Jóla&Áramóta upphitun #1

Þá er komið að fyrsta lúkki vikunnar! 

Þetta lúkk er aðeins meira jóla en áramóta. Friðsæl og falleg greiðsla (er hár friðsælt?) og svo bleikt makeup.
Þetta make up look er ekki beint það jólalegasta eða mest basic- það er kanski meira fyrir þá sem eru óhræddir við aðeins meiri liti- en passaði samt ekki sem áramóta lúkk því það vantar allt glimmer.
Það er nú samt ekkert of klikkað og fallega matt og bleikt í stíl við hamborgarahrygginn ;) Hahah!
(P.s. mæli ekkert sérstaklega með gula hárinu með- en þið vitið.. whatever floats your boat)

Förðun:
Ljósbleikur/Ferskjubleikur yfir allt augnlok
Dekkri maroon rauðbleikur í glóbuslínu
Basic vængjaður liner og maskari
Ætla að reyna að vera með betri myndir af næstu lúkkum- myndavélin aðeins að skunkast í mér.

~~~~~~
Hárið er ótrúlega jólalegt og flott- úr andlitinu en heldur síddinni og lyftingu- tilvalin jólagreiðsla fyrir þá sem vilja prufa sig áfram.
Hár:
Krullur án hita (hár tekið lokk fyrir lokk, blautt og rúllað utan um fingur og fest með píluspennum- sofið á yfir nótt)
Aukahlutir notaðir: Hárband.-Kata&Júlíana

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

6 ummæli :

 1. Æðislegt! Nú langar mig aftur í síða hárið mitt! hehe Ein spurning fyrir áramótalúkk, veistu hvernig ég nota mixing liquid og glimmer í förðunina? Ég keypti glimmer og vökva frá AR boutique og sá þessa förðun á pinterest sem mig langar geðveikt mikið til að gera http://www.joybx.com/entry/18778.html Ef þú ert með e-r tips fyrir mig með glimmer notkun, þá væri það vel þegið ;)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég myndi taka bara flatan bursta og bleyta hann í mixing vökvanum, bleyta svo augnlokin létt með honum og vera fljót að pressa glimmerinu svo ofan í (:
   Svo mæli ég með því að gera augnförðunina á undan andlitsförðun ef þú ætlar t.d. að vera með meik og þess háttar, því glimmerið á það til að fara út um allt þegar maður er að setja það á :)
   Eða bara vanda sig og halda pappír undir augunum þannig að glimmerið dettið þá frekar þangað :)

   Annars þegar ég set á mig þétta umferð af glimmeri nota ég venjulega gerviaugnháralím- festist svo vel á því (:

   Eyða
  2. Ég nota alltaf laust púður og set alveg slatta undir augun á meðan ég mála augun. Kannski dugar það ekki fyrir svona glimmer :) En mér finnst lausa púðrið algjör snilld fyrir brussur eins og mig :)

   Eyða
  3. Já það er líka algjör snilld! Hef ekki prófað það með glimmerið samt, gæti vel verið að það virki :D

   Eyða
  4. OKay, snilld! Takk ;) Prófa þetta þegar ég geri fyrstu tilraun með glimmerið!

   Eyða
  5. Svo er líka fínt þegar unnið er með laust glimmer og augnskugga sem fellur úr að setja ekki hyljara eða farða undir augnsvæðið fyrr en í lokin.. Svo finnst mér gott að nota límband til að taka glimmerið sem fellur í burtu, ekki vera að nudda það yfir allt andlitið með bómul eða einhverju þannig :)

   Eyða