Sumir dagar...

Hæ!
Vildi bara aðeins sýna að ég er hér enn og er ekki búin að gleyma ykkur öllum yndislegu lesendunum mínum.
Þessi vika og síðasta vika hafa verið mér eitthvað aðeins strembnar... og höfuðið á mér er eiginlega að mestu tómt, eða yfirfullt af kvíða. Sumir dagar sko...

En þegar þessum leiðindakafla lýkur í bili er alveg eitthvað skemmtilegt á leiðinni, hef hugsað mér að fjalla um Bourjois Healthy Mix Serum fljótandi farða sem ég keypti mér um daginn, hef jafnvel hugsað mér að gera samanburðarblogg þar sem ég ber saman hinar geysivinsælu hárolíur sem keppast um athygli fólks í bloggheimum; Moroccan Oil og Macadamia Healing Oil. Einnig hef ég verið að reyna að útfæra hugmyndir um hvernig ég gæti gert einskonar Lucky Dip eins og Lauren Luke (Panacea81 á youtube) gerir við mikinn fögnuð (allavega er þetta í algjöru uppáhaldi hjá mér) og ég þakka Elísabetu Traustadóttur fyrir að benda mér á hana þar sem hún fjallaði um hana á blogginu sínu.
Ég á náttúrulega ekki næstum jafn mikið af snyrtidóti og Lauren, en ég gæti númerað snyrtivörurnar mínar á einhvern hátt og dregið númer- kanski 5 augnskugganúmer og ég þyrfti að nota þá liti sem ég dreg til að búa til einhversskonar lúkk. Held það væri gaman- algjörlega random litir, krefjandi og skemmtilegt.

Heitur

Ég kem aftur þegar hausinn á mér kemur aftur (mjög fljótt- alveg.. bara vonandi um eða eftir helgina)
-Kata
1 ummæli :

  1. Ó plís gerðu samanburð á þessum olíum! Ég er með valkvíða á hæsta stigi hvora ég á að kaupa :(:(

    kv. Hildur

    SvaraEyða