Helgin og stuff!

Hææ aftur kæra fólk!
Nú er aldeilis lítill tími til að blogga, það er akkúrat þessi tími sem sogar að sér alla verkefnaskiladaga annarinnar og treður þeim í 2 eða 3 litlar vikur. Þið þekkið þetta.

Ég vill byrja á því að þakka ykkur fyrir að segja mér hvaða palettu þið vilduð helst sjá í næsta gjafaleik!
Það var eins og ég bjóst við, Naked 2 palettan vann með yfirburðum (og margir sögðu bara aðra hvora naked) þannig ég sá bara Naked Naked Naked! Og Naked 2 er því á leiðinni til landsins, og ég læt ykkur vita hið snarasta þegar hún lendir.

Annars er fátt af mér að frétta... ég fór í fjölskylduafmæli hjá systir hans Magga á föstudaginn og fékk að berja augum eitt stykki limaköku (ekki í fyrsta skipti sem eldhúsið hjá þessari fjölskyldu framleiðir slíka köku.. og ef ég þekki þau rétt, líklega ekki það seinasta.)

Limakaka helgarinnar
Limakaka seinasta sumars.


Frekar ósmekklegt... hætti mér ekki í smökkun, enda ekki nammidagur. 

Annars var helginni að mestu leyti varið heima í notalegheitum... ég málaði mig bara einu sinni, og þáá er nú eitthvað sagt.
Og það var bara af algjörri nauðsyn því við ákváðum að skella okkur í bíó á Identity Thief á laugardagskvöldinu og það var nú ekki leiðinlegt að hafa ástæðu til að skvísa sig upp. Bara hin fínasta mynd, nokkuð fyndin og skemmtilegt þó hún væri nú reyndar nokkuð pökkuð af drama líka, sem kom á óvart. En hún var algjörlega ferðarinnar virði, sem er allt sem skiptir máli þar sem bíóferðir eru ekki það auðveldasta sem ég geri í lífinu.. 


Þetta er hið eina sanna lúkk helgarinnar. Var að prufa í fyrsta skipti fjólubláan og gráan duochrome augnskugga sem ég keypti mér frá coastalscents seinasta ár (ekkert að drífa mig haha) fannst hann aldrei neitt fallegur þegar ég fékk hann í hendurnar, en ákvað núna að prófa hann. Og hann er eiginlega bara ekkert fallegur, á að vera grænt og fjólublátt glans á honum.. en hann er bara grár. Annars er ekki meira af mér í bili. Vonandi drep ég ykkur ekki úr leiðindum með þessum random, ósnyrtivörutengdu bloggum.
Ég mun reyna að lauma inn nokkrum línum í skjóli nætur, þegar lærdómurinn sér ekki til næstu tvær vikurnar! 

- Katrín María5 ummæli :

 1. Hann kemur allavega vel út á myndunum :) Ég er einmitt alltaf að litast um eftir flottum gráum augnskugga, ekki of ljósum og ekki alltof dökkum og helst möttum eða satin...any ideas?

  SvaraEyða
 2. Takk! Og heyrðu nei.. ég einmitt var að skoða augnskuggapaletturnar mínar um daginn í leit af möttum, gráum augnskugga... en þeir virðast vera voða sjaldgæfir.
  Flestir sem ég finn eru með svo brúnum undirtónum, eða fjólubláum þannig þeir virðast ekkert mjög gráir.

  Ætli þessi sé töff?: http://www.makeupstore.se/isis/products/eyes/microshadow/ashes
  Eða kanski aðeins of blár?... spurning!

  SvaraEyða
 3. Ég veit! það er fáránlega erfitt að finna flottan mattan gráan...eða kannski er ég bara svona erfið hehehe ;) Ég myndi vilja örlítið dekkri en þessi frá makeupstore en takk samt :D
  Fann þennan með googli, þessi dekksti vinstra megin http://cosmetic-candy.com/wp-content/uploads/2011/12/Guerlain-Ecrin-4-Couleurs-09-Les-Noirs-Eyeshadow-Palettes-Review-and-Swatches-2.jpg
  Þennan gæti ég hugsað mér en auðvita er örugglega ómögulegt að nálgast hann og kostar örugglega skrilljónir ;(

  SvaraEyða
 4. Heyrðu ég fann hérna http://www.cherryculture.com/cosmetics/makeup/nyx/nyx-nude-matte-shadow/17951&cat=263&page=1

  Craving er mjög grár mattur litur og stripped aðeins dekkri :)
  Og þeir eru geggjað ódýrir :D Spurning um að tékka á þessum!

  SvaraEyða
 5. úúúú....takk fyrir þetta, kíki á þetta :)

  SvaraEyða