Nýtt útlit! (Taka tvööö)

Edit: Okei fannst hitt þemað ekki alveg vera að gera sig- vildi eitthvað meira clean og fresh! Hvernig lýst ykkur á þetta? Like ef þér líkar ;) 

Okei það er búið að vera smá flipp í gangi!

Síðan festist í jólabúningnum og ég komst svo að því hjá sambloggara mínum henni Silju (sem er með ótrúlega skemmtilegt blogg hérna- mæli með að þið kíkið) að það er eitthvað bilerí og vesen á dynamics view- sem er lúkkið sem ég var með og ég gat ekki breytt neinu. Og guð veit að ég höndla ekki meira jólaþema í bili- komdu með sumarið helst bara!

Ákvað því að fara í föndur og er búin að prófa endalaust af þemum og ég veit ekki hvað og hvað- fann svo loksins þetta og er búin að vinna helling í því og eyða sjúklega miklum tíma í að setja það upp en er samt ekki fullkomlega ánægð.
Ætla að játa mig sigraða í bili- get ekki haft síðuna lokaða að eilífu svo þetta útli verður bara að duga í bili.

Megið endilega segja mér hvað ykkur finnst samt. Og hvort það eru einhverjir augljósir gallar eða vesen við notkun síðunnar.
Þetta er ekki eins flókið og það sýnist- hægt að velja um vinsælar færslur, flokkaðar færslur og gamlar færslur til hægri á síðunni. Efst er "slide-show" af nokkrum vinsælum bloggum. Og svo eru nýjustu færslurnar þar beint fyrir neðan.

Spurning hvort ég reyni eitthvað að dúlla mér við þetta á næstu dögum, en allavega á þessu augnabliki þrái ég svefn- var í seinasta prófinu í morgun og að sjálfsögðu ákvað hausinn á mér að ég fengi ekkert að sofa í nótt- svona svo ég gæti mætt hress í prófið í morgun hehöö..

Þetta er síðan mín í sturtu- loksins búin að ná að rífa af sér jólabúninginn.
(Já síðan mín er þybbinn miðaldra karlmaður)


-Kata!3 ummæli :

 1. Miklu flottara ! :)

  kv. Hildur

  SvaraEyða
 2. Mjög flott og fínt og stílhreint og krúttlegt og fallegt fyrir augað :) eins og þú.
  Eina sem ég sakna er að geta ýtt á "classic view" og skoðað allar færslurnar án þess að þurfa að klikka á hverja og eina, en það er bara ég... :)
  Svo var eitt sem við systur tókum eftir (þar sem við erum so miklir símanördar) að farsímaútgáfan er allt allt öðrúvísi, þá kemur svart lúkk, bara svona láta þig vita.

  SvaraEyða
 3. Víí en frábært að heyra!

  En já í sambandi við síma-síðuna, ég stillti hana einhverntíman á eitthvað einfalt og einlitt farsímasnið því þá átti eiginlega engin snertiskjá og það var ómögulegt að skoða venjulegu síðuna í gömlu sony ericson símunum og öllum deim dúllusímum.
  Spurning um að breyta því aftur- mátt endilega láta mig vita hvernig það kemur út.

  Og já væri massa gott að hafa classic view- kanski ef ég held áfram að njöllast í html-inu get ég sett inn einhverja aukasíðu með svoleiðis sniði, sjáum til :D

  SvaraEyða