Febrúar uppáhalds!

Annar mánuður búinn!
Ég er sem betur fer dugleg að skipta hlutunum aðeins upp og nota ekki alltaf sömu snyrtivörurnar endalaust þar til þær klárast, ákveð oft í byrjun mánaðar að ég ætli að vera duglegri að nota hinar og þessar palettur eða vörur, svo ég er dugleg að nota allt sem ég á.
Það sem var mest notað og í mestu uppáhaldi þennan mánuðinn var eftirfarandi:


Andlit:
1. BH Cosmetics 6 colour contour&blush palette: Er búin að nota þessa rosalega mikið, bæði andlitspúðrið, hvíta púðrið (sem highlight), kinnalitina og svo síðast en ekki síst skyggingapúðrið dökkbrúna. Það er algjört himnaríki að blanda þessi púður inn í húðina, kom mér ótrúlega á óvart. 
2. Bourjois Healthy Mix Serum foundation: Létt þekjandi farði, kemur ótrúlega fallega út á húðinni. Ég er aðeins of pikký þegar kemur að fljótandi meiki, eftir að vera vön Lioele BB kreminu mínu sem ég er die hard fan af- en þetta er mjög létt og fallegt meik, og gefur manni grínlaust svona healthy glow. Þekur ekkert brjálæðislega mikið, þannig ég mæli með hyljara með. 
3. Rimmel Match Perfection hyljari: Nota hann til að fela bauga, hann er með svona "birtandi" eiginleikum svo maður virðist meira vakandi og frískur. Hef örugglega áður sett hann í uppáhalds, enda nota ég hann á hverjum einasta degi og hef gert í nokkra mánuði :)
4. NYX round lipstick í litnum Narcissus: Hef verið að nota þennan varalit svona þegar sólin lét aðeins sjá sig, aðeins að koma mér í sumargírinn. Hann er rosa fallegur, svona baby bleikur- kem pottþétt til með að nota hann helling í sólinni og sumrinu! Mjög ánægð með hann. 
5. Revlon Colorburst varalitur í litnum Petal: Einn af mínum all time uppáhalds varalitum, svona sheer nude litur með örlitlum silfruðum glansi- litar varirnar ekkert sérstaklega mikið, en gerir þær heilbrigðar og svolítið djúsí í útliti :) 

Augu:
 1. Naked Basics palettan: Hef notað þessa nánast alla dagana í febrúar (fyrir utan þá daga sem ég geri "augnskuggarúllettu") og ég eeelska þessa augnskugga! Er búin að nota alla skuggana í palettunni mjög mikið, uppáhaldsliturinn er líklega W.O.S (Walk Of Shame)- því hann er nánast akkúrat sami litur og húðin mín þannig að hann er fullkomin til þess að blanda út dökka liti, án þess að þurfa að bæta litum inní lúkkið sem maður er að gera. Allir litirnir í miklu uppáhaldi!
2. NYX augnskuggagrunnur í hvítu: Basically það sama og Jumbo blýanturinn frá NYX í Milk- nota þennan grunn alltaf þegar ég er að gera lítrík lúkk. Breytir öllu! Maður veit aldrei hvað augnskuggi hefur raunverulega upp á að bjóða fyrr en maður prófar hann á svona hvítum grunni. Og ég nota þetta rosalega mikið. 
3. LA Girl Glamour Glitter: Elska þessi glimmer frá LA Girl, á fjóra liti og hef verið að nota þá alla slatta í febrúar. Mjög falleg glimmer, alveg extra skínandi og falleg, hef líka fengið ansi mikið hrós þegar ég nota það í lúkk hvort sem það er á mér sjálfri eða öðrum. 
4. e.l.f. glimmer eyeliner: Ég notaði bara þetta undir glimmer þegar ég gerði glimmerlúkk í febrúar (annars var ég vön að nota augnháralím), en þetta er mun snyrtilegra og fljótlegra. Á svona í gylltu og svo "glæru" með smá marglituðu glimmeri útí, nota glæra undir öll lituðu glimmerin en gyllta undir gylltu glimmerin. Hjálpar öllu að klístrast við augnlokin og þornar mjög hratt. 
5. Sleek Makeup Oh So Special palettan: Elska Sleek paletturnar mínar, en þessi er í uppáhalds út af laxableika litnum í efri röðinni. Hef notað hann yfir augnlokið ansi mikið þennan mánuðinn (sumarþrá!). Elska þennan lit til að poppa upp náttúrulega lúkk, sérstaklega fallegt á grænum augum.


-Katrín María
Glimmer og Gleði á facebook!

8 ummæli :

 1. Ohh ég elska líka Naked Basics. Hún er æði. :)

  Veistu um einhverja síðu með Revlon sem sendir frítt til Íslands?

  SvaraEyða
 2. Oh nei það vantar alveg svoleiðis :(

  SvaraEyða
 3. Hvað varstu lengi að fá naked palletuna til íslands frá beutybay:) ?

  SvaraEyða
 4. Ég hef pantað frá beautybay, það hefur yfirleitt tekið ca. viku að koma til min. :)

  SvaraEyða
 5. Já ég held það hafi verið svipað hjá mér, 1-2 vikur :)

  SvaraEyða
 6. Hefur prófað Bourjois Healthy Mix meikið, það er ótrúlega gott

  SvaraEyða
 7. Heyrðu nei! Það er einmitt á dagskránni þegar ég klára þetta :D
  Voða spennt að prufa það, hef heyrt svo góða hluti um það :=

  SvaraEyða