MAC

Ég lýg því ekki að ég er MAC virgin.Ég á ekki eitt einasta stykki af snyrtivörum frá þeim þó mig langi nú að prófa eitt og annað þar sem ég hef fylgst mikið með þeim á netinu og orðið vör við hinar og þessar vinsælar vörur.
Hugmyndin af þessu bloggi poppaði líklega upp í hausinn á mér því mig dreymdi í nótt að ég hafi keypt  Candy Yum Yum varalitinn frá MAC í Bónus á 1000 kr. og var himinlifandi. Hahah!
Það sem mig langar helst að eignast:


Candy Yum Yum- Neon bleikur varalitur með bláum undirtón. Þessi mynd segir núll til um litinn, hann er alveg æpandi öskrandi neon bleikur og fallegur. Væri gaman að eiga einn slíkan í sumar!

Painterly paint pot- Húðlitaður augnskuggagrunnur, þessi er vinsæll en mig langar að prófa hann því hann virkar auðvitað sem primer- en svo er hann það mikið litaður að hann setur alveg einlitan grunn fyrir augnskuggana sem á eftir koma (gott fyrir augnlok þar sem sést vel í æðar eða blátt í gegn). Hef heyrt að renni svolítið til, allavega á sérstaklega sveittum augnlokum (olíumiklum) en mig langar að prufa!

Rebel varaliturinn- aj eiga ekki allir og mamma þeirra þennan varalit? Mig langar allavega í hann, fallega dökkrauður. Hefði þurft að eignast hann seinasta haust samt til að geta látið hann njóta sín í vetrarkuldanum. 

Pink Swoon kinnalitur- þessi er svo afskaplega fallega bleikur. Og mig hefur alltaf langað til að prófa kinnalitina frá MAC- þessi litur er mjög ofarlega á lista, sumarlegur og sætur. (Greinilega aðeins farin að þrá sumar haha!)

Mineralize skinfinish í Soft and Gentle- væri flottur highlighter! Væri líka til í Stereo Rose sem hefur aðeins svona bleikari undirtóna.

Fleet Fast kinnaliturinn úr Hey, Sailor línunni sem kom út fyrir löngu (eða snemma á síðasta ári minnir mig, ekki viss) Veit ekki hvernig þessar línur virka, en reikna með að þær komi og fari jafnóðum (miðað við hvað þær seljast hratt upp) en ég hefði glöð vilja eignast þennan fallega kinnalit úr línunni!

Fleur Power kinnaliturinn er fallegur ferskjutóna litur. Þessi er mega sumarlegur og fallegur, svo er ég alltaf mjög hrifin af svona ferskjutóna kinnalitum. 

Það er svona eitt og annað sem ég væri forvitin að prufa en ég þekki voða lítið til MAC og veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja.
Hvað eru uppáhalds MAC vörurnar ykkar? Með hverju mæliði? Hvað er must fyrir MAC byrjendur?

-Kata
Glimmer&Gleði á facebook!36 ummæli :

 1. Mér finnst MAC bera höfuð og herðar yfir allt annað. Ég á paint pot í rubenesque sem ég elska, langar samt mjög mikið að eignast painterly og groundwork. Ég á mineral kinnalit í warm soul sem er uppáhalds kinnaliturinn minn. Ég á 4 augnskugga, naked lunch, brule, woodwinked og all that glitters. Þeir eru allir sjúklega fallegir. Mineral púðrið frá þeim er líka sjúkt. Já og ég á bronzer líka sem ég held mikið uppá. Ég hef aldrei lent í því að kaupa eitthvað frá MAC sem ég nota svo ekkert.

  Já og ps. Real techniques voru að skila sér í hús hjá mér. :)

  Kv.Sigrún

  SvaraEyða
 2. Úúú ég vona að mínir Real Techniques fari að að skila sér!! :D

  Og já ég held það sé alveg orðið tímabært hjá mér að prufa MAC hahah

  SvaraEyða
 3. Antonía auðvitað man ég eftir þér!
  Man vel eftir ættarmótinu og ykkur fjörugu frænkunum!
  Ég og Maggi erum ennþá saman, þannig það er ekkert vandræðalegt haha :D
  En ertu viss? Má ég ekki bara kaupa hann af þér? (Ef þú ert alveg viss um að þú notir hann ekki!)

  SvaraEyða
 4. Gaman að vita af þér ennþá í fjölskyldunni! : ) Ég er pottþétt á því að varaliturinn fái ekki að njóta sín vel hjá mér, og þú mátt ekki kaupa hann af mér! Ég hef þá bara afsökun til að segja að þú skuldir mér kaffibolla næst þegar við erum á sama tíma á sama stað : ) Send me your address woman!

  Antonía

  SvaraEyða
 5. Ég nota mac alveg slatta og mac augnskuggarnir eru æði, mér finnst þeir bestir af öllum sem ég hef prófað, mínir uppáhalds litir eru shroom, satin taupe, carbon, club og pigmentið í vanilla (sem er líka hægt að nota sem highlighter eða blanda út í farðann.) Teddy eyeliner frá mac er sá sem ég nota mest dags daglega, hann er rosa fínn bronslitur sem fer öllum, cream colour base í pearl er snilldar highlighter. Costa Chic varalitur og Instant Chic blusher er snilldar combo og eins Pink Swoon blusher og Saint Germain eða Pink Noveau varalitir :) Takk annars fyrir ótrúlega skemmtilegt blogg.

  SvaraEyða
 6. Uppáhalds Mac varan mín eru örruglega burstarnir, þeir eru æði en kosta aaaalltof mikið!
  Pro Eye makeup remover er æði, þarf mjög lítið og það tekur allt! Ég átti mína í 1 ár þangað til flaskan var búin.
  Púðrin eru mjög góð, meikin líka en hef fengið svona breakouts frá því. Hyljarinn Complete Cover up er góður en mér finnst hann ekki hylja alveg það sem ég vil, svo ég er enn að leita af fullkomna hyljaranum!(hugmyndir?)
  Eins og ég segi, vörurnar kosta mikið og ég hef alltaf haft langan lista á jólagjafalista og afmælisgjafalista svo ég fæ mest allar vörurnar sem ég á þaðan.. Kaupi í raun mjög sjaldan sjálf c:
  Takk fyrir skemmtilegt blogg!

  SvaraEyða
 7. Úh já Arna, shroom og satin taupe eru einmitt ofarlega á óskalistanum þegar kemur að MAC augnskuggum, langar líka að prófa cream color base í pearl- var búin að gleyma því, gott að kannast við einhvern sem fýlar hann!
  Takk fyrir að kommenta! Gaman að sjá svona aðeins hvað aðrir MAC vanari en ég eru að fýla.

  Og Nafnlaus mig vantar einmitt góðan augnfarðahreinsi! Kanski að ég skoði MAC, auðvitað allt í lagi að borga aðeins meira ef hann endist svona lengi :) Annars er ég voða týnd í hyljara heiminum en sá sem ég hef heyrt hrósað mest er hyljarinn frá amzing cosmetics (á víst að þekja bara fullkomlega) og svo MAC pro lonwear en ég hvorugan prófað sjálf.
  Ég þarf að vera duglegri að henda þessum vörum inn á óskalistana mína! Veit allavega hvað ég bið um næstu jól haha!

  SvaraEyða
 8. Það er líka voða gott að kaupa MAC burstana úti, mér hefur tekist að safna í 8 stykki þannig. Reyndar finnst mér sedona lace burstarnir alls ekki síðri. :)

  Fíla líka Real techniques mjög vel, andlitsburstana samt klárlega betur en augnaburstana. Þeir eru svolítið spes. :)

  SvaraEyða
 9. Já ég á einmitt Seona Lace og ég elska þá, finnst ég þannig séð ekki þurfa neitt betra en þá. Svo langar mig að prófa Sigma! Sem eru víst voða líkir Sedona Lace- en ég fékk fyrstu sendinguna af real techniques í gær og þær eru miklu minni en ég hélt! haha samt voða fínir :)

  SvaraEyða
 10. Ég er líka mac virgin! Ég átti einhverja augnskugga í "gamla daga" sem þegar ég hugsa út í það, voru alltof fínir fyrir svona óreynda manneskju. Ég bara þori varla inn í Mac búðirnar vegna þess að þær eru auðvitað rándýrar og maður þorir ekki að kaupa e-ð rándýrt og svo er það ekkert spes.

  Ég lenti í því með Bobbi Brown vöru um daginn, ég keypti nýja hyljarann þeirra sem virkaði eins á góðu verði þegar ég keypti hann (ekki á tax free dögum!) og ég er svo SVEKKT! Algjörlega henti peningunum útum gluggann. Þetta fór beint í línurnar undir augun á mér og gerðu þær miklu meira áberandi og ég varð meira þurr undir augunum (eins og ég væri hrukkótt og gömul). Ég þarf að hafa rakagóða vöru undir augunum á mér. Ég byrjaði nýlega að nota augnkrem frá gamla apótekinu og það hefur gert wonders fyrir línurnar undir augunum. Ég var að fatta að þær eru þarna útaf því ég er þurr, ekki því ég er orðin "gömul" eða hrukkótt. En ég hef reyndar heyrt að boing boing hyljari og annar frá sama fyrirtæki séu rakagóðir undir augun ef þú ert í sömu vandræðum og ég (bendi á fyrir Nafnlaus).

  En annars þá hef ég heyrt góða hluti um þetta paint pot en ekki kaupa highlighterinn þeirra vegna þess að það kemur vonandi einhvern daginn svona mjög svipaður highlighter frá e.l.f. http://www.eyeslipsface.com/studio/face/blush/baked_blush sem reyndar flokkast sem kinnarlitur en ég sá svona "dopes" einhversstaðar á youtube um að þeir væru mjög líkir, jafnvel eins, líkegast ef þú keyptir ljósasta.

  Kveðja, Heiðrún

  SvaraEyða
 11. Já ég prófaði einmitt einhvern rosa fínan hyljara frá Helenu Rubenstein (minnir mig) allavega rándýrt og leit voða vel út og allt, en það kom hrikalega illa út hjá mér! Mig vantar einmitt eitthvað svona augnkrem til að minnka líkur á þessum "hrukkum" undir augunum, svo að hyljarar sitji þar betur.
  Langar svo að prófa Boing hyljarann eða erase paste!

  Og já það er rétt hjá þér, ef það er til dupe frá elf, þá er það líklega betri kosturinn! Þarf að fylgjast með því :)

  SvaraEyða
 12. Ég á bæði baked blush frá ELF og soft and gentle frá MAC og MAC hefur yfirburði yfir ELF þó ELF sé alveg ágætt. :)

  Heiðrún, ég einmitt keypti svona corrector frá Bobbi brown og fíla hann alls ekki! Mér finnst ELF eiga æðislegan hyljara, nota samt ekki highlighter endann á honum, bara hinn. :)

  SvaraEyða
 13. Nú okei! Er mikill munur á lookinu semsagt?
  Og já elf hyljarinn er mjög góður!

  SvaraEyða
 14. Mér finnst miklu fallegri highlight glans af soft and gentle. En auðvitað virkar hitt alveg líka. :) Annars á ég primer frá MAC sem hentar mér ekki og ég er alveg til í að gefa þér hann ef þú heldur að þú getir notað hann. :)

  Það er svona í neutralize:
  http://www.maccosmetics.com/product/shaded/160/7191/Products/Face/Primer/Prep-Prime-Fortified-Skin-Enhancer-SPF-35/index.tmpl

  SvaraEyða
 15. Haha já dupe, ekki dope! En já hinn heitir erase paste!

  Það er eins gott að Mac highlighterinn sé betri því hann er Mac (er dýr, verður að vera worth the money), en kannski sleppur elf þegar hann kemur loksins hingað.

  En vitiði hvort það er hægt að kaupa Nars vörur e-r staðar sem sendir til Íslands?
  Er ekki pottþétt að Rimmel er ekki á Íslandi?

  kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 16. Ég ætla að tékka á elf hyljaranum. Annars gróf ég upp einn frá gosh minnir mig í draslinu mínu og var ágætur.

  kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 17. Já, ég pantaði Nars vörur af hqhair.com - frítt að senda til Íslands og kom bara nokkrum dögum seinna!
  Ég hef ekki ennþá reki.st á rimmel á Íslandi... verð samt að segja að rimmel varalitirnir eru geðveikir! Panta það yfirleitt af feelunique.com

  SvaraEyða
 18. Asos.com senda líka frítt til Íslands- þeir eru með eitthvað af NARS og svo Rimmel, Benefit og allskonar svona random snyrtivörur :)

  Og í sambandi við MAC primerinn, takk fyrir að bjóða mér hann! (Afhverju eru allir svona frábærir!?)
  En mér er svo illa við að fá gefins :( Líður eins og ræningja! Hahah, sérstaklega því þetta eru svo dýrar vörur! Fæ massa samviskubit!

  SvaraEyða
 19. Ég keypti hann í fríhöfninni í London á slikk og ég hef meiraðsegja íhugað að henda honum svo þú ert bara að gera mér greiða með því að fá hann. ;)

  SvaraEyða
 20. Ef þú ert alveg 100% viss um að þú ætlir ekki að nota hann að þá er ég auðvitað meira en til í að prófa!
  (Og bara ef þú setur hann í póstkröfu, svo ég fái allavega að borga undir hann!!!) Nema auðvitað þú sért á Akureyri, þá geturðu auðvitað hent honum í lúguna hjá mér.

  Og bara ef þú ert alveg alveg viss! hahah :D

  SvaraEyða
 21. haha já 200%. hvað er meilið þitt?

  SvaraEyða
 22. Já, ég ætlaði að versla nars sheer glow meik á asos auk einhvers fleira og nei nei, þeir voru til í að senda mér allt nema meikið! En kannski var þetta bara e-ð akkúrat á þessum tíma og verð að prufa seinna eða ég veit ekki... En ég tékka á hinni við tækifæri :)
  kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 23. Aji já týpískt! Var búin að gleyma þessu, ætlaði að panta einhver nars palettu þar um daginn en þeir senda bara ákveðna hluti til Íslands- skil ekki! haha

  Og það er katamaja@simnet.is :)

  SvaraEyða
 24. Ég er búin að vera að leita að Candy Yum Yum, hann er hvorki til í Mac í Smáralind né Kringlunni. Stelpan sem var að vinna í Kringlunni sagði að hann væri limited edition, ég var hins vegar búin að sjá það á netinu að hann er orðinn fastur litur en hún trúði mér ekki :)

  SvaraEyða
 25. Hvaða Real Techniques bursta keyptirðu og hvernig ertu að fíla þá í samanburði við Sedona Lace burstana?

  SvaraEyða
 26. Prófiði hqhair.com -ég fékk amk allt sent sem ég vildi. :)

  Ps. Fór í MAC í dag og eyddi helling af pening. Úbbs! Ég keypti club og satin taupe og ég held að club sé fallegasti augnskuggi sem ég hef á ævinni séð, brúnn með grænum blá... Pannan kostar 2590, finnst það ekkert svakalega mikið.

  SvaraEyða
 27. Já ég vissi að hann var limited edition og ég man mig langaði svo mikið í hann (en hann seldist auðvitað fáránlega hratt upp) Sá svo á temptaliu um daginn (og milljón öðrum bloggum haha!) að hann væri orðin permanent hjá MAC- og það gerði mig mjög spennta!
  Afgreiðsludaman hjá MAC þarf að fara að endurskoða upplýsingarnar sínar!

  Ég keypti core collection (fjórir burstar) og svo stóra púðurburstann-hef bara prófað þá einu sinni en ég finn strax að mér finnst buffing burstinn frá real techniques betri í blautt meik en meikburstinn frá Sedona Lace (úr vortex settinu). Annars kemur inn blogg á morgun þar sem ég set ítarlegri upplýsingar um hvað mér finnst um burstana svona við fyrstu kynni :D

  Oh hey! Þú áttir ekki að láta mig vita af þessari hqhair síðu! Er í alveg nógu slæmum málum hahah og það er 15% afsláttur af Real Tecniques þar!! Og hellingur af merkjum sem ég hef ekki fundið annarstaðar! Þarf að fara að taka þátt í lottó, það er alveg á hreinu.
  Og ég var að skoða þennan club augnskugga frá MAC- hann er rosa flottur! Örugglega geggjaður í smokey!

  SvaraEyða
 28. Ónei! Það er allt á þessari síðu... meira að segja nýjar Urban Decay vörur?!

  SvaraEyða
 29. I KNOW! Þetta er stórhættuleg síða... ;) Ég er búin að skrifa stóran óskalista!

  Ég er virkilega virkilega mikið að elska RT andlitsburstana, sérstaklega buffing brush, contour brush, expert face brush, setting brush og powder brush. Er ekkert að elska augnburstana sérstaklega, finnst þeir svo stuttir og stórir eitthvað. En ég er ánægð með kaupin. :)

  SvaraEyða
 30. Já, þessi síða.. sjett! >< Það eru að koma máðarmót! en reyndar... er líka... nýtt kortatímabil... O:-) nei, nei... má ekki nota kreditkortið í svona! .. eða hvað? :P neeiiii..... :D

  kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 31. Ég held ég verði samt að éta orðin mín í sambandi við mac skinfinisherinn og elf baked blusherinn. Ég hélt allavega að ég hefði séð þetta í einu video-i en svo fór ég að leita að því og þá var hún að tala um aðra elf vöru og örugglega líka aðra mac vöru (nennti ekki að skoða þetta nánar)! En annars eru þeir líkir og kannski þess vegna sem ég bjó það til í hausnum á mér. úps :S kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 32. Hahah! Feldu kreditkortið kona! :D

  En já... er þetta samt ekki allt eitthvað svo svipað? Auðvelt að ruglast á þessu!

  SvaraEyða
 33. Hey!
  ég var aaaalgjör mac-hóra í mörg ár. komst svo seinna að því að Make up store er ódýrara og algjörega í sama gæða flokki. mac er geggjað flott en alltof dýrt miðað við gæði. ég er komin aðallega í make up store og chanel. Vil frekar borga pínu meira fyrir chanel og fá virkilega gott stöff :)

  SvaraEyða
 34. en vara sem ég get ekki lifað án er Mac fix plus. tjekkitt :)

  SvaraEyða
 35. Oh já mig langar sov að prófa fix plus! Hef heyrt svo margt gott um það!
  Og svo er ég mjög forvitin að skoða make up store vörurnar, sýnist nefnilega á öllu að það séu einmitt frábærar vörur!

  SvaraEyða
 36. Hostas come in a wide variety of colors, shapes and sizes and can be found in
  almost every home landscape. Wear disposable gloves to keep from directly touching feces.
  Sure, you had your occasional exception that stupidly borrowed from the local loan shark, but most learned to
  live on less.

  Also visit my webpage - mulching

  SvaraEyða