Smá nýtt í safninu!

Fékk smá pakka frá ebay í fyrradag sem ég hef ákveðið að deila með ykkur.


Inni í honum leyndust tveir sniðugir hlutir:
Glær snyrtitaska og varalitahaldari fyrir 24 stykki. 

Svona glær taska er snilld fyrir stuttar helgarferðir eða jafnvel til að hafa í veskinu sínu (ef maður er með riiisaveski haha!) En þetta er svo þægilegt því maður þarf ekki að gramsa endalaust eða taka allt upp úr til að finna það sem maður er að leita af, bara mjög hentugt og fljótlegt. Fyrir utan að hún er úr plasti, svo það er auðvelt að þrífa hana og minni líkur á að hún blotni í gegn ef maður sprengir t.d. sampóbrúsa eða ilmvatnsflösku í ferðatöskunni. Keypti hana hér- held hún hafi verið um 2 vikur á leiðinni.

Er eitthvað voða hrifin af svona akrýl/plast/glæru dóti- og þessi varalitahaldari er engin undantekning. Fínt að geta stillt varalitunum sínum upp í augsýn í staðin fyrir að vera með þá t.d. í körfu eins og ég var með- auðveldara að finna það sem maður er að leita af svona :) Keypti hann á sama stað og snyrtitöskuna, eða hér

Passar líka fínt ofan á litlu hirsluna sem ég keypti í rúmfatalagernum um daginn :) 


-Kata!
3 ummæli :

  1. SHIIITT varalitahaldarinn er svo kúl langarísonna !!

    SvaraEyða
  2. Vá kúl varalitahaldari! Þú átt eftir að koma mér á hausinn, mig langar að kaupa mér allt sem þú kaupir þér. :D

    SvaraEyða
  3. Hahah ég vill kenna youtube um... þetta er algjör geðveiki hvað maður verður að kaupa allt sem er í tísku þar! :D

    SvaraEyða