Empties!

Var að henda ansi mörgu í fyrradag sem er búið. Ákvað að það gæti svosem verið efni í blogg- þar sem þið virðist fýla vöruumfjallanir :)


Svo hér eru nokkrar af snyrtivörunum sem hafa klárast nýlega!

Rimmel Match Perfection Conceler í Ivory- Þessi var ekki lengi að klárast og heppilegt að ég hafi átt backup því ég nota þennan baugahyljara á hverjum degi. (Keypti þennan á feeluniqe.com)

Lioele Triple The Solution BB kremið mitt er loksins búið- entist ansi lengi að mínu mati. Þetta er reyndar nýja túpan því ég var búin að klippa hina í strimla til að ná hverjum einasta dropa úr henni haha!

John Frieda Frizz Ease Heat Defeat hitavörn í hárið. Þetta er loksins búið og ég skammast mín fyrir að segja það að ég keypti þetta sprey í New York í júní 2011 (svo ég hefði líklega átt að vera löngu löngu búin að henda þessu haha!) Er svosem ekkert reynd í hitavarnarspreyum en þetta var allt í lagi bara. Hárið á mér varð samt svolítið klístra eftir notkun (kanski því þetta var 100 ára gamalt- hver veit?)

ELF HD púður- glært sílíkon púður sem skríður inn í alllar misfellur á andlitinu og gerir mann sléttann og fagran. I don't know about you guyz- en ég elsketta! Nota þetta alltaf til að "setja" baugahyljarann- og ég elska þetta bara- finnst ég líka sjá mun á myndum þegar ég nota eitthvað annað en þetta. Ekkert undrapúður en bara rosa gott glært sílíkon púður.

TRESemmé þurrsjampó- fylgdi með einhverju sjampói sem ég keypti í Bónus. Svona lala... fannst hárið samt vera hreint bara í 10 mínútur og svo bara strax aftur skítugt haha. Held ég kaupi ekki aftur. 

Þriðja dósin mín af Batiste Boho þurrsjámpóeinu (hahahaha ég skrifaði þetta óvart svona í flýti, vill ekki stroka út því þetta er svo falleg sjón) En já- ég verð alltaf að eiga eina svona elsku- fyrir þessi móment þegar ég vill stamt hár og volume (t.d. þegar ég krulla hárið) eeeða ef ég vil vel lyktandi og "hreint" hár en hef ekki tíma fyrir sturtu á akkúrat því mómenti. (Bónus)

Macadamia healing oil treatment- MY BABY! Undra hárolían sem ég keypti fyrir heilu ári síðan og hef notað nánast daglega allan þann tíma. Bjargaði hárinu mínu og það hefur síkkað heeelling (sem ég vill meina að sé bein afleiðing olíu-notkunar) Ný á leiðinni í þessum töluðu sem betur fer <3 (Feelunique.com)

ELF liquid liner- nota svona eyeliner á hverjum degi svo ég fer mjög hratt í gegnum þá (á sem betur fer lager af backups). Bara svo fljótlegt, einfalt og þægilegt- er orðin alltof löt að nota gel eyeliner út af þessum. (eyeslipsface.is)

ELF mascara primerinn- Hef talað um þetta á blogginu- en þetta er krúsjal partur af maskararútínunni minni- gefur hellings volume. Gerir jafnvel hinu verstu maskara ágæta! Like it a lot- á að sjálfsögðu nokkra backup því þetta er must have. (eyeslipsface.is)

Loreal Telescopic maskarinn- einn af þeim betri. Veit ekki hvar ég fæ þessa þetta var seinasti af lagernum mínum síðan ég var í New York (og síðan Júlíana var í Boston). Alltaf hægt að treysta á þennan ef maður er ekki viss what to go for.Kíktu á seinasta blogg og sjáðu hvernig á að búa til sína eigin augnskugga ;)

-Kata


Engin ummæli :

Skrifa ummæli