Glimmer DIY!Það er ekkert leyndarmál að ég er glimmersjúk.
Um daginn sat ég í rólegheitunum að strjúka snyrtidótinu mínu.. svona eins og gengur og gerist almennt. Og ég var að handfjatla Coastal Scents palettuna mína og pirra mig á því að hún væri merkt Coastal Scents- stórum hvítum stöfum framan á- aðallega því það eru ekkert bara Coastal Scents augnskuggar í henni- og það er eitthvað svo óstílhreint að hafa blandaða augnskuggapalettu merkta einu fyrirtæki.Svo ég ákvað að spreyja þær (á tvær) svartar- svo að þær væru bara einlitar og ómerktar.
En það dugði auðvitað ekki- ég fékk svona glimmersting í sálina og við stukkum fljótlega í Byko til að kaupa glært lakk í spreybrúsa- óótrúlega sniðugt og kostar bara einhvern 1600 kall svona brúsi:

Ég stráði semsagt slatta af chunky fjólubláu/multicolored glimmeri yfir framhliðina á palettunni, þar til ég var ánægð með magnið. Svo þakti ég sturtubotninn minn með pappír og kom palettunni varlega fyrir þar ofan á og fylgdi leiðbeiningunum aftan á sprey brúsanum, fór fyrst eina þunna umferð, svo aðra og aðra og aðra þangað til ég var sátt með þykktina á lakkinu. Svo þornar þetta í háglans og það er slétt og þykkt lag af glæru lakki yfir glimmerinu. Mjöööög flott. Það er líka hægt að nota þetta sprey til að lakka borð-toppa og allskonar svona skemmtilegt. Vildi að það sæist betur hversu fallega það glansar og glitrar á glimmerið- en þið náið conceptinu! 

Er ofboðslega hrifin af nýju glimmer-palettunum mínum og er strax farin að leita af næsta fórnarlambi til að glimmera upp- langar ískyggilega að gera þetta við toppinn á snyrtivöruhillunni minni! Ég leyfi ykkur þá allavega að sjá næsta glimmerverkefni ;)
Engin ummæli :

Skrifa ummæli