Purple fever!

Er sjúk í fjólubláa augnmálningu- hef alltaf verið svolítið þannig, og fékk um daginn fjólubláan krem eyeliner frá e.l.f. (Plump purple) og ákvað að skella í eitthvað fallegt lúkk með honum til að prufa.
Fyrsta samsetningin sem mér datt í hug þegar ég hugsaði um fjólubláan- var fjólublátt og gyllt. Eitthvað sjúklega fallegt við þessa samsetningu (og jafnvel jólalegt!).

Plum Purple krem eyelinerinn frá e.l.f. er ekki jafn mjúkur og svarti krem eyelinerinn- þannig maður þarf að fara kanski tvær umferðir til að liturinn verði sem flottastur- en ef maður á e.l.f. make up mist and set spreyið eða MAC mixing medium spreyið er sniðugt að spreya því ofan í dolluna svo hann verði blautari og auðveldari að vinna með. Gæti verið að bara dollan sem ég fékk hafi verið í þurrari kanntinum er ekki viss.
En engu að síður finnst mér hann ótrúlega fallegur! Og hef notað hann ósjaldan síðan ég fékk hann! Svo fallegt að setja vængjaðan eyeliner bara everyday, það er eitthvað svona aðeins öðruvísi- ekki jafn harsh og svartur eyeliner og fer sérstaklega vel með grænum augum!
Sé ekki þennan krem-liner inn á eyeslipsface.is síðunni- en það er annar fjólublár liner og svo nokkrir aðrir fallegir litir í boði.

En ég gerði allavega þetta look- og mér finnst það svo fallegt að mig langar að vera með það á jólunum, jafnvel þó ég myndi venjulega vera með aðeins meira natural augnmálningu og rauðan jólavaralit- en þetta er bara svo fallegt og fínt!

Á vörunum á myndinni hérna fyrir ofan er ég svo með e.l.f. lipstain í litnum First Date og ég er sjúk í hann! Veit að hann er full sumarlegur en ég stenst ekki mátið, einn af fáum litum þar sem mér finnst ég ekki allt of kellingarleg.
Ég myndi segja að varan sé merkt vitlaust- ég myndi ekki kalla þetta lip stain, því þetta blettar ekki varirnar, en ég myndi segja að þetta væri long wear lip colour- s.s. bara einskonar fljótandi varalitur með glossi yfir. Hann endist ansi lengi, ég get borðað, drukkið heitt te og verið ennþá með slatta af lit á vörunum, en ef ég þurrka hann af með pappír þá fer hann alveg af (annað en venjulegt er með lip stains- sem bletta varirnar svo það er pínu eins og maður hafi verið með rauðan sleikjó eða íspinna o.s.f.v.) En mér finnst fínt að hann bletti ekki- í staðinn endist hann bara rosa lengi og er ekkert klístraður- ég finn ekki fyrir honum á vörunum (finnst óþolandi að finna eitthvað klístur á vörunum)- hann virðist vera rakagefandi líka, því það er eins og maður sé bara með varasalva eða vaselín á vörunum og hann þurrkar ekki.
Mun koma til með að sökkva mér í kaup á fleirum litum fyrir næsta sumar, enda svo sumarlegir og fallegir litir!


Plum purple eyelinerinn er þarna númer 3 og First Date lipstain er númer 2. Númer eitt er svo e.l.f. rakagefandi mineral lip tint í Guava- rosa sætur litur, góður varasalvi og alveg eins og nammi á bragðið. 

Fallegt dagsins:-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

1 ummæli :