Að búa til augnskugga!

Í þessari færslu ætla ég að sýna ykkur hvernig hægt er að búa til þjappaðan augnskugga úr duftaugnskuggum (pigments).
Ég veit að það er mjög algengt að fólk seilist síður í duftaugnskuggana heldur en hina, því það er oft mikið subb í kringum duftið og maður þarf að passa mjög vel að þeir fari ekki út um allt andlit.
Fyrir þá sem eiga slatta af fallegum duftaugnskuggum sem þá langar að nota en hafa sig ekki í það, þá er ótrúlega góð hugmynd að breyta þeim bara í "fasta" augnskugga.
Svo er ennþá skemmtilegra að blanda nokkrum duftskuggum saman og búa til sinn eigin augnskugga!
Mjög einfalt og fljótlegt og ótrúlega spennandi að mínu mati.
Ég gerði þennan í gærkvöldi:

Byrjið á að velja ykkur einhver pigment sem þið haldið að væri fallegt að blanda saman. 

Setjið þau svo saman á disk (líklega þægilegra í skál eða bolla samt)

Ég blandaði saman og svo bætti ég smá glimmeri við, sem situr þarna ofan á hrúgunni.

Þegar öllu hefur verið blanda saman skellið þið duftinu í augnskuggaform (eða eitthvað ílát sem er hentugt undir augnskugga)

Svo bleytið þið allt saman með alkóhóli ( eins og þegar maður lagar brotin púður) ég notaði e.l.f. daily brush cleaner spreyið mitt. Smá subbulegt því það er í spreyformi, svolítið meiri kraftur en ég reiknaði með haha. 


Svo takið þið eitthvað tau (ég notaði viskastykki, sem var mjög þægilegt) og þjappið augnskugganum vel niður í formið. Mæli með að byrja á að þjappa "leðjunni" eins fast og maður getr með lófanum (samt viskastykki á milli) og svo að nota eitthvað hart og hringlótt til að þjappa enn betur. 

Svo látið þið þorna yfir nótt og svona var þetta daginn eftir. Ekkert smá fallegur fjólublár glimmer augnskuggi. Samt ekkert chunky glimmer í honum, bara svona fallegt sparkle. Skelli honum pottþétt í lúkk á næstunni og sýni ykku ;)


-Katrín María
12 ummæli :

 1. Vá þetta er sjúkt!
  Ég var að panta BB krem frá Skin79, gullituðu týpuna. Hefuru prófað það? Ég á Lioele kremið líka og elska það, er mjög forvitin að vita hvernig hitt er. :)

  SvaraEyða
 2. Takk stelpur! Ótrúlega gaman að leika sér með mismunandi liti :D

  Og Nafnlaus- Ég hef ekki prófað Skin79 en þegar ég pantaði Lioele Triple the solution stóð einmitt valið á milli þess og gulllitaða Skin79! Heyrði að þau væri rosalega svipuð og bæði geggjuð en ákvað að prufa Lioele fyrst því það átti víst að þekja örlítið betur (víst mjög lítill munur samt).
  Langar sjúklega að prufa Skin79 fyrst ég varð svona hrifin af Lioele- mátt endilega láta mig vita hvernig það er og hvort það er mikill munur :D

  SvaraEyða
 3. Vá, þetta er algjör snilld! Ég fór beint í það að búa til minn eigin :) Hlakka til að sjá hvernig hann kemur út þegar hann þornar.

  SvaraEyða
 4. Ég skal láta þig vita. Keypti líka annað Lioele í leiðinni svo ég ætti að vera BB kremuð út árið. :D Ps.Mæli með að skoða retailmenot.com áður en þú pantar, fékk 15% afslátt hjá prettyandcute.

  SvaraEyða
 5. Fjóla þú verður að senda mér mynd eða pósta henni á facebook vegginn hjá Glimmer&Gleði! Er of spennt að sjá :D

  Og Nafnlaus ég verð að tékka á því er alltaf að leita af góðum kóðum til að fá afslátt!!
  Ps. Aldrei slæmt að eiga nóg af BB! :)

  SvaraEyða
 6. Já, ég skal gera það þegar ég kem heim úr skólanum :)

  SvaraEyða
 7. Hvar fékkstu svona augnskuggaform? :)

  SvaraEyða
 8. Heyrðu þetta sem ég notaði var bara undan gömlum augnskugga sem var eiginlega búinn og ég nota ekkert lengur- braut bara gamla augnskuggan úr og notaði það.
  En annars hér: http://www.coastalscents.com/make-your-own-100/press-your-own.html

  þarna eru 8 svona form á 450 kr.-
  og svo eins og þú sérð er hægt að kaupa litlar "dósir" sem halda einum augnskugga eða stórar palettur sem halda frá fjórum og upp í 28 augnskugga. Allt úr segul svo það er hægt að setja þetta saman og breyta eins og maður vill :)

  Mjög góð þjónusta á þessari síðu og alveg öruggt :)

  SvaraEyða
 9. Frábært, takk kærlega :D

  SvaraEyða
 10. Úúu þetta er geðveikt! Ekkert smá sniðugt að geta gert svona sjálfur, ætla pottþétt að gera svona úr mínum duftskuggum sem ég nota aldrei :) Snilld!

  SvaraEyða