Ef ég ætti milljónir...

Ef ég ætti endalaust af peningum og gæti leyft mér að eyða þeim í tilgangslausa hluti eins og designer handtöskur.
Þá myndi ég byrja á listanum hér að neðan.
Ekki misskilja mig, töskur í sjálfum sér, eru að sjálfsögðu ekki tilgangslausar. En töskur fyrir fleiri tugi þúsunda eru allavega samkvæmt mínum skilgreiningum, nokkuð tilgangslausar.

En aðeins ef.... Þvílíkur unaður væri að ganga um með eina af þessum elskum:

Marc Jacobs- B. Cassidy (67.710 kr.-)- Stór, einföld og falleg taska. Tilvalið fyrir helgarferðir eða einnar nætur gistingar- kemst örugglega slatti ofan í þær.

Alexander Wang- Rocco in Black Pebble Leather with Antique Brass (114.774 kr.-)- Rocco töskurnar eru auðvitað sívinsælar- finnst þessi týpa einstaklega töff. Hef reyndar heyrt að þær séu heavy duty útaf hardware-inu sem er undir töskunni. Samt töff!

Alexander Wang- Prisma Tote in Black Calf with Rose Gold (96.180 kr.-) - Finnst þessi taska svo sjúklega elgant og falleg eitthvað- langar ótrúlega mikið í svona fyrir skólann, hægt að skella tölvu og stílabók ofan í með góðu móti. Fallegt! (Veit ekki hvort ég myndir borga tæpan 100.000 kall fyrir skólatösku samt haha)

Marc Jacobs- Classic Q Francesca (68.993 kr.-)- Ég er og hef alltaf verið svoltið mikið skotin í svona Hobo töskum og ég á mjög erfitt með að taka hugann af þessari tösku. Ef ég væri einhverntíman að fara að eyða slatta af pening í tösku yrði það líklega fyrst þessi. 

Rebecca Minkoff- Mini M.A.C. (Morning After Clutch) (25.000 kr.)- Allir og mamma þeirra eiga þessa litlu sætu hliðartösku (kanski ekki á Íslandi- en allavega á youtube! hah) Ég væri ekkert á móti því að eiga einn slíkan grip, lítil og þægilegt t.d. til að taka með á djammið- svo óþægilegt að vera með risa tösku á djamminu og brjóstahaldarinn hefur bara svo og svo mikið pláss fyrir síma... Þessi taska er líka á aðeins viðráðanlegra verði en hinar- en engu að síður falleg.

Rebecca Minkoff- Black Nikki Hobo- Gold Hardware (63.498 kr.-) Önnur Hobo style taska. Einföld og falleg- en ég er skotin í öllu gyllta fíneríinu um hana víða og breiða. 


Tori Burch- Michelle Tote (50.654 kr.-) Önnur svona falleg taska sem hægt væri að nota í skólann. Hef undanfarið verið mjög skotin í svona einföldum stífum "hirslu-töskum". Pretty thing.

Tori Burch- dena MESSENGER ( 46.807 kr.-) Önnur lítil og falleg taska sem væri hentug til að taka á djammið. Stinga bara síma, veski og touch-up snyrtidóti ofan í og þá er maður klár fyrir nóttina. Finnst þessi eiginlega fallegri en Rebecca Minkoff Mini M.A.C. taskan.  

Céline- Luggage Medium Black Leather- Fann enga almennilega mynd af þessari tösku í svörtu. En mér finnst hún hella cute! Hellingur af plássi og hellingur af fegurð í einni tösku!You may think I'm a dreamer...
(Mínir draumar eru kanski aðeins meira litaðir af neysluhyggju en draumar John Lennons, en þið vitið...)

-Katrín María!
Glimmer&Gleði á facebook!2 ummæli :

  1. Ohhh fallegast!! En spáðu í verðinu á þessu?? Svakalegt!

    SvaraEyða
  2. Haha þetta er náttúrulega algjört rugl! Ekki viss um að ég myndi þora að fara út úr húsi með hundrað þúsund króna tösku!

    SvaraEyða