Spurning til ykkar!

Hæhó!
Fór að velta því fyrir mér um daginn hvernig ég gæti bætt bloggið mitt. Það kemur auðvitað alltaf upp þetta sama gamla, að vera duglegri að blogga, gera fleiri lúkk og fleiri vídjó, fleiri vöruumfjallanir og allskonar svona dunderí- sem ég ætla jú að reyna að fylgja eftir- góðar fréttir eru einnig að ég fékk Canon myndavél í jólagjöf sem tekur upp HD video og tekur rosa fallegar myndir svo að ég gæti fært bloggið upp á hærra level! MJÖG spennandi- og ég er núna búin með öll próf í bili svo ég ætla að skella mér í vídjódundur á næstunni.En mér finnst alltaf eitthvað aðeins vanta uppá... Ég veit ekki hvort það er bara ég, maður dæmir sjálfan sig auðvitað harðast.
En ég fór í leiðinni að hugsa hvernig blogg ég hef mest gaman af því að skoða.
Mér finnst svo gaman þegar ég get séð persónuna svolítið í gegnum bloggið þeirra- ekki bara einhver generic blogg í einhverju föstu formi.
En ég er alltaf að passa mig, og fer mörgum sinnum yfir hverja færslu áður en ég birti hana til að þær séu nógu vel uppsettar og oft meira faglegar en persónulegar. Sumar færslur komast meira að segja aldrei það langt að vera birtar- þó þær séu fullbúnar í tölvunni minni, ég ákveð að þær séu ekki nógu merkilegar áður en nokkur manneskja fær að sjá þær. En það er bara ekkert alltaf gaman að hafa allt inni í einhverjum kassa! Stundum er skemmtilegt að brjótast aðeins út úr forminu.
Og upprunalega þegar ég byrjaði með bloggið var það ætlað auðvitað fyrst og fremst sem förðunarblogg, en einnig sem "allt milli himins og jarðar" blogg og taldi ég þar m.a. upp uppskriftarblogg, hugmyndir fyrir heimilið, hár og allskonar öllu tengt!

Og ekki misskilja mig, það þarf að vera jafnvægi- mig langar ennþá að halda svipuðu formi á færslunum mínum, en mig langar kanski helst að bæta einhverju við, hafa annað slagið einhver öðruvísi blogg. Og ég fékk komment um daginn sem talaði einmitt um þetta- oft væri gaman að hafa smá persónulegt í bland- og það minnti mig bara á hvernig ég ætlaði mér að hafa bloggið upprunalega.

En það fer rosaleg vinna í hvert og eitt blogg, bæði í undirbúning, myndatökur, upplýsingasöfnun og allskonar svona, sem fer bara eftir því um hvað ég blogga- en þetta er helsta ástæðan fyrir því að ég blogga ekkert rosalega oft.
Og þessvegna er ég með eina einfalda spurningu sem ég vona að flest ykkar geti svarað og vona að sem flestir þori að kommenta (getur verið nafnlaust fyrir þá allra feimnustu):

Finnst ykkur að ég ætti að halda áfram í bara þessum löngu bloggum eins og ég hef verið með. Eða ætti ég að bæta inn litlum færslum annað slagið- þá bara um allt og ekkert. Kanski andlit dagsins, eitthvað fínt sem ég skoða á netinu, hugmyndir fyrir heimilið, hvernig ég skreyti heima hjá mér, litlar vöruumfjallanir um kanski bara eina vöru í einu, umfjallanir um naglalökk oog bara allskonar?
Með litlu færslunum minnka ég ekkert stóru færslurnar, eina sem gerist er að ég blogga oftar. Stundum langar mig að henda inn svoleiðis færslum, en ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað sem þið viljið og ég er svo þakklát hvað þið eruð rosalega mörg sem skoðið bloggið- svo ég vil auðvitað helst að það sé sniðið þannig að ykkur sem flestum líki vel við það :) 


Endilega gerið mér risa greiða með því að svara þessu í kommenti hér að neðan- eða jafnvel bara segja mér hvað ykkur finnst og hvað mætti betur fara á blogginu!

-Kata!
Glimmer&Gleði á facebook!

9 ummæli :

 1. Mér finnst rosa gaman að lesa stutt blogg um lífið og tilveruna, helst með myndum til að lífga upp á. Lýst vel á nýja lúkkið, finnst það passa svo vel :)

  SvaraEyða
 2. Hugmyndir fyrir heimilið ég myndi fíla það í botn !

  SvaraEyða
 3. Mér finnst það mjög skemmtileg hugmynd hjá þér að skella inn stuttum og skemmtilegum færslum t.d. eitthvað fallegt fyrir heimilið, eitthverjar girnilegar uppskriftir eða falleg föt og svo auðvitað förðun :) Svo finnst mér líka voða gaman þegar að þú skellir inn persónulegum línum, svona svo að maður fái nú aðeins að fylgjast með þér, þú ert líka svo skemmtilegur penni ;)

  ps. Nýja lúkkið er ekkert smá flott!!

  SvaraEyða
 4. Ég styð það heilshugar að fá eitthvað persónulegt inn á milli. Ég væri mikið til í að sjá eitthvað svona uppáhalds inn á heimilið og naglalakkaumfjallanir væru vel þegnar að mínu mati. Endilega bloggaðu meira heldur en minna, þó að það séu bara stuttar færslur. Ég er alltaf spennt að lesa nýjar færslur hjá þér :) Ég vil fá meira persónulegt! :) love!

  SvaraEyða
 5. Það er klárlega málið að hafa svona stuttar færslur! JUST DO IT!

  SvaraEyða
 6. Svona stuttar færslur eru æðislegar, heimilið, naglalökk og hvaðeina er gaman! Einstaka sinnum kannski tónlist sem þú ert að fíla eða eitthvað sem þér finnst mjög gott að borða(svoleiðis færslur gerir þetta aaaðeins meira persónulegt) :)

  SvaraEyða
 7. Ég vil fá search takka/glugga :)) til að finna sniðuga hluti sem ég man að þú bloggaðir um en ég finn ekki en þarf nauðsynlega að geta skoðað á örlagastundum.
  Svo þarftu helst að taka saman svona hluti sem þú hefur gert og haft þá meira easy accessible, eins og t.d. með uppáhalds bjútígúrúana þína og uppáhalds snyrtivörur og verslanir og svo framvegis.. (mættir hafa sér dálk fyrir það en ekki bara fyrir mest lesnu færslurnar).
  Voðalega er ég kröfuhörð..
  Ég er alltaf að skoða þig og mér finnst allar bloggtegundirnar skemmtilegar, líka þessar stuttu :) <3

  SvaraEyða