Uppáhalds vefsíðurnar mínar!

Nei hæ!Fékk sniðugt komment á seinustu færsluna mína þar sem ég var beðin um að gera lista yfir uppáhalds vefsíðurnar mínar til að kaupa snyrtivörur á- alls ekki vitlaus hugmynd og hér kemur listi yfir nokkrar af mínum uppáhalds síðum!

BeautyBay- Á þessari síðu er að finna allskonar snyrtivörur frá Ameríku sem fást ekki á Íslandi, þarna pantaði ég t.d. Naked 2 palettuna mína og fleira í þeim dúr. Síðan sendir frítt til Íslands- mjög góð þjónusta :) 

FeelUnique- Líklega síðan sem ég panta næstmest af- hún er staðsett í Bretlandi, ég hef pantað allt milli himins og jarðar af henni; ilmvötn, maskara, augnskugga, varaliti, sjampó og margt í viðbót sem annað hvort fæst ekki á Íslandi eða er miklu dýrara á Íslandi. Síðan sendir frítt til Íslands- mjög góð þjónusta.

BhCosmetics- Elska þessa síðu! Það er allt svo sjúklega ódýrt á henni en þó í mjög góðum gæðum að mínu mati. Allar uppáhalds marglita paletturnar mínar eru þaðan, nokkrir af uppáhaldsburstunum mínum og allt á geggjuðu verði- svo eru alltaf einhverjar útsölur og tilboð í gangi þannig vörurnar eru sjaldnast á fullu verði. Mæli eindregið með þessari síðu. 

Pretty&Cute- Þetta er síðan þar sem ég kaupi Lioele BB kremið mitt, síðan selur einnig helling af öðrum vinsælum BB kremum og allskonar vinsælar asískar vörur yfir höfuð- mikið frá þekktustu asísku vöruframleiðendunum á borð við Lioele, Missha og Skin79. Ég hef einnig stundum keypt andlitsmaska þaðan á rosa góðu verði sem hafa reynst mér vel. Mjög hröð og góð þjónusta. 

CherryCulture- Ég hef enn ekki pantað af þessari síðu- hef ætlað að gera það lengi. En ég ákvað að hafa hana samt með því ég þekki til fólks sem hefur pantað af henni og nokkrir hafa mælt með henni við mig. Þarna fást ódýrar vörur frá allskonar merkjum og þar má t.d. nefna NYX og Milani sem eru alltaf að hækka í vinsældum.

SleekMakeup- Elska Sleek vörurnar! Á reyndar bara tvær palettur frá þeim, en hef pantað af síðuni nokkuð oft og þá venjulega gefið það til annarra þar sem þetta eru svo fallegar snyrtivörur og hentugar til að gefa. iDivine paletturnar þeirra eru geggjaðar! Og á sjúklega góðu verði- svo eru þeir með mjög vinsælt Face Countour kit (highlighter og bronzer) sem er mjög umtalað. Kinnalitirnir frá þeim eru víst líka geggjaðir sem og varalitirnir. Allskonar til þarna, á rosa góðu verði og svo er stór plús á það hversu fallegar pakkningarnar eru- ég er sökker fyrir sleek pakkningum! 

CoastalScents- Nokkuð þekkt ódýrt merki meðal förðunaráhugafólks. Á síðunni fást mjög ódýrar en jafnframt nokkuð góðar vörur af hinum ýmsu gerðum. Endalaust til af palettum með mörgum litum í, sem er snilld að eiga í safninu sínu ef maður vill gera eitthvað villt og skemmtilegt, en svo eru þarna líka kinnalitir, bronzerar, highlighterar, burstar, eyeliner, primer og endalaust fleira á gífurlega góðu verði!


ELF- Síðast en ekki síst er það vefsíðan sem ég panta langmest af. Bæði af þeirri Íslensku og af þeirri Bresku. Ég panta af bresku síðunni ef það er mikið af vörum sem mig vantar, en af þeirri íslensku ef það er bara eitthvað smotterí- svo er slatti sem er ekki til á íslensku síðunni. En jæja- þið vitið það öll, ég elska e.l.f. út af lífinu- báðar síðurnar bjóða upp á frábæra og fljótlega þjónustu og úrval af yndislegum snyrtivörum á hlægilega góðu verði.


Og þetta eru svona helstu síðurnar sem ég versla af- flestar með mjög sanngjörn verð og allar með úrval af flottum og góðum snyrtivörum :)


-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

8 ummæli :

 1. oh my.. Eftir síðasta blogg hjá þér verslaði ég mér nokkra hluti sem ég fæ vonandi í vikuni :) Fullt af síðum til sem ég vissi ekki af.

  En hvað er maður að borga mikinn toll af snyrtivörum ?

  kv. Sóley

  SvaraEyða
  Svör
  1. Sko ég hef verið að nota þessa reiknivél hér http://www.tollur.is/reiknivel - vel bara snyrtivörur í listanum og skrifa verðir þarna inn og það er venjulega nokkuð nákvæmt- oftar aðeins ódýrara hingað komið en reiknivélin sýnir og örsjaldan aðeins dýrara :D

   Eyða
 2. Elma Sturludóttir7. janúar 2013 kl. 20:35

  Snilld! :) Frábært að vita hvert maður á að kíkja þegar að manni vantar nýtt og gott make-up! :D

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nákvæmlega! Getur verið hættulegt samt :D haha... erfitt að hemja sig!

   Eyða
 3. Er mikill sendingarkostnaður? Og hvað tekur langan tíma fyrir vörurnar að berast?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Það fer bæði eftir því hvaða síðu þú pantar á og frá hvaða landi. Og svo auðvitað mest eftir því hvað þú kaupir dýrar vörur- því dýrari sem varan er því dýrara er að borga undir hana- getur einnig átt við ef pakkinn er mjög þungur.
   Mæli með að nota tollreiknivélina sem ég póstaði í kommenti hérna aðeins ofar þá geturðu vitað svona nokkurn veginn hvað tollurinn verður- og svo fer sendingakostnaðurinn bara alveg eftir fyrirtækjum og hvað fyrirtækið er staðsett.
   Oftast eru þetta í kringum 5-13 virkir dagar :)

   Eyða
 4. Er einhver tollur af vörunum á FeelUnique?:) Stendur nefnilega alltaf "delivered" við hliðiná verðinu, þannig var að spá hvort það væri verðið með tollinum og öllu því:)

  SvaraEyða
 5. Heyrðu já Delivered þýðir að sendingarkostnaðurinn er innifalinn en fyrirtækin úti koma aldrei nálægt tollinum hér heima, þannig að hann bætist alltaf aukalega ofan á :) (Ef tollinum sýnist svo þ.e.a.s og þeir hafa alltaf lagt á vörurnar sem ég panta hjá feelunique :))

  SvaraEyða