Nóvember uppáhalds 2012!

Vill minna á facebook síðu Glimmer&Gleði! Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um ný blogg ASAP ;)
Átti gríðarlega erfitt með að hemja mig í að velja vörur í þetta blogg- sérstaklega þar sem ég gerði ekkert uppáhalds í október. En með tilliti til þess að nú nálgast áramót og ég fer að skella inn "Uppáhalds árið 2012" Ákvað ég að halda aðeins aftur af mér (þó það tækist aðeins með herkjum).

En svona er þetta:
Rimmel match perfection concealer og highlighter--> Hyljari og highlighter- algjör drauma baugafelari, tala nú ekki um núna í prófatíðinni þegar maður er með bauga niður á höku en er kanski ekki beint að nenna að mála sig fyrir próf- gott að skella aðeins svona á baugana svo maður hræði ekki fólk. Instantly meira vakandi (í útliti.. aldrei í alvörunni) hahah (Kaupi á www.feelunique.com)

e.l.f. Gotta Glow- highlihter sem ég nota aðallega á kinnbeinin- fyrsti svona þar til gerði highlighterinn sem ég hef eignast. Er svolítið púðraður en lúkkið sem hann gefur er overall mjög gott. Lífgar upp á meiköppið.

Naglalakkblanda mánaðarins var klárlega Red Velvet frá e.l.f. og Devine Swine frá O.P.I. yfir- er sjúk í glimmer eins og áður hefur komið fram og er búin að naglalakka mig endalaust með þessu undanfarið, um leið og það fer að detta af set ég það upp á nýtt! Obsession.

BESTA ILMVATN mánaðarins er klárlega Wonderstruck frá Taylor Swift! Sjúk í lyktina og hata ekki öll hrósin sem ég fæ þegar ég er með hana, fæ endalausar fyrirspurnir um hvaða yndæla ilm ég sé með. Krúttlega flaskan skemmir heldur ekkert... (Kaupi á www.feelunique.com)

e.l.f. studio kinnalitur í Mellow Mauve- get með hreinni samvisku að ég er ekki búin að nota neinn annan kinnalit en þennan allan mánuðin... og á hverjum degi- jafnvel þó ég máli mig ekki að þá skelli ég smá svona á kinnarnar. Smá silvur glans í honum þannig að hann veitir líflegan roða og svo highlightar hann kinnbeinin í leiðinni. Aldrei verið svoooona föst í einum og sama litnum svona lengi. 

e.l.f. mascara primer- eins og ég hataði svona maskara primer einsu sinni! Að þá elska ég þennan alveg rosalega mikið- er búin að komast að því að ég get látið nánast hvaða lélega maskara sem er verða margfalt betri ef ég nota þetta undir. Og minn svona er búin :( Bíð spennt eftir nýrri sendingu!

Okei. Ég get ekki sagt nógu margt gott um þetta rakakrem. Er búin að kvíða því að fjalla um það því ég á eftir að hljóma eins og einhver trúarofstækismaður! En vá... mínar fyrri pælingar um að ekkert rakakrem væri betra en annað, flest væru sæmileg og ekkert virkar í alvörunni-alvörunni á þurrkubletti o.s.f.v..... segjum bara að ég megi endilega og helst bara algjörlega gleypa þær pælingar ofan í mig aftur. Ég er alltaf og hef alltaf verið með "virka" þurrkubletti í andlitinu, sem er andstyggð að mála yfir (ekkert hrikalega fallegt).. jújú litlir og lítið áberandi, en pirra mig alveg heilan helling. Virkar ekki einu sinni að drekkja þeim í vaselíni! Með "virkir þurrkublettir" á ég við þurrkubletti sem koma alltaf á sömu stöðunum aftur og aftur, hverfa svo kanski í nokkra daga en koma svo strax aftur og alltaf á sama svæðinu í kanski 3 mánuði, þar til þeir færa sig svo á nýtt svæði o.s.f.v. Þegar ég keypti þetta krem var ég með 2 eða 3 svoleiðis vísðvegar um andlitið (verst á veturna auðvitað), daginn eftir voru þeir horfnir... nú er næstum mánuður síðan og ég hef ekki svo mikið sem séð vott af þurrkublett neinstaðar í andlitinu á mér síðan. Sem er kraftaverk!!! Fyrir utan það (eins og það sé ekki nógu frábært) þá er húðin á mér bara eins og barnsrass- að öllu gríni slepptu. Kærastinn minn var í sjokki fyrstu dagana alltaf þegar hann kom við kinnarnar á mér, eins og strjúka glansandi fínu kínversku silki! haha.. dollan er líka að fara að endast mér næsta árið held ég bara! (Keypti mitt í Kosti)

Að lokum er það Rimmerl Stay Matte púðrið- Púður sem ertir ekki húðina mína og er, þótt ótrúlegt megi virðast- mjög duglegt við að halda andlitinu möttu. Man ég málaði mig og vinkonu mína með því fyrir djamm um daginn, og svo fórum við og dönsuðum af okkur rassinn í steikjandi dansgufubaði á pósthús. Fórum svo í pissupásu og maður var að búast við andlits-slysi því maður fann að maður var farin að svitna aðeins í framan. Neinei, þrátt fyrir að halda að maður væri sveittur og glansandi, komum við inn á klósett bara svona hel-mattar með allt meiköppið á sínum stað. Frekar sátt með þetta púður! (Keypti mitt á www.asos.com eða www.feelunique.com) Var búið á Asos um daginn. En báðar síður senda frítt til Íslands.

Aðeins út fyrir snyrtivörurnar- en svart te er klárlega nýja uppáhaldið! Ómissandi gegn einbeitingarskorti í prófalærdómi og hlaðið af allskonar fríðindum fyrir kroppinn. Til að nefna smá af góðri virkni; langvarandi neysla getur unnið gegn krabbameini (sérstaklega í munni af völdum tóbaksneyslu), styrkir æða- og hjartakerfið, getur minnkað líkur á hjartaáfalli eða heilablóðfalli, minnkar líkur á blóðtöppum, gott fyrir munnlega heilsu og vinnur gegn tannskemmdum, eykur brennslu, gefur betri einbeitingu, styrkir ónæmiskerfið, minnkar ýmsar bólgur sem geta orðið í líkamanum, vinnur gegn allskonar bakteríum. ALLSKONAR! Koffínið í teinu örvar mann án þess að örva hjartað á þann hátt sem t.d. kaffi gerir. Svart te er í rauninni grænt te, bara þurrkað aðeins lengur og er því dekkra og bragðmeira. Þar sem ég drekk ekki lengur gos nema við einhver hátíðleg tækifæri er þetta frábært svona með vatnssötrinu- til að halda sér vakandi og hressum. Ég hef bara verið að prufa nokkrar týpur af svörtu tei frá merkinu Numi organic tea. Hlakka til að prófa fleiri tegundir!

Lög mánaðarins:
Stay- Rihanna ft. Mikky Ekko

Hanging on- Ellie Goulding ft. Tinie Tempah

Er búin að vera sjúk í þessi tvö lög- varla búin að hlusta á neitt annað þennan mánuðinn!


Fallegt dagsins:
-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

10 ummæli :

 1. Uppáhaldsbloggin mín eru uppáhaldsbloggin þín ! (twisted setning)

  kv. Hildur

  SvaraEyða
  Svör
  1. Haha snilld! :)
   Einu sinni þorði ég aldrei að gera þau því ég hélt að fólk nennti ekkert að lesa þau!

   Eyða
 2. Ú þetta krem hljómar spennandi, ég verð að kaupa það þegar ég fer suður, ég gafst upp á leitinni að hinu fullkomna dagkremi svp ég á ekkert nema kókosolíu og eins og hún er fín sem næturkrem þá hentar hún ekki mjög vel svona á morgnanna.

  Sæunn

  SvaraEyða
  Svör
  1. Nei nákvæmlega, var svo þakklát að finna krem sem virkar OG er gott undir t.d. farða og svoleiðis!

   Eyða
 3. Hvað tekur vöruna langan tíma að berast ef maður pantar frá www.feelunique.com?
  Og er þetta alveg öruggt uppá kortanúmer og svoleiðis?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Það tekur 3-7 virka daga- misjafnt eftir hvort um er að ræða álagstíma eða ekki (:
   Ég hef pantað nokkrum sinnum og alltaf fengið mjög góða þjónustu og algjörlega öruggt.
   Var búin að heyra góð meðmæli frá slatta af youtube- bjútýgúrúum og svona áður en ég keypti (:
   Þetta er allt mjög professional þarna hjá þeim! Þannig að ég persónulega treysti þeim 100% :)

   Eyða
 4. Var búin að lofa að láta þig vita með Cetaphil! Og vá hvað ég get verið sammála hverju einasta orði sem þú sagðir um það. Ég sé núll eftir að hafa keypt það! Algjör SNILLD!!! :D - Eva Alfreðsd.

  SvaraEyða
 5. Gætiru gert blogg um þá sem þú fylgist með á youtube? Langar svo að sjá :)
  Kíki oft á bloggið þitt og svo gaman að fylgjast með þér!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Fylgist reyndar með 117 bjútýgúrúum ( voru yfir 200 en ég var að taka til í subcribtions)
   En já ég skal henda inn svona hverjir eru í algjöru uppáhaldi :D
   Og takk kærlega fyrir :)

   Eyða