Hér er eitt einfalt og skemmtilegt skref fyrir skref lúkk handa ykkur sem langar að prufa ykkur áfram eða bara skoða :)
1. skref- Jumbo eye pencil frá NYX í litnum Milk yfir allt augnlok (sem base) og hvítur augnskuggi yfir allt saman (alveg upp að augabrúnum).
2. skref- Dökkblár skuggi rammaður utan um glóbuslínuna.
3. skref- Fjólublár skuggi notaður til að blanda bláa skuggan út svo það séu engar harðar línur.
4. skref- Bleikur skuggi notaður til að blanda enn betur og setja smá bjartari lit í lúkkið.
5. skref- Svartur blautur eyeliner settur í væng (ég notaði e.l.f. liquid liner)
5. skref- Smelltu gerviaugnhárum og maskara á til að klára dæmið!
-Kata
Ég væri alveg til í fleiri youtube video frá þér :D finnst það mjög skemmtilegt
SvaraEyðaJá ég ætla að fara að vera duglegri að gera svoleiðis! Fékk einmitt ótrúlega flotta myndavél í jólagjöf til að nota í svoleiðis, og tók upp eitt vídjó um daginn en afþví að ég á enga almennilega lýsingu kom það ekki vel út. Er að leita mér af góðum ljósum eða góðri dagsbirtu og þá get ég farið í vídjóframleiðslu :D
SvaraEyða