Nýþvegnir burstar!

Var að þrífa burstana mína og ákvað að skelli inn stuttri færslu!
Vildi minna ykkur á að vera dugleg að þrífa burstana ykkar- strangt til tekið ætti maður að þrífa þá með vatni og brustasjampói eða öðru mildu sjampói einu sinni í viku.
Ég veit að fæst okkar nenna því vikulega og mjög margir þrífa burstana sína allt of sjaldan- en það getur verið mjög slæmt fyrir húðina okkar, þannig ef þú hefur verið að fá útbrot eða bólur og finnst þú búin að prófa allt til að losna við þær- gætu skítugir burstar verið orsökin. Það safnast sjúklega mikið af bakteríum í förðunarbursta, og sérstaklega bursta sem eru notaðir í blautan farða, blautan eyeliner, kremaugnskugga og annarskonar blautar vörur.
Ég mæli allavega með að þið þrífið burstana ykkar minnst einu sinni í mánuði ef þið nennið því ekki oftar (ég veit um ansi mörg tilfelli þar sem stelpur þrífa burstana sína muuuun sjaldnar en einu sinni í mánuði)
Gott fyrir húðina ykkar og burstana ykkar að þrífa þá reglulega! :)

Johnson's baby sjampóið er það besta sem ég hef prófað til að þrífa mína bursta!

-Kata predikari!
Heheheheheheheh bæ.10 ummæli :

 1. fer í málið núna strax... *skömmustulegur kall*

  SvaraEyða
 2. Viltu gjöra svo vel að fara inn á iherb.com og panta þér real techniques bursta! ;) Notaðu kóðann BEV426, fékk 10$ af pöntuninni og sendingin var bara 4$!!!

  SvaraEyða
 3. Ps. Þetta átti ekki að hljóma svona reiðilegt. :D

  SvaraEyða
 4. Nehei!! Hef beðið eftir þessu augnabliki aðeins of lengi- verð að tjekka á þessu!

  SvaraEyða
 5. Haha þetta var skemmtilegt komment! :D

  SvaraEyða
 6. Ok ég laug meira að segja, ég fékk 13$ af pöntuninni, fékk 12 bursta á 50$ með sendingu. Vúhú!! Hef verið að spá í að panta þetta af lookfantastic.com, fegin að ég fann þessa síðu í staðinn! :)

  SvaraEyða
 7. Ég var að skoða video um daginn frá stelpu sem var að sýna hvernig á að þrífa burstana sína. Hún notaði uppþvottalög fyrir uppþvottavél, baktería-free (hljómar alls ekki vel því að uppþvottalögur fyrir uppþvottavél er algjört eitur) og ólívuolíu. Hún sagði að maður ætti að þrífa burstana sína eftir hverja notkun! Þá sérstaklega ef maður er að nota blautan farða, kannski ekki jafn mikilvægt fyrir annað. Ég veit ekki hversu mikið mark maður á að taka á þessu en það sem mér fannst merkilegast í video-inu var þetta:

  http://www.thebrushguard.com

  Þetta eru einhverskonar umbúðir úr teygjanlegu plasti eða e-ð svoleiðis sem maður setur burstana sína í eftir þvott svo þeir þorni í sínu rétta formi. Svo er hægt að láta þá standa á hvolfi með þetta á, svo maður eyði ekki upp líminu í burstunum.

  Hérna er videoið hennar: http://www.youtube.com/watch?v=vVdciJkmb7o

  P.S. Ég keypti mér real techniques bursta fyrir nokkrum mánuðum. Keypti svona sett með eyelinerbursta, hyljarabursta, augnskuggabursta og ég man ekki hvað og svo keypti ég stippling brush en ég sé eftir að hafa ekki keypt eitthvað expert foundation brush eða e-ð svoleiðis. Er annars bara ánægð með þá og nota ekkert annað um þessar mundir :)

  kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 8. Sé núna að þú átt svona brushguard! Snilld! Mig langar í :) kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 9. Heyrðu já brushguard er aaaalgjör snilld! Ótrúlega ódýrt og mig langar sjúklega í svoeliðis fyrir alla burstana mína (sérstaklega þessa fluffy sem þorna stundum í allar áttir)!

  En í sambandi við uppþvottalögin- ég veit ekki með hvort hann sé fyrir uppþvottavél? En ég hef séð marga nota uppþvottalög til að vaska upp með í bland við ólívuolíu og þar til fyrir stuttu notaði ég sjálf alltaf uppþvottalög og ólívuolíu- þrælvirkar, en það kom alltaf svo vond lykt af burstunum mínum :/
  Svo prófaði ég Johnsons baby sjampóið og það virkaði meira að segja betur en uppþvottalögurinn og olían! Algjör töfralausn :D

  Og þetta gengur ekki lengur, ég veeerð að fjárfesta í RealTechniques!
  Hahah! :)

  SvaraEyða