Glimmer DIY

Réðist á enn annan hlutinn með glimmer og lakksprey að vopni.
Í þetta skipti glerkrukku utan af kerti sem ég var að klára.

-Þreif krukkuna bara vel, teipaði svo utan um hana halla (svo það væri ekkert lakk utan á hana) og byrjaði svo á að spreyja einni umferð af lakki innan í krukkuna.
-Því næst helti ég glimmeri sem ég átti ofan í hana, hélt með viskastykki fyrir opið og hristi glimmerið til og frá inni í krukkunni þannig það festist allstaðar við blautt lakkið.
- Svo spreyaði ég bara nokkrar umferðir af lakki yfir glimmerið þar til það var allt pottþétt fast og þétt á. 

Tók svo teipið utan af krukkunni og þetta var útkoman: 

Sniðugt til að nota undir bursta eða eyelinera eða bara hvað sem manni dettur í hug :)

-Katrín María1 ummæli :

  1. Sedona Lace burstarnir eru æði!! Ekkert smá sátt með þá fjárfestingu. Á samt orðið bursta á við 10 manneskjur... ;)

    SvaraEyða