Ársuppáhalds 2012!

Jæja! Þá er loksins komið að samantekt af uppáhaldsvörunum mínum árið 2012.Þannig er mál með vexti að ég var komin með rétt rúmlega 30 hluti á lista- sem eiginlega gengur ekki, því ég vil ekki drepa ykkur úr leiðindum.
Ég ákvað því að hafa þetta: Topp 12 vörurnar 2012. Vörur sem ég notaði hvað mest eða kunni mjög vel við á þessu ári. Og þær koma hér að neðan í engri sérstakri röð :)

Cetaphil- rakakrem fyrir þurra og viðkvæma húð. Hef talað um þetta áður og er hugfangin! Eftir að hafa gert dauðaleit að hinu fullkomna rakakremi og gefist algjörlega upp á að það væri í alvörunni til eitthvað sem virkar á þurrkublettina mína- þá var þetta sko himnasending. Á erfitt með að ímynda mér að ég noti einhverntímann eitthvað annað- þurra húðin mín hefur aldrei verið eins sátt! (Ég keypti mitt í Kosti)

Flawless FakeBake- brúnkusprey með hanska til að bera á sig. Ég hef talað um þetta áður- þetta er svo ótrúlega einfalt og fljótlegt og gefur ekki þennan leiðinlega appelsínugula lit sem svo margar brúnkuvörur gera. Maður fær svona heilbrigt bronzað yfirbragð og temmilega brúnku (sem er hægt að byggja upp). Besta brúnkuvara sem ég hef prófað að minnsta kosti og tilvalið hvort sem er á sumrin eða veturnar, því þetta er jú margfalt betra fyrir okkur en að liggja í ljósabekkjum eða margra klukkustunda sólbaði. Það er allavega ekki minn tebolli að verða eins og nauta jörký í ellinni þó eflaust sé einn og einn jörký-lover þarna úti! (Keypti mitt á amazon.co.uk)

Macadamia hárolían mín unaðslega- Þetta var náttúrulega í topp þremur sætunum þetta árið. Veit ekki hversu lengi ég hef reynt að safna hári og það er sama hvað ég beið, það síkkaði aldrei neitt! Enda var það skemmt og slitið eftir harðkjarna aflitun og allskonar litavesen. Keypti þessa olíu í janúar 2012 og hárið á mér hefur síkkað um helling af centimetrum! Það er bara bónus samt, því það besta sem olían gerði var að gera hárið á mér heilbrigðara (sem er líklega orsök þess að það síkkaði) Hárið mitt er miklu fallegra og mýkra og ekki lengur eins og illa greidd hárkolla úr plasti. (Fæst á feelunique.com- sent frítt til Íslands)

Rimmel Stay Matte púðrið- kynntist þessu nokkuð seint á árinu en það var ekki lengi að fljúga inn á topplistann. Ég er ekki með mjög feita húð þannig ég veit ekki nákvæmlega hversu matt það helst á slíkri húð. En ég hef prófað þetta bæði á sjálfri mér og vinkonum mínum t.d. fyrir djamm- og það er sama hversu sveittur maður býst við að vera þegar maður lítur í spegilinn- það er ekki vottur af glansi . Fyrir utan það að þetta haldi manni möttum á djamminu að þá finnst mér þetta bara frábært púður í alla staði; létt, lítur vel út og heldur farðanum sem er undir vel á sama hversu villtur dagurinn manns er! (Keypti mitt á asos.com en fæst líka á feelunique.com)

Sedona Lace Vortex bursta settið- Fjárfesti í þessu á árinu og sé sko ekki eftir krónu. Þvílíkt góðir og flottir burstar, og akkúrat blanda af burstum sem ég fýla- ekki bara þessir hefðbundnu sem koma í flestum byrjendasettum. Elska hvern og einn einasta og skil ekki hvernig ég fór að án þeirra. Nú langar mig bara í annað sem backup! Settið er á ótrúlega góðu verði miðað við gæði! (Keypti mitt á sedonalace.com)

Bourjois Delice De Poudre- Súkkulaði bronzerinn umtalaði- hef notað þennan á hverjum degi síðan ég fékk hann og er mjög ánægð með lúkkið sem hann gefur. Á nokkrar svipaðar vörur en mér finnst þær alltaf verða svo appelsínugular á húðinni. Ég nota þetta svona til að færa smá lit í andlitið eftir að ég set BB kremið á- til að fá smá sunkissed lúkk áður en ég skyggi svo með dekkri bronzer. Algjört uppáhald. og ég var rosa glöð að sjá að þetta fæst í Lyfju (allavega á Akureyri) annars pantaði ég mitt svona á asos.com.

e.l.f. dramatic gerviaugnhárin- Uppáhalds gerviaugnhárin mín- svo ódýr og endingargóð. Get notað mín alveg endalaust mikið áður en ég þarf að henda þeim og svo finnst mér þau bara svo falleg. Ekki of gervileg and gera samt helling fyrir heildarlúkkið. (Kaupi mín af eyeslipsface.is)

e.l.f. Mascara primer- Hef nokkrum sinnum talað um þessa vöru áður. Primer sem maður setur á augnhárin áður en maður setur maskarann sinn- og eins og ég hef sagt að þá getur þetta gert jafnvel lummulegustu maskara flotta. Krúsjal í maskararútínunni minni þar sem ég er sjúk í þykk, löng og chunky augnhár en nenni ekki alltaf að vera að setja á mig 5 týpur af maskara. (Kaupi minn hjá eyeslipsface.com)

Lioele Triple The Solution BB Crem- Jææææja... Allir orðnir langþreyttir á áráttunni minni þegar kemur að þessu BB kremi. Þetta er mjög vinsælt BB krem sem ég hafði heyrt marga lofsama áður en ég ákvað að splæsa í það og ég er svo glöð að ég lét verða að því. Ég nota aldrei neitt annað en þetta BB krem, sama hvað! Var að byrja á túpu númer 2 eftir að hafa notað fyrri túpuna í næstum ár. Þarf að fara að gefa öðrum BB kremum séns- en á mjög erfitt með að slíta mig frá þessari elsku! (Ég kaupi mitt á prettyandcute.com)

Maybelline color tatto augnskuggarnir/augnskuggagrunnarnir- Kynntist þessum elskum bara seint á þessu ári og er strax sjúk. Á reyndar bara þrjá liti- Eternal Gold, On and on bronze og Permanent Taupe en fýla þá alla í botn! Hvort sem er bara eina og sér eða sem grunnar fyrir aðra augnskugga. Langar núna í alla litina því þessir sem ég á eru nú þegar notaðir að minnsta kosti að hluta til í nánast öll lúkk sem ég geri. Hlakka til að prufa fleiri! (Fæ mína á feelunique.com en þeir fást líka í Hagkaup)

Taylor Swift- Wonderstruck ilmvatnið- Hef líka ansi mikið talað um þetta ilmvatn en það er eitthvað við þessa lykt sem ég er sjúk í. Á ekkert mikið af ilmvötnum og er svona hægt og rólega að koma mér upp safni, en í augnablikinu á ég erfitt með að nota eitthvað annað en alltaf bara þetta (þó ég sé alltaf að reyna að mixa hlutina aðeins upp). Eins og ég hef áður sagt fæ ég líka alltaf svo mikið hrós þegar ég er með þetta ilmvatn og ég er endalaust spurð hvaða ilmvatn ég sé með. Svo ég er ekki eini aðdáandinn. (Keypti mitt á feelunique.com)

Naked 2 palettan frá Urban Decay- það er skemmst frá því að segja að það er mjög erfitt að gera upp á milli Naked 1 og 2. En í þetta skiptið fær Naked 2 palettan sæti á árslistanum því ég hef notað hana miklu meira upp á síðkastið og hún er liður í daglegu förðunarrútínunni minni. Einhver sagði að maður þyrfti ekki að eiga bæði 1 og 2, en ég er mjög þakklát fyrir að hafa keypt þessa, þó ég ætti fyrri palettuna- engin er verri þó hann sé að drukkna í augnskuggum? Þið vitið?
Langaði að taka þennan gæja á nágrannan um daginn þegar fólk í íbúðinni við hliðina voru með læti (við erum óheppnust með nágranna á öllu Íslandi held ég bara... líklega er löggan hérna svipað oft og íbúarnir) En í einu flippinu ákvað fólk að dúndra sér og öðrum í veggina (og akkúrat vegginn sem liggur inn í stofuna mína) en þar hafði ég komið fyrir í fallegri uppstillingu Naked 2 palettunni minni. Í þriðja eða fjórða "vegg-knúsinu" flaug Naked 2 palettan mín niður á gólf og helmingurinn af skuggunum losnaði úr auk þess sem einn skugginn smallaðist. My precious! Náði sem betur fer að laga það með yfirburða hæfni minni og kunnáttu. En þið vitið- bömmer!


Takk fyrir lesturinn kæra fólk!
Býst við að henda inn myndabloggi á næstunni.

-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest7 ummæli :

 1. Hefði ekkert verið á móti því að hafa 30 hluti á listanum! :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ó haha! Ég er alltaf svo hrædd um að bloggin séu of löng, ég kanski skelli inn restinni af listanum við tækifæri :)

   Eyða
 2. Ég var að pæla hvort þú gætir gert eitt blogg um síður sem selja snyrtivörur og senda frítt til íslands - eða bara síður sem þú hefur pantað á og virkað vel (:
  Kíkji alltaf reglulega á bloggið þitt, finnst mjög gaman að því :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já ég gæti skellt í svoleiðis blogg (: Reyndar ekkert rosalega margar sem senda frítt til Íslands- ég ég get skellt saman lista yfir uppáhalds síðurnar mínar :)

   Eyða
 3. Hvernig er tollurinn þegar þú pantar hingað heim ? :)

  Kv. Hildur

  SvaraEyða
  Svör
  1. Það fer bæði eftir því hvaða síðu þú pantar á og frá hvaða landi. Og svo auðvitað mest eftir því hvað þú kaupir dýrar vörur- því dýrari sem varan er því dýrara er að borga undir hana- getur einnig átt við ef pakkinn er mjög þungur.
   Mæli með að nota tollreiknivélina http://www.tollur.is/reiknivel - þá geturðu vitað svona nokkurn veginn hvað tollurinn verður- og svo fer sendingakostnaðurinn bara alveg eftir fyrirtækjum og jafnvel hvar fyrirtækið er staðsett :)

   Eyða
 4. Hvaða shade notaru í rimmel púðrinu? :)

  SvaraEyða