Jóla&Áramóta upphitun #4

Dagur fjögur býður upp á annað jólalúkk- þetta jólalúkk er með dass af gulli, dass af glimmeri og dass af öllu öðru fögru og góðu í heiminum<3Við erum að tala um mjög einfalda gyllta augnförðun sem glitrar aðeins og svo ótrúlega fallegan jólasnúð (enda eru uppgreiðslur afskaplega jólalegar eins og ég hef sagt áður!) Ég held að jólaförðunin snúist mikið um að fara ekki yfir strikið- þessvegna er svo tilvalið að skella bara smá gylltum augnskugga á (það þarf ekki einu sinni að nota neitt annað!)

Förðun:
- Gylltur augnskuggi yfir allt augnlok (Smá ljós-shimmer í innri augnkróka sem highlight)
- Ljósbrúnn (1-2 tónum dekkri en húðin) blandað í glóbuslínu bara rétt svo það séu engir skarpir endar á gyllta augnskugganum.
- Svo er þriðja skrefið ekkert möst, en afþví ég átti mjög fínmalað gyllt glimmer, setti ég bara ponsulítið af því yfir gyllta skuggan því ég elska glimmer og desember er sannkallaður glimmermánuður! (Notaði ekkert lím eða svoleiðis, bara smávegis e.l.f. make up mist and set sprey til að bleyta augnlokin svo glimmerið haldist).
-Svo auðvitað vængjaður eyeliner... við hverju bjuggust þið?! Heeeeeeh~~~~~~
Hár:
Falleg laus fiskiflétta með blóma details á hliðinni. Einfalt og fljótlegt :) 

-Kata&Júlíana

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

Engin ummæli :

Skrifa ummæli