 

Purdy!

Get ekki beðið eftir að experimenta með hana.. skelli ef til vill inn look-i við tækifæri.

- Katrín María


4 ummæli :

  1. nammi ! minnir mig á naked 1 ! nema aðeins meira af gleði !

    SvaraEyða
  2. Farðu úr bænum! Til hamingju með dýrðina :) Mig er búið að dreyma um þessa palettu ansi lengi. Næsti sem ég þekki sem fer til USA verður sendur í leiðangur eftir henni :)

    SvaraEyða
  3. Takk takk! Já ég mæli með því, gerði fyrsta lúkkið í morgun og þetta er klárlega ást við fyrstu sýn! haha :)

    SvaraEyða