Gleðilegt nýtt ár og nýtt í safni!

Sælar elskur! (Væri yndælt ef þið nenntuð að lesa neðsta partinn af þessari færslu)


GLEÐILEGT NÝTT ÁR OG TAKK ÆÐISLEGA FYRIR ÞAÐ GAMLA.
Heimsóknir og stuðningur í gegnum síðuna fóru fram úr öllum mínum villtustu vonum seinasta árið- og síðan stækkaði mikið. Er ekkert smá ánægð að eiga svona áhugasama og góða lesendur og það er ykkur að þakka að ég get haldið ótrauð áfram að sinna aðal áhugamálinu mínu :) Takk Takk Takk endalaust<3

Ég týndist aðeins um nokkurt skeið, enda spennandi að komast heim í faðm fjölskyldunnar og slaka á eftir prófin og spila og jólast!
Að auki var eins og einhverjir hafa kanski heyrt, vonskuveður fyrir vestan og um tíma sat ég föst á Flateyri rafmagnslaus, netlaus og á tímabili símasambandslaus. Svoleiðis að bloggið fékk aðeins pásu yfir hátíðarnar.
Ég komst þó loksins heim til fjölskyldunnar á gamlársdag með báti (skoppaði aftur um nokkra áratugi þessar hátíðir og upplifði aðeins hvernig er að vera "nútímalaus"- og það var bara nokkuð notó!)
En þegar heim var komið fór restin af hátíðunum í að knúsast í fjölskyldunni og hafa notalegt áður en ég hélt aftur heim til Akureyrar- svo bloggið fær loksins athygli mína á ný.

Um daginn var 50% afsláttur á e.l.f. UK síðunni- og ég nýtti mér auðvitað tækifærið og keypti allt sem er farið að klárast hjá mér, svona mest þessar vörur sem ég nota daglega og get ekki hugsað mér að vera án. Og svo smá svona auka með :)


1. Ég keypti tvö augnbrúnasett frá þeim (eitt í dark og eitt í ash til að prufa, nota dark daglega og hef gert í meira en ár og jafnvel tvö- algjört möst!) Fæst hér.

2. Pantaði þetta naglalakksett til að gefa í jólagjöf- á erlendu síðunni hjá e.l.f. eru komnar nýjar flöskur og á amerísku síðunni eru tvær týpur af nýjum naglalakkflöskum- ásamt allskonar geggjuðum settum. Fæst því miður ekki sent til Íslands ennþá :( En naglalökkin hjá e.l.f fást hér- þó í örlítið öðruvísi umbúðum. Að minnsta kosti 3 af mínum uppáhalds naglalökkum eru frá e.l.f.

3. e.l.f. High Definition púðrið- "Glært" púður, mestmegnis sílíkon sem gefur húðinni fallega áferð- og er rosalega fallegt á myndum. Ég nota þetta að mestu til að festa baugahyljara, semsagt í kringum augun- því þetta er ljós og birtir yfir augnsvæðinu. Er nýbúin með eina svona dollu eftir að hafa átt hana og notað daglega í marga marga mánuði! Fæst hér.

4. e.l.f. liquid eyeliner- keypti fjögur stykki í svörtu því ég nota þetta á hverjum degi og eeeelsk'etta! Svo ótrúlega fljótlegt og einfalt til að skella á sig vængjuðum liner. Fæst hér.

5.  Keypti áfyllingargúmmí í uppáhalds augnhárabrettarann minn í heiminum- sem er frá e.l.f. Snilld að geta keypt bara auka gúmmí í staðin fyrir að kaupa alltaf nýja krullara- maður fer að drukkna í þessu! Sýnist þetta ekki vera til á íslensku e.l.f. síðunni.

6&7. Keypti tvo bursta- annar þeirra heitir small stipple brush og ég nota hann til að setja HD púðrið undir augun- líka frábær í highlegter og jafnvel skyggingu á andlitinu. Og hinn burstinn heitir að mig minnir perfect concealer brush og er ætlaður í bauga hyljara t.d.- hann er fínn í það (þó mér finnist best að nota fingurna) en mér finnst hann líka fínn til að setja augnskuggagrunn eða grunnaugnskugga yfir allt augnlokið- svo stór og góður. Fást hér og hér.

8&9. Keypti tvo liquid eyeliner-a í viðbót við þessa svörtu, annar er með gylltu glimmeri en hinn er með marglituðu glimmeri. Svolítið jóla og áramóta... og svolítið gordjöss. Fást hér. 

10&11. Keypti tvö stykki af mascara primer frá þeim. Var alveg ónýt þegar sá sem ég átti kláraðist- munar svo miklu að hafa þetta í masara rútínunni, þykkir bæði og lengir augnhárin og getur gert ansi crappy maskara að hinum fínasta! Keypti tvö til að eiga pottþétt backup. Sýnist þetta ekki vera til á íslensku e.l.f. síðunni.
----------------------------------

Að lokum!
Á næstu dögum kemur inn blogg þar sem ég fer yfir Uppáhalds vörurnar árið 2012!
Ég er einnig að spá í að setja inn myndablogg, en ég get ekki ákveðið hvort ég á að setja Árið 2012 í myndum, s.s. frá Janúar-Desember í allskonar myndum, þar á meðal meiköpp myndir (alls engin hrúga af myndum, bara svona brot úr árinu mínu) eða hvort ég á bara að gera Árið 2012 í meiköpp myndum (Janúar-Desember)- engar persónulegar myndir.

Ef þið hafið skoðun á þessu megið þið endilega kommennta (veit að margar ykkar eru farnar að vera duglegri að kommenta, og það er mjög ánægjulegt! :) )
Ef ég fæ ekkert feedback ætla ég bara að skella inn meiköpp myndum ársins 2012 og sleppa þessum persónulegu :) 


-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest3 ummæli :

 1. Ég vil fá allskonarmyndir! Make up og hvað sem er bara ;)

  Langar sjúklega í þetta naglalakkasett - pretty <3

  SvaraEyða
 2. Hææ Katrín og Gleðilegt Nýtt ár :)
  Hlakka til að lesa uppáhalds vörurnar þínar 2012, ég var að enda við að gera mínar top 12.. (http://ml-corner.blogspot.com)
  Annars þá þekki ég hvernig það er að 'týnast' aðeins þegar maður er að blogga þar sem ég er búin að vera 'týnd' seinustu mánuði haha... en ég er búin að gera nýársheiti og mun halda áfram að blogga :)
  Hlakka til að lesa meira :) x

  SvaraEyða
 3. Mér finnst að þú ættir að setja allskonar, ég er alltaf hrifnust af bloggum sem eru svolítið persónuleg inn á milli :)

  SvaraEyða