BH Cosmetics- smá nýtt og lúkk.

HallóHalló!
Nokkuð óvænt þetta blogg þar sem mér barst í gær, mér til mikillar lukkur- síðbúin jólagjöf sem ég var búin að steingleyma.
Ég var mjög spennt að opna kassann sem beið mín því ég hafði sterkan grun um að í honum væru einhverskonar snyrtivörur- og ég hafði rétt fyrir mér.
Fékk tvær palettur frá BH Cosmetics- í fyrsta lagi 6 lita blush&contour palettu sem ég get ekki útsýrt fyrir ykkur hveeersu mikið mig hefur langað í. Er búin að hanga inn á BH cosmetics síðan ég pantaði í fyrsta skiptið og væla yfir því að hafa ekki pantað þessa palettu með. Var líka aðeins of æst þegar ég opnaði pakkann haha! En ekki nóg með það heldur fékk ég 88 lita tropical shimmer palettuna líka!
Ég var ekkert smá sátt með það, sérstaklega því þar eru fleiri en eitt stykki augnskuggar sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér og eru þar af leiðandi að klárast í hinni BH palettunni minni og svo hellingur af öðrum fallegum metallic augnskuggum!

Ákvað að sýna ykkur varninginn og svo skellti ég auðvitað í eitt lúkk- notaði bæði andlitspúðrið, hvíta highlighting púðrið, dökkbrúna skyggingapúðrið og dekkri kinnalitinn úr 6 lita palettunni, það sést ekkert spes þessum myndum hjá mér samt. Og svo eitthvað svona bland úr augnskuggapalettunni.

Skuggarnir eru sjúklega litríkir og þéttir! Luvem!

Palettan, þrátt fyrir að ég hafi alltaf verið viss um að mér myndi líka hún vel kom hún mér mjög á óvart! Hún er mun betra quality en ég bjóst við, púðrin eru ekki duftuð, kemur nánast ekkert duft þegar maður hrærir í þeim með burstum (sama hversu stífum) og samt kemur hellings litur. Svo var ég smá smeyk við skyggingarpúðrið því það er svo dökkt, en það er hiiimneskt hvað það blandast vel- algjör draumur að skyggha með því. Kinnalitirnir eru svo mjög líkir uppáhalds kinnalitnum mínum sem var alls ekki leiðinlegt- rosa flottir svona berjadökkir/bleikir.

88 lita palettan! Mjög mikið af fallegum bronzlitum og svo silfraðir og nokkrir skærari litir. Mun koma til með að nota hana slatta ef ég þekki mig rétt!

Takk Júlíana, þú þekkir mig með eindæmum vel<3

-Katrín María
5 ummæli :

 1. Ú lítur vel út! Ég átti einhverntímann neutral BH pallettu en var ekki nógu hrifin af henni. Eru þessar litríku betri? :)

  SvaraEyða
 2. Shimmer litirnir eru held ég flestir bestir.
  Ég á 88 lita matta palettu og er ekki jafn ánægð með skuggana í henni, en svo á ég 120 lita palettu frá BH með bæði möttum og shimmer allskonar skærum og neutral og bara blöndu og ég er mjööög ánægð með hana :)

  SvaraEyða
 3. úh þetta er geðveikt! :)
  Ég keypti svona sample af loiele kreminu eða hvað sem það heitir! & það var alltof dökkt fyrir mína ofur ljósu húð..
  Ekki veistu um einhver krem sem eru ljósari? :)

  SvaraEyða
 4. Jii var það dökkt! Sko ég hef ekki prófað nein fleiri sjálf, en ég veit að það á að vera til helling af BB kremum sem eru mjög ljós.
  Hér er vídjó sem ég fann, slatti af góðum upplýsingum fyrir mjög ljósa húð- ég myndi tékka á þessu :D

  http://www.youtube.com/watch?v=NK1C_Pw_Bew

  SvaraEyða
 5. oh takk æðislega! :)

  SvaraEyða