Augnskugga-rúlletta #3 Bland!

Meira svona óvænt og gaman... er óstöðvandi "áhættufíkill" greinilega. Heeeeh!
Lenti á misskemmtilegum litum... en það er bannað að breyta, og gaman að spreyta sig á litasamsetningum sem maður hefði annars kanski ekki valið sjálfur.

Þetta var svona smá krefjandi... engin almennilega dökkur litur, en þetta hafðist. Ekkert uppáhalds augnmálningin mín samt! Haha :)

Þetta var skemmtilegra- tveir fjólubláir litir, reynadr enginn almennilegur blöndunarlitur (báðir brúnu eru frekar dökkir) en þetta endaði í einhverju nokkuð skemmtilegu shimmer fjólubláu "smokey". Gerði stór mistök og setti ferskjulitinn undir augun á mér... var ekki að virka, sést kanski ekki mikið (samt smá) á þessum myndum en á restinni af myndunum sem ég tók var ég eins og zombie, allt of veiklulegt að hafa rautt við neðri augnhárin ef það tónar ekki við efri litina. 

Mjög einkennlegt kombó hér... eldrauður, bronz og enginn dökkur litur... þessi skítagulbrúni litur fór í glóbuslínuna (við mismiklar undirtektir) og rautt yfir allt augnlok þar sem bronz litnum var svo dustað yfir til að fá shimmer í þetta! Allt í lagi lúkk svosem... dass af svörtu myndi gera lúkkið!


Ætla að reyna að vera duglegri að pósta allskonar svona sem mér dettur í hug inni á facebooksíðu Glimmer&Gleði, t.d. makeup lúkkum sem ég posta venjulega bara á instagram, neglur dagsins og mögulega allskonar svona sem mér dettur í hug hverju sinni. Þannig ef þú hefur áhuga á meiköppi, allskonar skrauti og já bara glimmeri og almennri gleði, þá endilega like-aðu G&G á facebook ;)

-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!

3 ummæli :

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  2. Hefuru einhverntímann keypt þér staka augnskugga frá BH? :)

    SvaraEyða
  3. Heyrðu nei ég hef ekki prófað þá ennþá :)

    SvaraEyða