Smávegis nýtt í safninu!

Smá bloggleti að hrjá mig svona í byrjun jólafrís- algjörlega týpískt að vera on fire á meðan prófin eru og svo um leið og ég hef tíma til að blogga dettur allt niður haha!
En næsta vika verður svo mega skemmtileg hér á blogginu að ég er bara að preppa mig!

Það verður semsagt svona jóla/áramóta collab vika sem ég og Júlíana vinkona mín ætlum að vera með!
Fyrir þá sem ekki þekkja Júlíönu að þá er hún hárgreiðslukona og planið er semsagt að alla dagana í næstu viku (vikunni fyrir jól) mun koma inn eitt áramóta eða jóla makeup look á dag ásamt greiðslu til að gefa lesendum hugmyndir um hvernig hægt sé að skvísa sig upp fyrir jólin!
Það verða að vísu ekki skref-fyrir-skref myndir, en vonandi nóg til þess að gefa ykkur hugmyndir og svo smá leiðbeiningar :) Vona að þið hafið gaman að því!

En allavega, að máli dagsins:

Keypti mér aðra túpu af mínu heittelskaða BB kremi- reyndar enn ekki búin með hina, en fínt að eiga back-up, sérstaklega því ég þarf að panta þetta frá útlöndum. 

Keypti fjólublátt sjampó til að losna við gula litinn úr hárinu mínu. Hands down klikkaðasta fjólubláa sjampó í heiminum- maður þarf að passa sig að hafa það ekki lengi ef maður er með mjög ljóst hár, því það verður sko fjólublátt! haha... en tekur allan gulan lit burt undir eins! Like-it-alot!


Fann svo þessa snilld í Tiger- en ég á allskonar glimmer sem eru í mörgum dollum um allar skúffur hjá mér og mig hefur alltaf langað í svona "stackable" dollur, þessar eru allar skrúfaðar saman, einn svona stakkur með 7 dollum er á 400 kr.- svo ef manni vantar fleiri hólf er hægt að kaupa annan stakk og festa við þennan (eða hafa þá í sitthvoru lagið auðvitað haha) Einsgott að vera með glimmerið under control fyrir áramótin!

Fallegt dagsins:
Úr fallegustu myndinni


-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest2 ummæli :

  1. Vá hvað það er sniðug hugmynd hjá þér og Júlíönu, ég veit að það kemur ef til vill til með að hjálpa mér að fá hugmyndir fyrir jólin og áramótin. Vííí! :)

    SvaraEyða
    Svör
    1. Snilld! Já stundum þarf maður spá inspiration bara :D

      Eyða