Uppáhalds "bjútý-gúrúar" á youtube!

Fékk fyrirspurn hér á blogginu um daginn um að skella inn uppáhalds youtube- gúrúunum mínum og það er ansi sniðugt hugmynd þar sem ég er oft spurð!

En fyrir þá sem ekki vita að þá er ég youtube sjúk og youtube er svona aðalástæðan fyrir því að ég varð allt í einu makeupsjúk í byrjun 2011 (en þar áður mátti teljast gott ef ég setti á mig eitthvað meira en bara maskara og ég var algjörlega týnd þegar kom að förðun)- ég eyði mjög miklu af frítímanum mínum í að horfa á vídjó á youtube þar sem stelpur fjalla um snyrtivörur, mála sig, mála aðra og svo framvegis! Restin af frítímanum fer líklega í að mála mig aftur og aftur og aftur- og það besta sem ég geri þegar ég er t.d. andvaka er að setjast við snyrtiborðið mitt og töfra fram einhver lúkk- til þess eins að þurrka þau svo af aftur fyrir svefninn! Róandi, góð æfing og algjörlega það skemmtilegasta sem ég geri!

Ég er "subscriber" hjá 127 youtube rásum- í sumar voru þær yfir 200 en ég tók aðeins til. Í kringum 10 þeirra eru ekkert makeup tengdar- restin eru svokallaðir bjútýgúrúar.
Ég ætla að telja upp svona helstu sem eru í uppáhaldi hjá mér í engri sérstakri röð :) (Það var mjög krefjandi að velja úr!)

Nicole Guerriero- Nicole er klár að mála sig, er dugleg að versla snyrtivörur og sýna þær (elska svoleiðis vídjó) og svo er hún ótrúlega fyndin og skemmtileg- svona bubbly og lifandi karakter eins og mér finnst skemmtilegast að horfa á- er ekki mikið fyrir þessar vélrænu stelpur sem virðast bara tala eftir handriti í vídjóunum sínum.
Hennar youtube rás.

nikkietutorials- Nikkie er hollensk stelpa sem ákvað að byrja á youtube þrátt fyrir að eiga í svolitum erfiðleikum með enskuna. Hún sló fljótlega í gegn enda er hún pjúra talent- svo ótrúlega hugmyndarík og klár að mála! Skemmir ekki fyrir að hún er sjúklega fyndin- svo það er ekki ólíklegt að manni stökkvi bros þegar maður horfir á vídjóin hennar. 

makeupbytiffanyd- Tiffany er svoddan "guðmóðir" youtube gúrúana- hún hefur verið í makeup vídjó gerð lengi og er mjög klár make up artisti. Hún gefur líka ítarlegar umfjallanir um vörur sem hún fær sendar og er dugleg að versla, svo maður fær að fylgjast með þessu nýjasta á markaðinum í gegnum hana. 

evelinicutza- Evelina Barry er upprunalega frá rússlandi en hún fluttist til ameríku á táningsaldri, þessi stelpa leggur meiri áherslu á tísku og öllu henni tengdu, en þar að auki er hún algjör snillingur í DIY verkefnum þar sem hún kennir manni skref fyrir skref að búa til allskonar fallegt dunderí! Hún er fyndin, MJÖG hæfileikarík og maðurinn hennar er myndavélagúrú og vídjógerðar snillingur svo vídjóin hennar eru alltaf ótrúlega pro og flott!
Youtube rásin hennar

Shaaanxo- Shannon er frá Nýja-Sjálandi, hún er sjálflærð í förðun og er nokkuð klár, hún er dugleg að gera "getting ready" videos sem ég elska að horfa á og svo hendir hún inn "outfit of the day" vídjóum annað slagið. Mér finnst hún skemmtilegur karakter og hef kynnst þónokkrum af uppáhalds vörunum mínum í gegnum hana.
Youtube rásin hennar

CarliBel55- Carli er mjög klár í förðun! Hún er dugleg að setja inn allskonar ótrúlega flott lúkk og myndbönd sem kenna ákveðna tækni við hina og þessa förðun. Mér finnst svo róandi og notalegt að horfa á hana, hún er eitthvað svo jákvæð, góð og falleg! haha :) Ein af mínum allra uppáhalds!

TymeTheInfamous- Tyme White er sjúklega góður förðunarfræðingur. Ég elska elska elska öll lúkkin sem hún setur inn- en það er alltaf eitthvað extreme, litagleði og glimmer og fjör! Hún er algjör snillingur, blöndunin hennar er alltaf flawless og samsetningin á makeöppinu bara oftast geggjuð finnst mér. Unaður að fylgjast með henni mála sig. Hún vinnur sem förðunarfræðingur hjá MAC og notar því mikið af vörunum þeirra. ( Sem þýðir að hægt og rólega er mig farið að langa í ansi margt frá MAC haha) En hún er líka dugleg að nota allskonar öðruvísi vörur.
Youtube rásin hennar

laurenbeautyy- Lauren er áströlsk stelpa og hún gerir ótrúlega flott vídjó. Hún er mjög klár að mála sig og setur oft inn skemmtilega klæðileg djammlúkk sem er gaman að endurgera. Vídjóin hennar eru mjög flott og vel gerð og það er gaman að horfa á hana. Hún vinnur í augnablikinu sem förðunarfræðingur hjá Bobbi Brown.
Youtube rásin hennar

AndreasChoice- Andrea er ein af þeim fyrstu sem ég fór að fylgjast með á youtube. Vídjóin hennar eru mjög fjölbreytt og mjög skemmtilega gerð! Mér finnst gæði og uppsetning á vídjóum alltaf svo krúsjal atriði. Hún setur inn vídjó af allskonar skemmtilegum makeup lúkkum, DIY verkefnum, allskonar outfit hugmyndum og mörgu öðru. Hún er ótrúlega hressandi og skemmtilegur karakter líka.

amarixe- Allison er alltaf glöð og brosandi- sem er smitandi eiginlega. Hún er ótrúlega klár að setja saman fallega augnförðun og fjalla um hinar og þessar spennandi vörur. Þar að auki setur hún inn allskonar bland vídjó og svo er hún með auka youtube rás þar sem hún myndar sitt daglega líf.
Vídjóin hennar eru mjög pro og skemmtilega sett upp og það er gaman að hlusta á hana fjalla um hitt og þetta tengt förðun og snyrtivörum.
Youtube rásin hennar

icallitambrosia- Rahcel er ekki týpískur youtube gúrú á neinn hátt. Hún er mjög fyndin- mjög dónaleg (oft) og mjög skoðanaglöð. Það er snilld að fylgjast með henni, hún er klár að mála sig og setja inn skemmtileg og einföld lúkk- en þar að auki blótar hún mikið og situr ekki á skoðunum sínum, sem er ótrúlega hressandi og óvenjulegt. Ég er alltaf iðandi af spennu þegar ég sé nýtt vídjó frá henni poppa upp!
Youtube rásin hennar

fashionista804- Sophia er ofurskvísa sem klæðir sig alltaf mega töff (finnst mér). Hún er ekki bara klár að setja saman outfit og deila með okkur heldur er hún líka dugleg að skella í skemmtileg makeup lúkk. Hún er mjög hress týpa og fyndin. Mér finnst rosa gaman að fylgjast með henni!
Youtube rásin hennar

lisaeldrigedotcom- Lisa Eldridge er náttúrulega bara pro pro pro og ekkert annað. Ætti ekki að þurfa að útskýra neitt frekar afhverju hún er í uppáhaldi. Hún farðar stjörnurnar fyrir hina ýmsu Hollywood viðburði, tímarit og allt í þeim efnum. Hún er ótrúlega klár, enda búin að vera í bransanum í lengri lengri tíma og vel metin í Hollywood. Hún er dugleg að setja inn vídjó- bæði um hvernig hún málar hinar og þessar stjörnur, býr til allskonar falleg lúkk á hin ýmsu módel sem hún fær lánuð og fjallar um háklassa vörur. Idolið!
Youtube rásin hennar

makeupgeektv- Marlena er mjög klár förðunarfræðingur sem unaður er að fylgjast með. Hún er þessi jákvæða góða týpa sem er alltaf með bros á vör í vídjóunum sínum- þar sem hún býr til óteljandi falleg makeup lúkk í öllum regnbogans litasamsetningum! Hún er einnig komin með sína eigin snyrtivörulínu þar sem er að finna allskonar- en er hún þó þekktust fyrir undraverðu augnskuggana sína sem gefa víst MAC augnskuggum ekkert eftir og eru mun ódýrari!
Youtube rásin hennar

emilynoel83- Emily er ekki aðeins snilldar youtube gúrú sem er dugleg að setja inn falleg make up lúkk- heldur er hún líka fréttakona! Það besta við Emily (fyrir utan hvað hún er alltaf hress og skemmtileg) er líklega að ef þú villt heyra sannleikann um snyrtivörur- þá leitaru af vídjóum frá henni. Algjörlega hreinskilnar og mjög nákvæmar umfjallanir um hinar ýmsu snyrtivörur- sérstaklega snyrtivörur sem eru "trending" á hverjum tíma. Hún er einnig dugleg að versla það nýjasta og fjalla um það- sem ég hef mjög gaman að!
Youtube rásin hennar


madeyewlook- Alexys er ný á youtube (svona nokkuð ný) og ég rakst nýlega á hana. Finnst hún eiga skili miklu fleiri fylgjendur því hún er ótrúlega klár í förðun- og þá sérstaklega svona öðruvísi förðun og allskonar fantasíuförðun. Ótrúlega gaman að fylgjast með hvað hún er hugmyndarík og dugleg að "fara alla leið" með lúkkin.
Youtube rásin hennar
dulcecandy87- Dulce er gift, á lítinn strák, var í hernum í 3 ár og er algjör tísku gúrú! Hún er ótrúlega hress og skemmtileg stelpa, hún er svo metnaðarfull að maður fær samviskubit, hún er klár að mála sig og setja inn hin ýmsu lúkk, hún er mikill verslari og er dugleg að deila því með áhorfendum sínum, hún býr í sjúklega fallegu húsi þar sem hún er með risastórt herbergi bara undir snyrtivörurnar sínar og öll fötin sín og skónna- ég verð alveg veik að horfa á "closet/office tour" vídjóið hennar. Hún er óhrædd við að láta drauma sína rætast og stökkva á þau tækifæri sem hún sér í kringum sig. Elska að fylgjast með henni og sjá hvað henni gengur vel því þegar ég byrjaði að horfa á hana fyrir nokkuð löngu voru hlutirnir aðeins öðruvísi :)
Youtube rásin hennar

Ég biðst afsökunar á hversu margar stelpur ég talaði um hér- ég átti erfitt með að hemja mig, en eins og ég segi að þá er þetta aðeins brot af þeim sem ég fylgist með og þar á meðal eru nú líka karlkyns bjútýgúrúar sem eru nú ekkert verri en stelpurnar :) Gat því miður ekki haft þetta blogg endalaust (kanski sérstaklega þar sem ég á að vera að læra fyrir aðferðarfræði próf!)
Takk!

-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

10 ummæli :

 1. Ég trúi ekki að þú hafir sleppt Pixiwoo Katrín! :O

  Nei, ég segi svona.. Þær eru bara klárlega í uppáhaldi hjá mér :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha fyndið að þú skyldi segja þetta! Því ég byrjaði sko á að setja myndir af öllum uppáhalds gúrúunum inn í bloggfærsluna, og svo skrifaði ég undir þær hverja af annarri en svo sá ég allt í einu hvað ég var búin að eyða miklum tíma í boggið (þegar ég á að vera að læra undir próf) svo ég henti út 5 neðsu myndunum en það voru:
   - QueenofblendingMUA
   - Pixiwoo
   - itsbl0ndie
   - FleurdeForce
   - MakeupByLeinaBaaaby

   haha! Og svo var hellingur í viðbót sem ég hefði viljað setja en vissi að engin hefði nennt að lesa um þær allar :D
   En já ég elska Pixiwoo :D

   Eyða
  2. Hehe jæja, þá get ég fyrirgefið þér :) Mátt alveg einhvern tímann koma með framhaldsblogg af þessu!

   Eyða
  3. Já ég á nóg í svona 20 í viðbót eða meira! haha :D Hendi örugglega inn annarri runu seinna!

   Eyða
 2. Vá þetta er skelfilegt! Ég á ennþá eitt próf eftir en ég datt inn í þessar gellur í gær á fullu - og vá hvað ég skil þig núna hvað þú nennir að horfa á þær á youtube. Allur gærdagurinn minn fór eiginlega í það, sérstaklega þessa Rachel og Nicole, þær eru skemmtilegar. Á eftir að skoða hinar líka :) Þannig að ef ég fell á síðasta prófinu mínu - þá er það þér að kenna. Haha djók. En skemmtilegt blogg, ég hef einmitt oft pælt í þessum bjútígúrúum þínum. Love it!

  SvaraEyða
 3. Æðislegt
  þekki þig ekkert en finnst mjög gaman að skoða bloggið þitt :-) Er orðin sjúk í hinar og þessar snyrtivörur eftir að hafa séð þig fjalla um þær!
  En ég var að pæla hvort þú gætir einhvern tíman gefið make-up tips fyrir þær sem eru með lítil augu/augnlok :-)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk kærlega fyrir það! :)
   Heyrðu já það ætti að vera hægt- ertu að meina stutt frá efri augnháralínu og upp að augabrúnum? Eða svoleiðis eitthvað? :D

   Eyða
  2. Ég persónuleg er með stutt bæði :) s.s. frá hægri til vinstri og frá augnhárum og að globus línu :)

   Eyða
 4. Elska bloggið þitt! Var að rekast á það núna fyrir tilviljun. Flott umfjöllun um gúrúa... svo skrítið að hugsa sér að það séu fleiri íslendingar sem eru að horfa á svona. Stelpurnar í kringum mig vita aldrei hvað ég er að tala um. Nefndir margar sem ég fíla. Sá að þú skrifaðir FleurdeForce, finnst þú ættir að kíkja á bestu vinkonu hennar MissGlamorazzi ef þú hefur nú ekki þegar gert það.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já ekki oft sem maður heyrir af fólki sem er inni í þessu youtube-gúrúa dæmi!
   Og já elska MissGlamorazzi, fann einmitt Fleur í gegnum hana :D

   Eyða