Mér finnst pin-up förðun tilvalin jólaförðun, nokkuð látlaus og fullkomin með ekta rauðum jólavörum!
Að sjálfsögðu eru uppgreiðslur líka fallegar á jólunum og því er pin-up greiðslan tilvalin ef maður vill taka þemað alla leið (:
Förðun:
- Ljós kampavínslitur skuggi yfir allt augnlok (ekki verra að hafa örlítið shimmer í skugganum)
- Ljósbrúnn augnskuggi ( bara aðeins dekkri en húðliturinn manns) blandaður í glóbuslínu- ekki of mikið.
- Vængjaður eyeliner og eldrauðar jólavarir!
![]() |
Skemmir alls ekki fyrir ef maður á einhverstaðar gerviaugnhár til að setja með ;) |
~~~~~~
Hár:
Falleg uppgreiðsla með nokkrum krulluðum lokkum og hárbandi- að sjálfsögðu er hægt að nota hvernig hárband sem er, hægt að velja eitthvað jólalegra og þessvegna hægt að sleppa því ef vill :)
-Katrín María og Júlíana
Facebook - Youtube - Twitter - Tumblr - Pinterest
Engin ummæli :
Skrifa ummæli