Nýtt í safninu og ný hirsla!

Hæ elskur!
Ætla að sýna ykkur nokkra fallega hluti sem hafa bæst í safnið nýlega og einnig nýja fallega hirslu sem ég er sjúk í!


Keypti þetta fallega litla skargripaskrín á rúmfatalagernum á 2.490 kr.- búin að leita af svona glærri hirslu staaanslaust- en finn venjulega bara á síðum sem senda ekki til Íslands- eða þar sem sendingakostnaðurinn er hærri en varan sjálf. I like it alot<3


Svo keypti ég eitthvað svona dúllerí líka.

* Þrír maskarar, allir frá Rimmel. Þessi svarti; Lash Accelerator er uppáhalds maskarinn minn í lífinu bara. Og ég heyrði mikið gott um hina tvo þannig ég smellti þeim með í körfuna. (Feelunique.com)
* NYX augnskuggagrunnur í krukku- það sama og Jumbo eye pecil í litnum Milk- hentugt að eiga bæði þar sem ég er langt komin með Jumbo blýantinn. (Cherryculture.com)
* NYX round varalitur í litnum Medusa- svona fallega dökkfjólublár einhvernveginn- mjöööög ánægð með hann! (Cherryculture.com)
* NYX kinnalitur í litnum Taupe- svona brúnn litur, fullkomin til að nota í skyggingu á andlitinu (bara eins og dökkt matt sólarpúður) (Cherryculture.com)
* Tvær dollur af glimmeri frá að mig minnir LA Girl... finn þetta ekki lengur á síðunni sem ég keypti þetta á. En allavega svona dökkt gull glimmer og svo hvítt multicolor glimmer. (Cherryculture.com)
* Tveir Jordana varablýantar, einn nude og einn rauður. (Cherryculture.com)
*NYX varablýantur- svona dökk plómufjólublár til að nota undir Medusa varalitinn. (Cherryculture.com)
* Rimmel Special eyes eyeliner. (Feelunique.com)

Mæli eindregið með Cherryculture.com--- eeeendalaust af allskonar fallegu dóti á alveg sjúklega góðu verði :D Það gleður kaupsjúka að fá mikið fyrir lítið!

-Kata!
16 ummæli :

 1. Omg ég gerði rosalega góð kaup á cherryculture.com, keypti helling af nyx dóti á lítinn pening. :)

  SvaraEyða
 2. Snilld! Hvað keyptiru skemmtilegt? :D

  SvaraEyða
 3. Jumbo pensil í Milk, bronzer, gloss, varaliti, mosaic highlighter, eyeliner, maskara, shadow stick, hyljara, eyeshadow base, varalitapallettu. Ég kann mér ekki hóf. :D

  Pantaði svo líka Sedona Vortex settið eftir að hafa séð það hjá þér. Ertu ekki ennþá jafn ánægð með það?

  SvaraEyða
 4. Ohh snilld! Mig langar strax að panta meira á Cherryculture!
  Og jú Vortex burstarnir eru uppáhaldið mitt, nota meirihlutan af þeim á hverjum einasta degi, elska elska elska þessa bursta!
  Þú kanski lætur mig vita hvernig þér finnst þeir þegar þú ert farin að nota þá aðeins :)

  SvaraEyða
 5. Ég skal gera það, hlakka til. Á líka sigma sett svo ég hlakka til að bera þetta saman. :)

  SvaraEyða
 6. Oh já mig langar svo að prufa Sigma... eyði bara einhvernvegin alltaf peningunum mínum frekar í snyrtivörur en bursta haha!
  En fyndið, ég fékk e-mail um að þú hafir kommentað og svo 3 sek seinna fékk ég e-mail frá Sedona Lace sem sagði mér að Vortex burstarnir væri back in stock haha!

  SvaraEyða
 7. Haha í alvöru! Vó hvað ég hef verið heppin. :)
  Já mér finnast sigma burstarnir æði! Ég á 8 MAC bursta sem ég hef safnað í gegnum tíðina þegar ég hef farið til úlanda og finnst þeir eiginlega bara ofmetnir. Andlitsburstarnir eru reyndar æði en ég fíla augnburstana ekkert voðalega vel!

  Ég er annars algjör sökker fyrir hypuðum vörum og kaupi eiginlega allt á netinu, sama hvað það er. Föt á mig, föt á krakkana mína, manninn minn... svo undanfarið hef ég verið að kaupa allskyns dót á walmart.com og látið senda heim í gegnum shopUSA. Sturtusápur með æðislegri lykt, maskara, andlitsklúta, hreinsa og guð má vita hvað. Ég þyrfti eiginlega að stofna blogg bara... :D

  SvaraEyða
 8. Haha já sama hér- algjör bandwagoner!
  Mig langar svo að versla á walmart síðunni en mér finnst svo sjúklega dýrt að versla í gegnum shopUSA :/

  SvaraEyða
 9. Já það er ógeðslega dýrt. Ég reyni bara að sjá hvað ég fæ fyrir heildarpeninginn. T.d. keypti ég helling á útsölunni hjá Forever21 sem kostaði rúmlega 50 dollara, kostaði 14 þúsund heim komið en voru samt 12 flíkur.

  SvaraEyða
 10. Ohh snilld! Já maður er náttúruleg alltaf að spara ef maður miðar við verðin hérna heima haha

  SvaraEyða
 11. Ég fór í rúmfó í dag en fann ekki svona hirslu. :(

  SvaraEyða
 12. Aji! Ég fann mitt hjá skartgripaskrínunum :/
  En þú getur þá allavega pantað það á vefsíðunni hjá rúmfatalagernum :D
  Hirslan er hér: http://rumfatalagerinn.is/rl/vefverslun/?ew_877_cat_id=13201&ew_877_p_id=22721105

  SvaraEyða
 13. Vúhú takk fyrir þetta. :) Annars bjó ég til blogg: allskonarfallegt.blogspot.com :)

  SvaraEyða
 14. En skemmtilegt! Hlakka til að fylgjast með :)
  P.s. verð að eignast clarisonic mia!

  SvaraEyða
 15. Hvað varstu lengi að fá sendinguna frá Cherryculture? :)

  SvaraEyða
 16. Akkúrat viku :) Pantaði á föstudegi og fékk vörurnar á næsta föstudegi :D

  SvaraEyða