Nýtt! NYX, Real Techniques o.fl.

Fékk loksins restarnar af því sem ég pantaði um daginn (planið er nú að taka pásu í internetversli!) og mig langar að deila með ykkur hvað kom "inn um lúguna" í dag.

LA Girl Pro Conceal hyljari (bara að prufa, hræódýrt), LA Girl glimmer í Clubbin' og Party Girl og svo langþráðir burstar frá Real Techniques. Fékk flawless base settið og svo stóra púðurburstann. Gott so far!
Er bara rétt aðeins búin að prófa Real Techniques burstana og svona við fyrstu kynni er ég allavega viss um að ég fýli RT buffing burstann betur en meikburstann sem fylgdi Sedona Lace Vortex settinu mínu.
Púðurburstinn er fínn, er ekki alveg búin að ákveðan í hvað ég ætla að nota hann, er vön svo stífum bursta í púðrið (elf powder brush) sem þjappar púðri svo vel yfir húðina þannig ég er ekki viss um að þessi sé nógu stífur. Ég notaði hann líka í sólarpúður svona yfir "hliðarnar" á andlitinu, ennið og svona og hann er fínn í það!
Skyggingaburstinn er fínn til að skyggja en get líka séð fyrir mér að hann séð góður í "undir-auga" púður, eins og til að púðra yfir hyljar o.s.f.v.
Á eftir að leika mér aðeins meira með þá, en ég er mjög ánægð með gæði í þessum burstum!


Fjórir varalitir (round lipstick línan) frá NYX. Kosta tæpar 400 kr. stykkið sem verður að teljast gott!
Frá vinstri: Hot Pink, Shiva, Narcissus og Eros.

1. Narcissus-->2. Hot Pink-->3. Eros--> 4. Shiva
(Haha nefið á mér er svo fyndið á þessum myndum, skellti smá hyljara á það áður en ég tók myndir og setti ekkert púður)

Hér er ég svo með Medusa sem er úr sömu varalitalínu frá NYX- keypti hann um daginn og á þá samtals þessi 5 stykki.


Hverjar eru uppáhalds NYX vörurnar ykkar? Hafiði prufað hina varalitina frá NYX (Black label, matte o.þ.h)?
-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!

16 ummæli :

 1. váá fíínt !! Geggjaðir varalitir <3

  SvaraEyða
 2. Ómæ mig langar svo í RT burstana, væri til í þá alla. Maður má láta sér dreyma, right? :) Ég er einmitt með nokkra svona varaliti á leiðinni yfir hafið (vonandi) þannig að ég hlakka til að prófa. Líst vel á þig :)

  SvaraEyða
 3. Já nokkuð ánægð með varalitina!
  Og Jónína þú verður eiginlega að skella í blogg þegar þú færð pakkann! Svo forvitin að sjá hvað þú fékkst :)

  SvaraEyða
 4. Óþolandi með RT burstana samt að maður geti ekki bara keypt alla sér, nenni ekki að kaupa settin þegar manni langar bara í einn og einn úr þeim :(

  SvaraEyða
 5. Já what! Það er mega asnaleg- vissi ekki að það væri svoleiðis!
  Ég myndi halda að þær tapi bara á því.. :/

  SvaraEyða
 6. Ég á nyx varalit matte sem heitir angel. Hann er fínn. Hefuru prófað rimmel varalitina? Þeir eru sjúklega flottir og góð gæði í þeim.

  SvaraEyða
 7. Ég á bara einn Rimmel varalit- og liturinn sjálfur hentar mér ekkert sérstaklega vel þannig ég hef ekki mikið notað hann. Mig langar samt að prufa fleiri (er sérstaklega spennt fyrir Rimmel Kate varalitunum sem eru gefnir út í samstarfi við Kate Moss). Annars hef ég einmitt heyrt helling af jákvæðu umtali um þá!

  SvaraEyða
 8. Ég á einmitt nr.16 í línunni frá Kate Moss og hann er bara of fallegur. :)

  SvaraEyða
 9. Úú já ég verð að fara að skoða þá betur!

  SvaraEyða
 10. Það er hægt að kaupa RT burstana einn og einn sér, ekki í setti bæði á realtechniques.com (sendir reyndar bara innan US) og á http://www.love-makeup.co.uk/real-techniques-m-64.html sem sendir held ég til Íslands :)
  Hvar keyptir þú þína Katrín?

  SvaraEyða
 11. Hvernig eru þessi glimmer? Eru þau góð? Og hvernig notaru þau? :)

  SvaraEyða
 12. Nei það er ekki hægt að kaupa t.d. burstana úr core collection eina og sér :/ Buffing burstann, litla foundation burstann og countoring burstann :/ En það er hægt að fá einhverja aðra sér já :)
  Ég keypti þá á iherb en ég reikna með að kaupa þá af love-makeup.co.uk eða hqhair þegar ég panta næst :D

  Katrín mér finnst þessi glimmer frábær! Þau koma svo ótrúlega fallega út í förðun (glitrar svo á þau) ég á nokkrar aðrar týpur af glimmeri sem virðast rosa flott en svo eru þau frekar dull þegar þau eru komin á augun.
  Ég nota venjulega hvítt (sem þornar glært) augnháralím ef ég vill þéttpakkað glimmer, annars nota ég blautan glimmereyeliner undir (sem crease-ast reyndar oft svolítið auðveldlega) en svo nota ég líka stundum hársprey (spreyja á fingur og klappa því svo létt á augnlokið), sérstaklega þegar ég vill bara smá glimmer og að augnskugginn undir sjáist í gegn.

  SvaraEyða
 13. Ég einmitt skil ekki alveg þessi RT sett. Það eru kannski nánast alveg eins burstar seldir sér en heita annað... voða spes. Ég er rosalega skotin í þeim samt, finnst þeir æði. :) Hefði ekki trúað því fyrirfram með svona ódýra bursta.

  SvaraEyða
 14. Nei ég er rosa sátt með mína! Eftir að ég fann þeim sérstök hlutverk haha, var í smá stund að finna í hvað ég vildi nota það :D

  SvaraEyða
 15. hvar kaupiru þessa Varaliti??
  -Elísa

  SvaraEyða
 16. Heyrðu ég kaupi þá sjúklega ódýrt á cherryculture.com!
  Elska þessa síðu! :)

  SvaraEyða