Snyrtibuddan- Andrea Gylfadóttir

Þá er komið að snyrtibuddu-bloggi númer tvö!
Í þetta skipti fáum við smá innsýn í snyrtibudduna hennar Andreu og hún segir okkur frá nokkrum af sínum uppáhaldsvörum!

Hverjar eru 5 must have snyrtivörurnar þínar og afhverju?
1. Cover all mix hyljari frá Make Up Store – Elska elska elska þessa græju, þrír litir af hyljara, einn fyrir baugana og blá svæðið í kringum augu, einn litur fyrir rautt, bólur og svona og einn ljós litur til að highlighta og lýsa.
2. All in one face base púður frá The Bodyshop – Ég hef notað þetta púður í mörg ár núna og það klikkar aldrei, það er ódýrt (2.690 síðast þegar ég vissi). Eins og nafnið gefur til kynna er það all in one og er gert til að nota það án annars farða, ég nota það stundum eitt og sér og stundum létt yfir meik.
3. Intense foam cleanser frá Make up store – Þessi snilldar froða til að þrífa andlitið er í algjöru uppáhaldi, kemur í stórum brúsa með froðupumpu og ilmar dásamlega, svona fersk myntulykt af henni.
4. Jumbo eye pencils frá NYX – Er ekki búin að eiga þá lengi en þeir eru svo sniðugir að ég verð að hafa þá með. Þeir eru unaðslega creamy og dreifast vel á augnlokið og eru frábærir undir augnskugga eða einir og sér. Langar í alla litina!
5. Blautur eyeliner frá e.l.f. – Fékk hann í vinning í leik hér á Glimmer&Gleði og hef ekki skilið við hann síðan! Love it... lætur vel undan stjórn og helst á vel og lengi. Auðvelt að gera flotta eyeliner vængi á örskotstundu.


Hvað er go-to daglega make up look-ið þitt?

Ég byrja á rakakremi, hef verið að nota nivea aqua sensation nýlega, svo er það NYX HD Studio Photogenic primerinn, NYX HD Studio meikið, smá hyljari og svo létt púður yfir ef þarf, kinnalitur ef ég er í þannig skapi. Ef ég nenni nota ég smá liquid liner frá e.l.f. og svo bara Avon Super Shock Max maskarann. Skerpi augabrúnirnar aðeins með augabrúna kit-inu frá The Bodyshop. 


Hvað er go-to kvöld/djamm make up looki-ið þitt?

Farða rútínan er nokkurnvegin sú sama auk kinnalitar og/eða bronzers. Eftir að ég fékk NYX blýantana eru þeir óspart notaðir sem base undir augnskugga eða einir og sér. Er oftast með plain augnmálningu, ljós augnskuggi og dekkri í ytra horninu, vængjaður eyeliner á augnlok, svartur eða dökkbrúnn augnskuggi í stað eyeliners niðri. Þegar ég fer fínt nota ég sparimaskarann sem er frá Helena Rubenstein. 

Andrea!Sitthvað spennandi í snyrtibuddunni hennar Andreu sem kanski væri vert að kíkja á!
Þakka henni fyrir þetta :) Engin ummæli :

Skrifa ummæli