Maybelline Vivids

Er ástfangin af nýju Color Sensational- Vivids varalitunum frá Maybelline.
Þessi lína er fullkomin fyrir sumarið- súper bjartir og skærir litir.

Held það séu allt í allt 10 litir (vantar tvo þarna inn á) Bland af bleikum, appelsínugulum, rauðum og fjólubláum litum sem allir eiga það sameiginlegt að vera skærir og fallegir. 


Mig langar í alveg nokkur stykki (sérstaklega þessa bleiku og fjólubláu)


Er einhver vel að sér í Maybelline málum og veit hvort þessar elskur séu eitthvað á leið til Íslands bráðlega (eða yfir höfuð) eða hvort þeir séu jafnvel komnir? (Allavega ekkert nýtt á AEY og virðist ekki koma nýtt neitt sérstaklega oft) Langar bæði í liti úr þessari seríu og svo úr Color Whisper línunni þeirra sem er líka tiltölulega ný (og sjúklega sæt!). Fyrir utan öll nýju 24 hour color tattoo-in sem skortir sárlega hérna! hahah.. Maybellinesjúk.

Einn úr Color Whisper línunni- þetta eru svona sheer litir, bara til að fá smávegis lit í varirnar. Til í alveg mörgum fallegum litum :) Svo elska ég pakkninguna- girly og skemmtileg!

Er komin með útlandaþrá á háu stigi- hlakka til að skoppa um Ulta, Target, Walmart, CVS, Walgreens og dansa um endalausa rekka af ódýrum snyrtivörum.
Svo ég tali nú ekki um Sephora þar sem ég er þekktust fyrir týna fleiri tugum af þúsundaköllum á örfáum mínútum.

Hafið þið prófað einhverja varaliti frá Maybelline? Hvernig fannst ykkur?

-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!
8 ummæli :

 1. ójá :) þeir koma í mars í búðir :) veit ekki með hvort það komi allir litirnir ;)

  SvaraEyða
 2. Ég var einmitt að vona að þú myndir sjá þetta blogg! Grunaði að þú gætir lumað á einhverjum upplýsingum :D Hlakka til að sjá þá með berum augum!!

  SvaraEyða
 3. Ég á inked in pink color tattoo, sjúklega fallegur litur. Langar í fleiri... er alltaf að kíkja þegar ég fer í Hagkaup en sé aldrei neitt nýtt!

  SvaraEyða
 4. Oh já mig langar í hann! Er hann til á Íslandi?
  Einu sem ég sé í Hagkaup á Akureyri eru gyllti, silfraði, svarti, fjólublái og teal/blái liturinn... :/
  Svo ótrúlega margir aðrir litir sem mig langar í!

  SvaraEyða
 5. Nei ég fékk hann í USA. Langar ótrúlega í barely branded, en hann er allsstaðar uppseldur! :/

  SvaraEyða
 6. Já mig langar einmitt sjúklega í hann... og svo veit ég ekki um neina netsíðu sem selur maybelline nema feelunique og þar eru bara litirnir úr fyrstu línunni :/

  SvaraEyða
 7. Langar þig í nyx rounded lipstick í pure red?
  Fíla hann ekki á mér, er bara búin að swatcha hann einusinni.
  Ps. Hendi honum þá í pakkann með primernum. ;)
  Kv.

  SvaraEyða
 8. Jii já endilega ef þú heldur að þú komir ekki til með að nota hann!

  SvaraEyða