Meiri nekt!

Naked línan frá Urban Decay er endalaust að teygja út anga sína.
Fyrir þá sem ekki vita byrjaði fyrirtækið á að selja Naked palettuna úr línunni og því næst Naked 2 palettuna.
Þessar augnskugga palettur slógu algjörlega í gegn- og Urban Decay hafa séð sér gróðatækifæri í öllu umtalinu í kringum Naked svo þau hafa verið að bæta aðeins við línuna.
Þar má meðal annars nefna Naked fljótandi farða, Naked BB krem og svo eins og ég fjallaði um í þessu bloggi um daginn; Naked basics sem er þriðja augnskugga palettan í línunni (helmingi minni en þær sem á undan komu og mött).Nýlega auglýstu þeir svo enn eina viðbótina við safnið- Naked Flushed palettuna sem inniheldur mattan bronzer, highlighter og kinnalit.
Palettan er lítil og krúttleg- í sömu stærð og þriðja Naked palettan (semsagt helmingi minni en fyrstu tvær paletturnar). 

Mér finnst þessi andlits paletta bara koma nokkuð vel út og gæti alveg hugsað mér að eiga eina slíka í safninu- sérstaklega þar sem ég er bronzer, highlighter og kinnalitasjúk þessa dagana!

Mín persónulega skoðun er samt sú að þessar palettur hafi safngildi, og ég vildi óska þess að þeir hefðu bara haldið sig við augnskuggapalettur og þá í sömu stærðum og fyrstu tvær voru.
En það er auðvitað ekki endalaust hægt að setja saman neutral augnskugga palettur án þess að vera alltaf að endurtaka sömu litina- svo maður skilur þetta svosem.
En fyrst þau gáfu út litla Naked palettu, þá finnst mér þessi alveg sniðug til að eiga líka.
Væri þá gaman ef Naked vörurnar samanstæðu af allskonar svona palettum, hálfum og heilum þannig að safnið samanstæði svona nokkurn veginn af mörgum svipuðum pakkningum. Með auðvitað mismunandi innihaldi (því það er alltaf jafn frábært hjá Urban Decay- sama hvernig pakkningarnar eru).
15 ummæli :

 1. Ég elska Naked pallettuna mína! Langar eiginlega í þær allar! Ert þú búin að kaupa þér Naked basic?

  SvaraEyða
 2. Heyrðu já- ég laumaðist í skjóli nætur í fyrradag inn á www.beautybay.com og fjárfesti í einni slíkri- get ekki beðið eftir að fá hana í hendurnar! :D

  SvaraEyða
 3. Hæhæ

  Sá að þú átt bæði Naked og Naked 2 augnskuggapalleturnar. Ef þú YRÐIR að velja á milli, hvora myndiru velja og afhverju? Ég er rauðhærð, með hvíta húð (smá roði og blá/glær undir augum) og blá augu. Ég nota yfirleitt ljósasta eða næst ljósasta meikið. Hvorri myndiru mæla með fyrir mig?

  kv. Heiðrún

  SvaraEyða
 4. Þá myndi ég tvímælalaust velja Naked 2! :) Mér finnst hún fallegri fyrir ljósa húð og í henni eru líka fjólubláir undirtónar í mörgum skuggunum og bronz-aðir litir sem eru ótrúlega fallegir fyrir blá augu!

  Ég hef hallast meira að Naked 2 undanfarið því mér finnst einmitt "ljósu" litirnir í Naked sem eiga að vera nálægt húðlitnum manns til að auðvelda alla blöndun og svona, oft meira aðeins of dökkir á mér.

  Þannig já ég mæli með Naked 2 :D (Hún er uppáhalds!)

  SvaraEyða
 5. Takk fyrir svarið! Naked 2 it is ;) Gangi þér vel með síðuna, ég mun fylgjast með :)

  SvaraEyða
 6. Minnsta málið! Takk fyrir að kommenta og takk fyrir að kíkja við :)

  SvaraEyða
 7. Hvað kostar að fá svona naked pallettur sendar til Íslands ?

  SvaraEyða
 8. Þær kosta 4.000-7.400 krónur inn á beautybay.com þar sem ég panta þær- þar er enginn sendingakostnaður en tollurinn er eitthvað á milli 1800-2800. Man ekki nákvæmlega hvað hann var hár. Þannig þetta er svona í heildina rétt tæplega 10.000 krónur :)

  SvaraEyða
 9. Er þetta alveg þess virði samt ? Ég er nefnilega með svo rosalega "oily" augnlok.. eiginlega allir augnskuggar sem að ég læt á mig fara í klessu þótt ég sé með primer.. eru þessir eitthvað betri ef að ég er með svona vandamál ?

  SvaraEyða
 10. Hmmm... það er spurning.
  Ég náttúrulega get ekki lofað að þessir verði eitthvað öðruvísi fyrst þetta er alltaf svona hjá þér- Urban Decay augnskuggar eru mjög hágæða augnskuggar þannig ef við gerum ráð fyrir að það sé augnskuggunum að kenna að allt fer í klessu þá er líklega fátt sem virkar ef þeir virka ekki fyrir þig myndi ég halda?

  Annars snýst þetta fyrst og fremst um einmitt grunnin sem þú notar- hefurðu prufað mismunandi tegundir af primer? Það eru mjög margir með svona oily augnlok sem geta kanski bara notað einhverja eina eða tvær tegundir af primer og fátt annað virkar.
  Allavega hefur augnskugginn minnst að segja í þessu samhengi (ef við erum að tala um að þú hafir prufað over-all nokkuð góða augnskugga) þannig ef aðrir augnskuggar hafa alltaf farið í klessu er mjög ólíklegt að Urban Decay skuggarnir verði eitthvað öðruvísi- það er þá helst að þú prufir annarskonar primer eða base.

  Svo eru sumir sem eru bara með svona ótrúlega oily augnlok að varla neitt virkar, þá er held ég bara málið að finna grunn sem endist hvað lengst fyrir þín augnlok- jafnvel þó hann endist helmingi styttra en á öðrum :/
  En flestir sem ég hef fylgst með, heyrt í og skoðað eru sammála um að Urban Decay primer potion og Too Faced Shadow insurance er það besta á oily augnlok- hefurðu prófað þá báða kanski? :/

  SvaraEyða
 11. Nei hef ekki prófað þá:/ Hef aldrei pantað mér neitt svona á netinu.. hef bara átt mac primerinn og hann virkar ekki neitt fyrir mig.. annars bara hylara og einhver krem, veit ekkert hvar svona góðir fást á Íslandi hehe:).. svo lítið úrval. Veit ekkert hvort að þetta eru augnskuggarnir hjá mér.. nota mest costal scents.. en á nokkra mac augnskugga og þetta gerist líka þegar ég er með þá.. eru þeir jafn góðir og naked ?

  SvaraEyða
 12. Ég myndi segja að Mac og Urban Decay augnskuggarnir séu mjög sambærilegir í gæðum- en þetta vesen hlýtur að tengjast bara primernum þínum þá :D Sem eru góðar fréttir! Þá er allavega ennþá von haha :)
  Mér finnst meira að segja coastal scents mjög góðir þó þeir séu ekki næstum jafn góðir og Urban Decay- en eins og með fyrri Naked palettunni, þessari brúnu, fylgir lítil dolla af Primer Potion :) Gæti verið að það virki fyrir þig!

  SvaraEyða
 13. Hehe já ég panta það þá bara :D Takk fyrir þetta :)!

  SvaraEyða