E.L.F. sending!

Veeeii!
Ég var svo heppin fyrir helgi að fá sendingu frá e.l.f. sem er eins og flestir vita eitt af mínum uppáhalds snyrtivörufyrirtækjum og sem ég er í samstarfi við um þessar mundir.

Mig langaði að deila með ykkur því sem ég fékk, en ég var mjög spennt fyrir sendingunni, enda sumt vörur sem ég hef beðið lengi eftir að prófa.- Contouring Blush & Bronzing Cream- Kremkinnalitur og krembronzer. Var mjög spennt að prófa þessar vörur, enda með þurra húð og allt sem kemur í kremformi er góður vinur. Ótrúlega fyndið hvernig svona cream-to-powder vörur virka, maður setur þetta blautt á, og þetta blandast eins og himnaríki inn í húðina á manni, og svo eftir smá stund þornar það með svona velvet finish og það er eins og maður hafi verið að nota púður. Ég er sérstaklega hrifin af kinnalitnum, hann gefu svo fáránlega fallegt glow, afþví að hann er ekki alveg þurr og dull- og liturinn er ótrúlega náttúrulegur og fallegur. Finnst eins og ég hafi sett kinnalit og highlight, þó ég hafi bara notað kinnalitinn! Fæst hér.

-Sólarpúður í litnum bronzed (go figure)- Ég var mjög spennt fyrir þessum, er mikil contouring manneskja og þessi bronzer er mjög dökkur og mattur svo hann er frábær í skyggingu. Hann er ekki svo ósvipaður Borjois bronzernum mínum, eða Laguna frá Nars ef út í það er farið, nema hvað hann er aðeins meira "pigmented" en Laguna. Mjög sátt með þennan ódýra kost í safnið :) Fæst hér.

-Shimmer eyeliner pencil í litnum teal og í black bandit. Ég átti svona blýant í Teal síðan seinasta sumar, en ég notaði hann rosa mikið þá til að fá svona pop of color með everyday förðunarlúkkum. Eitt af mínum uppáhalds trickum til að fá smá lit og sumargleði í lúkkið. Fín að eiga tvö stykki því ég er langt komin með þann fyrri! Fæst hér.

-Eyelid Primer- Hér þarf engin orð, allir tryggir lesendur hafa þegar gert sér grein fyrir að ég nota þennan augnprimer daglega og elska hann mikið mikið. Finnst hann ekki gefa Primer Potion frá Urban Decay neitt eftir, sem verður kanski best lýst með því að ég á fulla túpu af útrunnu primer potion því ég notaði alltaf elf primerinn hahah... þannig að rándýra sullið er ónýtt því elf primerinn fór í forgang. Fæst hér.

Krem kinnaliturin, krem bronzerinn og púður bronzerinn. 


Smá myglumynd seint um kvöld, en þarna má sjá e.l.f. shimmer blýantinn í Teal á neðri augnháralínu :) 


Þakka eyeslipsface.is kærlega fyrir mig og mæli með að þið fylgist með fleiri e.l.f. bloggum því ég hef hugsað mér að sýna t.d. krem duo-ið betur o.þ.h. 

- Katrín María7 ummæli :

 1. Ég er rosa spennt fyrir kremdúóinu. Er glimmer/shimmer í því?

  SvaraEyða
 2. Heyrðu nei það er alveg matt! :)

  SvaraEyða
 3. Ekki alveg tengt blogginu, en hvaða primer notaru? ef þú notar þannig :)

  SvaraEyða
 4. Heyrðu nú er MAC prep+prime í algjöru uppáhaldi! :)

  SvaraEyða
 5. Hey já, hentaði hann þér vel? Kv.Sigrún :)

  SvaraEyða
 6. Vá hvað Teal blýanturinn er pigmentaður !! er svo að fara setja þennan í körfuna hjá ELF næst !!! hlakka til að prófa !

  SvaraEyða