Naked Basics+ makeuplúkk!

Var ansi glöð þegar ég komst að því að Naked Basics palettan beið mín á pósthúsinu í gær- loksins!
Þá á ég loks allar augnskugga paletturnar úr Naked línunni- þó mig vanti slatta upp á að eiga allar snyrtivörurnar í þessari línu haha! 
Pallettan var auðvitað æði- skuggarnir æði og draumur að blanda með þeim, svo ótrúlega nýir líka að þeir eru alveg extra creamy! 
Bæði hægt að gera einföld og falleg "dagleg" lúkk- en svo er þetta líka bara drauma blöndunar paletta- flestir litir sem manni gæti dreymt um til að gera alla blöndun þægilegri, sama hvernig lúkk maður er að gera. Mikið af svona nude litum, og allir mattir nema einn sem er líka draumur ef maður á hinar Naked paletturnar því þar voru mestmegnis shimmer/satin/glitter skuggar. 


Með primer. 

Varð auðvitað að prufa gripinn, skellti í lúkk þar sem ég notaði alla litina að einhverju leiti:
Mjög einfalt "all-matte" pin-up style look. Þannig það er hægt að nota palettuna eina og sér í svona meira nude og náttúrulega look- en svo er hægt að nota skuggana í sitthvoru lagi t.d. til að gera flawless blöndun í smokey lúkkum o.þ.h.

Held hún muni koma sér vel í safninu mínu þessi pínkulitla og krúttlega paletta- hún var jafnvel minni en ég bjóst við- en smellpassar í lausa plássið hjá mér:
Þarna sjáiði líka báðar glimmer-paletturnar sem ég föndraði og er mjög skotin í!

-Kata!
(P.s. Fyrsta vikulega "kíkt í snyrtibudduna hjá hinum og þessum" bloggið ætti að koma inn á næstunni- náði ekki að vinna það í dag!)
Glimmer&Gleði á facebook!

Engin ummæli :

Skrifa ummæli