Drauma stelpuherbergið!

Það er klárt mál að ég er farin að fá innilokunarkennd í litlu íbúðinni minni, því í hausnum á mér er ég búin að ímynda mér mig í stærri íbúð og er í leiðinni búin að innrétta hið fullkomna stelpuherbergi.
Get ekki beðið eftir að vinna í lottó, því ég er alveg með á hreinu hvernig ég vill hafa hlutina. Hef safnað í gegnum tíðina nokkrum myndum sem veita mér innblástur.

Verið velkomin í hugarfylgsni mín:


Ég myndi vilja hafa svona hillu fyrir skó, jafnvel ennþá stærri (sem nær nánast upp í loft).

Mér finnst þetta einstaklega falleg hugmynd fyrir fataslá.
Ég þrái þetta snyrtiborð úr Ikea- það er með skúffu sem eru undir borðinu endilöngu- fínt fyrir svona makeup nauðsynjar o.þ.h en að auki er glerplata ofan á því- sem er algjör snilld því það er svo auðvelt að þrífa þær. Fallegt og stílhreint.

Ég væri til í þennan "skáp" undir snyrtidótið mitt- bæði djúpar og grunnar skúffur og endalaust mikið af plássi. Væri mega hentugt að hafa þetta við hliðina á snyrtiborðinu.

Svo þykir mér þessi skápur rosalega fallegur og ég væri til í að hafa hann einhversstaðar í herberginu með einhverju fallegu skrauti (hugmyndir hér á eftir), naglalökkum, ilmvötnum og öðru fallegu dóti.

Mér finnt þetta mjög töff sem skraut- væri örugglega töff inni í skápnum hér fyrir ofan eða á einhverju fallegu borði í herberginu. 

Þessar hekluðu krukkur eru ekkert smá fallegar. Ótrúlega einföld og ódýr leið til að skreyta heimilið sitt. Ef maður kann eða nennir að læra að hekla. Væru fallegar á einhverju litlu borði.

Það er eitthvað við hauskúpur- þær hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér upp á síðkastið. Finnst þessi rosa falleg og væri líka til í glimmerhúðaðar hauskúpur sem ég hef séð annað slagið á netrúntum mínum upp á síðkastið.

Þetta er náttúrulega pjúra fegurð. Væri sko alveg til í eina eða tvær svona hirslur til að hafa á snyrtiborðinu. Stílhreint og þægilegt þar sem maður sér auðveldlega það sem maður leitar að, án þess að þurfa að gramsa mikið. 

Mér þætti ekki leiðinlegt að hafa svona mynd á veggnum- smá pop of color og svolítið girly. 

Að auki er ég líka quote sjúk- og inspírerandi og mótíverandi quote gera oft helling fyrir mig. Finnst þetta æðislegt og það væri geggjað að hafa þetta upp á vegg til að minna sjálfan sig á að þegar allt kemur til alls stjórnar maður oftast eigin örlögum. 

Það er eitthvað sem mér finnst ofboðslega fallegt við þessa mynd, væri geggjað að fá hana annað hvort á striga- eða að fá einhvern málarasnilling til að skella henni á hvítan vegg fyrir mann. Veit ekki afhverju mér þykir hún svona rosa heillandi.

Er ekki alltaf talað um að maður eigi að hrósa sjálfum sér? Hengja minnismiða um allt til að minna sig á að maður sé frábær og allt þetta? Þetta er allavega alveg smart leið til að minna sig á að hrósa sjálfum sér (ekki í óhófi auðvitað- en upp að velsæmismörkum).

Og síðast en ekki síst væri draumur að eiga einhvern svona fallegan prinsessustól við snyrtiborðið. Mér finnst þessi rosalega fallegur því hann er fjólublár- setur svolítið líf í annars nokkuð hvítt þema hér að ofan. 


Ég verð að tóna niður tímann sem ég eyði í að skoða allskonar húsgögn og hluti og velta þessu "drauma-stelpuherbergi" fyrir mér- verð alltaf ósáttari og ósáttari með eigin íbúð haha!

-Kata!
Glimmer&Gleði á facebook!2 ummæli :