Burstatré!

Varð að deila þessu með ykkur- mesta snilld sem ég hef séð lengi lengi!

Var semsagt á mínum venjulega youtube rúnti um daginn (í byrjun nóvember) og var að horfa á vidjó hjá "bjútýgúrú" að nafni Dustin Hunter.
Hann var að kynna nýja uppfinningu frá Benjabelle, litlu fyrirtæki sem selur nú þessa snilld- burstatré!

Það er vitað mál að þegar maður þrífur burstana sína á maður alltaf að snúa þeim niður, svo það komist pottþétt aldrei vatn inn í handfangið, því ef það gerist skemmist límið sem heldur hárunum og skaftinu smám saman þar til burstinn eyðileggst.
Þessvegna er oft tricky þegar maður er að þurrka burstana eftir þvott, að koma þeim fyrir þannig að vatnið leki ekki aftur á bak og inn í handfangið- það er auðvitað hægt að leggja þá á hlið, en það verður samt oft til þess að örlítil bleyta kemst í handfangið. Sjálf hef ég verið að nota Brushguard plast sem mótar burstana fullkomlega og gerir þeim kleift að standa á hvolfi ofan í glasi svo öll bleyta leki pottþétt niður úr hárunum.

En þessi snilld sko! Svo ótrúlega einfalt og fljótlegt- en samt svo frábært!Eiginlega frekar töff bara líka! Heldur burstum í hvaða stærð sem er á hvolfi, sílíkonið heldur allt frá mjóum eyeliner burstum upp í stærri andlitsbursta.
Þetta er klárlega ofarlega á to-buy listanum!


Fallegt dagsins:
-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest2 ummæli :

  1. en hvað þetta er sniðugt! .. Bloggið þitt er líka ótrúlega sniðugt, og ég skoða það oft! Er bara ÓTTALEGA löt að kommenta :)

    Kveðja, Halla Björg

    SvaraEyða