Jóla-óskalistinn 2012!

Verður maður ekki að henda í einn svona?
Allavega rosa margt fallegt sem mig langar að eignast í augnablikinu- aðallega er þetta bara óskalisti ekki endilega jólagjafalisti, færi nú aldrei að fara fram á margt af þessum hlutum í jólagjöf, en maður má láta sig dreyma til framtíðar- kanski verður maður einhverntíman ríkur?

Sá þetta fallega skilti í búð rétt hjá íbúðinni minni og varð ástfangin af því <3
Finnst það svo fallegt- svona rusty og gamalt (í útliti) og svo er þessi setning svo yndisleg og viðeigandi!

Real Techniques burstarnir frá Samantha Chapman ( önnur Pixiwoo systra á youtube). Þessir burstar eru ekki bara krúttlegir í útliti heldur eru þeir víst sjúklega mjúkir og góðir- allskonar týpur fyrir allskonar mismunandi virkni- langar rooosa í þá- þeir eru líka ódýrir, bara illfáanlegir á Íslandi eins og svo margt annað.

Rebel varaliturinn frá Mac- bara fallegur haust/vetrar litur sem allir eiga! Langar svolítið mikið að eignast þennan fallega lit.

Að sjálfsögðu langar mig líka í þessa fallegu Six Mix skó sem allar stúlkur eiga eða langar í um þessar mundir. Fallegir og vandaðir skór sem væri ekki leiðinlegt að eiga í skóhillunni.

Seche Vite top coat- eða í raun bara hvaða top coat sem er, top coat er aaalltaf búið! Vantar eitthvað gott yfirlakk- þetta er það vinsælasta þessa dagana- háglans, þornar hratt o.s.fv.

Wonderstruck Enchanted ilmurinn frá Taylor Swift- önnur týpan af ilmvatni í þessari Wonderstruck ilmvatnslínu frá Taylor- ég á fyrra ilmvatnið og það er í algjöru uppáhaldi- sjúk í þessa lykt og fæ sjaldan eins mikið hrós eins og þegar ég er með það. Langar nú í þetta, því ég hef heyrt að það sé jafnvel betra en fyrra ilmvatnið. Svo eru flöskurnar fallegar til að eiga í ilmvatnshillunni.

Glimmernaglalakk! Langar í endalaust af glimmer naglalakki- er sjúk í þau, veit ekki hvers vegna en mér finnst fátt meira gleðjandi en að líta niður á fingurna og sjá fallegt glimmerglans partý í gangi! hah..

Kindle! Veit ekki hversu lengi þetta hefur hangið efst á óskalista hugans- er bókasjúk og sárvantar þessa elsku í líf mitt. Bækur eru annar heimur til að sökkva sér í annað slagið- ekkert betra en góð bók. Og þó ég sé mjög hrifin af því að eiga bækur úr pappír, er ég ekki alltaf til í að eyða peningum í þær- því ef ég kemst í gott úrval af bókum gæti ég eytt öllum peningunum mínum í þær. Væri svo geggjað að geta fengið helling af bókum ódýrt (og stundum ókeypis) í Kindle-in og þá getur maður lesið og lesið og lesið og lesið og lesið!

Clarisonic Mia- andlitshreinsi-rafmagns-burstinn (eða hvað sem þetta gæti verið kallað á íslensku)- Tæki til að þrífa á sér húðina í andlitinu, sem hreinsar burt dauðar húðfrumur og þrífur vel ofan í húðina. Væri ekkert leiðinlegt að eiga svona- til að halda sér unglegum og fínum (heheeee)

Naked Basics- engin sérstök orð um það. Einfalt mál; verða að og eignast og mun eignast. 


Þetta er nú alls ekki tæmandi listi- allt of mikið fallegt sem ég þrái að eignast en þetta var svona efst í minninu á þessu kvöldi þar sem fátt annað kemst að í hausnum á mér en Hugfræði. Bíð spennt eftir 100% prófi en ákvað að troða eins og einu bloggi inn milli fyrirlestra!


Dagsins:-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr PinterestEngin ummæli :

Skrifa ummæli