DIY Varaskrúbbur

Það þekkja flestir þurrar og skrælnaðar varir (ég tala nú ekki um í vetrarkuldanum) og hversu glatað það er að reyna að setja á sig skæran eða nude varalit og ætla að líta vel út.Það er auðvitað ómögulegt og varaliturinn hleypur bara í kekki ef maður nær ekki að redda sér fljótlegri leið til að losna við dauðar húðfrumur af þurrum vörum.
Ég allavega er oft í vandræðum með þetta og það besta sem ég veit er þessi einfalda (og vinsæla) leið til að búa til skrúbb með dóti sem flestir eiga heima hjá sér.1 tsk. vaselín
1 tsk. sykur
1 tsk. hunang

Hrærið svo vel saman-Maður tekur bara smá á fingurinn og nuddar varirnar vel með þessu, hunangið gerir varirnar sjúklega mjúkar á meðan sykurinn skrúbbar húðfrumur í burtu og vaselínið gefur raka.
- Svo skolar maður skrúbbin vel af.
-Síðasta og mikilvægasta skrefið er að setja á sig góðan varasalva (t.d. vaselín) til að varirnar þorni ekki upp.
Varirnar verða hrikalega mjúkar og sléttar og varalitur kemur miklu betur út á þeim!

Það er hægt að setja þetta í dollu og geyma inni í ísskáp í ca. viku!

Önnur fljótleg leið er að nota tannbursta til að skrúbba varirnar, þær verða samt ekki eins mjúkar þannig- en það er góð leið þegar maður er á hraðferð og á ekki skrúbb inni í ísskáp :)

-Katrín María
Glimmer&Gleði á facebook!
Engin ummæli :

Skrifa ummæli