X-factor lúkk!

Ég horfði á X-factor USA um daginn (held fyrir 2 vikum) en þá skartaði CeCe Frey þessari mega töffaralegu neon gulu augnförðun og það fyrsta sem ég gerði (áður en þátturinn kláraðist) var að setjast og endurgera lúkkið (bara með bleikum í staðinn fyrir gulum). Mér fannst eitthvað rosa töff við þetta lúkk, en það er eins einfalt og það gerist held ég bara!

Maður setur bara mjög ljósan Bronz-sanseraðan kampavínslit á innri helming augnloka (jafnvel ljósari en ég er með í mínu lúkki) og svo dekkri brúnan/bronz shimmer augnskugga á ytri helming. Svo tekur maður bara aðeins dekkri lit (dökk gráan eða brúnan eða svartan) og gerir efri línuna og tekur svo einhvern flottan skæran lit og hermir eftir myndinni!
Að mínu mati myndi eitthvað svona vera mjög töff áramótalúkk- þá væri jafnvel hægt að bæta smá glimmeri og extra flippuðum gerviaugnhárum!

CeCe Frey á sviði!Það er von á mjög spennandi bloggi á næstunni- fylgist með! 

Quote dagsins:
"The extent to which we allow fear to rule our lives is truly amazing. Especially when you consider one very important thing about fear: It's imaginary."

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


2 ummæli :

 1. Sætust :*
  Gaman að sjá þig brosa á myndunum, haha!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hahah ég skil ekki hvað þetta er- virðist fara í einhvern grumpy karakter þegar ég tek myndir af förðun!
   En takk sæta :*

   Eyða