Jóla&Áramóta upphitun #3

HóHóHó!
Þriðja lúkk vikunnar er áramótalúkk!Mjög basic semí-smokey með gylltu glimmeri- ekkert over the top dæmi, bara mjög basic og um leið fallegt áramótalúkk!
Hárið sem Júlíana sýnir svo hér í blogginu eru sléttujárnskrullur- villtar og fluffy og henta því vel með áramótalúkkinu.
Bæði hægt að vera með krullurnar einar og sér, en svo er hægt að smella svona fínu blómaksrauti með til að gera greiðsluna aðeins hátíðlegri! (Virkar auðvitað líka flott sem jólagreiðsla).

Förðun:
- Gylltur augnskuggi yfir allt augnlok
- Ljósbrúnn skuggi í glóbuslínu blandað vel upp og út til að auðvelda blöndun á svörtum skugga sem er svo blandað í "ytra vaffið" og upp í glóbuslínuna til að smóka lúkkið að eins upp.
- Svolítið af augnháralími á augnlokið (alls ekki upp í glóbuslínu) og svo gylltu glimmeri pakkað þar ofan á! (Hægt að nota glimmer eyeliner eða glimmerlím- eða hvað sem fólki finnst best til að festa glimmer)

~~~~~~
Hár:
Þetta eru sléttujárnskrullur, reittar og frjálslegar. Lítið sætt blóm sem poppar upp lúkkið á fljótlegan og mjög einfaldan hátt!


-Katrín María & Júlíana

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


4 ummæli :

 1. Þið verðið eiginlega að gera tutorial hvernig maður gerir svona fínar krullur :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Það væri náttúrulega snilld! Spurning hvort Júlíana hafi tíma í svoleiðis- ef ekki þá er þetta myndband allavega mjög fræðandi :D http://www.youtube.com/watch?v=WgUt31h_jag

   Eyða
  2. Júlíana Haraldsdóttir19. desember 2012 kl. 20:35

   Ég hef því miður ekki tíma í það þessa dagana :) en gott er að styðjast við svona vídeó upp á handahreyfingarnar og þannig. Það sem ég gerði var að setja hárið upp og byrja neðst og vann mig upp hausinn. Tók mjög smáar skiftingar til að auka þéttleikann og volumið. Og svo er gott að renna puttunum aðeins yfir krullurnar til að reita þær og svoleiðis svo þær flæði betur og séu ekki of stífar :)

   Eyða
  3. Snilld, takk fyrir þetta stelpur:) Verst að ég er búin að láta klippa mestallt hárið á mér burt, en það verða þá bara stuttar krullur :)

   Eyða