Andlit helgarinnar #2

Jæja,
önnur helgi komin og farin. Ákvað að deila líka með ykkur meiköppi helgarinnar fyrir þessa helgi. Hugsa að þetta sé ágætis ávani að deila með ykkur andlitum helgarinnar ef að ég hef eitthvað málað mig það er að segja.

Laugardagur:
Rauðbrúnnt demi-smokey. Einfalt og þægilegt- brenndur appelsínubrúnn yfir allt augnlok og blandað lauslega með ljósbrúnum skuggum upp fyrir glóbuslínu. Svo auðvitað vængjaður eyeliner... alltaf.

Sunnudagur:
Dökkbrúnt smokey með bronzuðu yfirbragði- eins og með lúkkið hér að ofa, mjög einfalt og fljótlegt. Er ekki mikil smokey manneskja- finnst augun mín alltaf eitthvað svo klikkuð með svona dökkri umgjörð- aldrei alveg nógu ánægð með þau. En fólkið í kringum mig fýlar þetta... Og þetta er ágætis æfing fyrir svona anti-smókista!


Meira og merkilegra var það ekki þessa helgina! :)
Takk fyrir innlitið!

-Katrín María
10 ummæli :

 1. ARRGGG!! HÁRIÐ! Mikið ótrúlega ertu fín!

  SvaraEyða
 2. Taakk! Aðeins dekkra en ég ætlaði mér.. en það verður að hafa það :D haha

  SvaraEyða
 3. Váá geðveikt á þér hárið! :D - Aníta Ösp

  SvaraEyða
 4. Ööööh halló! Vá hvað þetta fer þér fáránlega vel! :) Ómæ ég trúi þessu ekki, þú ert ótrúlega sæt svona dökkhærð :)

  SvaraEyða
 5. Flott á þér hárið! :) Ég er búin að fá skin79 BB kremið. Ég er mjög hrifin af því. Það er aðeins þynnra en Lioele og það er líka aðeins ljósara á litinn, sem hentar mér reyndar ágætlega. Mér finnst betri lykt af því en Lioele kreminu. Ég hef samt ekki ennþá prófað mig nógu mikið áfram með það en það lofar mjög góðu! Keypti þetta: http://www.prettyandcute.com/Skin79-VIP-Gold-Super-Plus-Beblesh-Balm-40g-p1794.html

  SvaraEyða
 6. Takk! :)
  Okei snilld- já ætli Lioele sé ekki bara með þeim þykkari á markaðnum- og er sammála með lyktina af Lioele... svolítið skrítin fyrst þegar maður er að setja það á.
  En snilld takk fyrir að láta mig vita :) Ég get þá kanski hugsanlega bent fólki sem finnst Lioele kremið of dökkt á Skin79 kremið!

  SvaraEyða
 7. Ég hlakka til að prófa það í fyrramálið á allsbera húð og sjá hvernig endingin er yfir daginn. I will keep you posted. ;)

  SvaraEyða
 8. vá halló velkomin í brúnettu klúbbinn :D klæðir þig vel eins og allt gamla ! :D

  SvaraEyða
 9. Já Sigrún endilega láttu mig vita!

  Haha já Júlíana þetta entist ekki lengi- bleach blonder er svo high maintenance! :D

  SvaraEyða