Viltu vinna snyrtivörur? Gjafagleði!

ATH! Nokkrir hafa verið að lenda í því að geta ekki kommentað á færsluna- í þeim tilfellum megið þið setja kommentið á veggin á facebooksíðu Glimmer&Gleði, ég færi svo öll komment þaðan og héðan inn í word og nota random.org til að velja vinningshafa. 
Mér datt aldrei í hug að þið yrðuð svona mörg sem hefðuð gaman af því að fylgjast með mér hér á blogginu! :)

Til þess að sýna þakklæti mitt hef ég ákveðið að vera með gjafaleik- en þegar honum lýkur dreg ég út tvo heppna einstaklinga sem vinna smá bland í poka með uppáhalds snyrtivörunum mínum (flestar frá e.l.f. enda er ég sek um að vera die hard e.l.f. fan og meirihlutinn af minni daglegu rútínu mun líklega alltaf vera e.l.f. snyrtivörur.
   -Ég vil taka fram að þetta blogg er ekki sponsorað, ég er ekki að auglýsa fyrir e.l.f. og ég keypti
      vörurnar fyrir mína eigin peninga svo allar skoðanir mínar á þeim eru 100% frá hjartanu-

Eina sem þú þarft að gera er að fara inn á Glimmer&Gleði á facebook og like-a síðuna (ég leita af nafninu ykkur þar svo þið megið ekki gleyma þessu skrefi) og kommenta svo á þessa færslu hér fyrir neðan.
Í kommentinu þarf þú að segja hvernig blogg þér finnst skemmtilegast að sjá hér eða koma með hugmynd af einhverjum sem þig langar að sjá hér á síðunni :) Nafnið þitt þarf að koma fram við eða í kommentinu svo ég geti staðfest að þú hafir like-að Glimmer&Gleði á facebook.

EKKI VERA FEIMIN VIÐ AÐ KOMMENTA!

Sigurvegarar verða kynntir Sunnudaginn 18. nóvember. Hver og einn má skrifa 1 komment á dag á hverjum degi þar til leiknum lýkur- svo að því oftar sem þú kommentar, því meiri líkur eru á að þú verðir dreginn út :) Aðeins fyrsta kommentið þarf að innihalda upplýsingar um hvað þér finns skemmtilegast að skoða, öll komment eftir það mega innihalda bara broskall eða punkta o.s.frv. :)

- Þátttakendur verða að vera orðnir 18 ára EÐA  að hafa fengið leyfi frá foreldrum til að gefa upp heimilisfang ef þeir verða dregnir út.

Vinningarnir!


Einn heppinn vinnur poka með:
- Exfoliating hönskum (eins gott að vera laus við allar dauðar húðfrumur fyrir jólin!)
- e.l.f. krem eyeliner í svörtu- uppáhalds krem eyelinerinn minn, það var mjög erfitt að freistast ekki bara til að eiga hann sjálf þar sem minn er að verða búinn! haha :)
- e.l.f. mechanical eyelash curler- uppáhalds augnhárabrettarinn minn, algjör snilld og miklu betri en rándýri augnhárabrettarinn minn frá Tweezerman.
- e.l.f. blautur liner í svörtu- annar uppáhalds eyelinerinn minn frá e.l.f.- nota hann þegar ég er í tímaþröng og nenni ekki að dunda við kremeyelinerinn (semsagt flesta daga!)
- e.l.f. Contouring Blush&Bronzing powder- Einn af mínum uppáhalds bronzerum- sambærilegur Laguna bronzerinum frá Nars. Og að auki er sætur kinnalitur með.

Annar heppinn vinnur poka með:
-e.l.f. eyeshadow primer- augnskugga primer í Sheer- minn uppáhalds augnskuggaprimer sem ég nota í hvert einasta skipti áður en ég set á mig augnskugga. Allir ættu að eiga einn slíkan!
- e.l.f. varalitur í litnum Fearless- uppáhalds varaliturinn minn frá e.l.f. basic skær rauður litur. Maður verður að eiga minnst einn fallega rauðan varalit- þessi er jólavaraliturinn minn- enda með eindæmum fallegur.
- e.l.f. blautur eyeliner í svörtu
- e.l.f. flatur púðurbursti- Uppáhalds burstinn minn í heiminum punktur. Sama hvað- það besta í blautt meik og það besta í púður. Allra bestur þó víða væri leitað! (Nota hann til að "klappa" blauta meikinu yfir allt andlitið og "buffa" það svo inn með því að hreyfa hann í hringi yfir andlitið) elska elska elska!
- e.l.f. dramatic augnhár- uppáhalds gerviaugnhárin mín! Þæginleg að vera með og þar að auki frekar "náttúruleg" þó svo að þau heiti dramatic (mæli samt ekki með líminu sem fylgir með).
- Sally Hansen Salon effects naglalakk límmiðar með blóma mynstri!


Eftir áramót ætla ég svo að vera með annan gjafaleik sem verður aðeins veglegri.
(Við erum öll bara fátækir námsmenn upp til hópa! Er það ekki?)

Ég kem til með að nota random.org til að velja sigurvegara! Taktu þátt ;)


-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

80 ummæli :

 1. Finnst frábært hjá þér hvað þú ert dugleg að setja inn á síðuna og ert ekkert feimin við það :) En skemmtilegustu bloggin eru þau sem innihalda svona fróðleiksmola um hitt og þetta. Einnig þau sem sýna hvernig þú málar ákveðnar skyggingar og fleira. En ég mun hiklaust halda áfram að skoða síðuna þína, bara skemmtilegt! :)

  - Klara Alexandra

  SvaraEyða
 2. Ég elska þessa síðu, þú komst mér svo á óvart Katrín! Mér finnst augnmálningabloggin mjög góð þar sem ég sökka í því sjálf og honestly bara kann það ekki en þú komst mér svo svakalega á óvart með halloween andlitin þannig það er by far eitt af þeim skemmtilegustu bloggum sem þú hefur gert að mínu mati! Ég fylgist með þér og mun ekkert hætta því neitt á næstunni! Hlakka allavega til að sjá hvað þú kemur með næst!

  SvaraEyða
 3. Eeeelska þetta blogg þitt :D enda búin að vera að fylgjast með því síðan í ágúst í fyrra held ég nú bara :$ finnst svo gaman að sjá hvaða mismunandi augnfarðanir þú kemur með, þegar þú kemur með uppáhaldsbloggin, það er t.d útaf þannig bloggi afhverju ég ákvað að prófa e.l.f flata púðurburstan og þú hafðir rétt fyrir þér! lang besti sem ég hef notað! finnst líka rosalega skemmtilegt að lesa óskalista bloggin, það sem þér langar í sem makeup gurus á youtube eru að tala um :)
  þannig já :D jeij

  -Bylgja Dröfn :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Vá takk fyrir það! :) Já púðurburstinn er frábær!

   Eyða
 4. Anna Marzellíusar7. nóvember 2012 kl. 00:12

  Ég skoða alltaf bloggin þín! Það er alveg frábært fyrir manneskju eins og mig (er alveg hrikalegur klaufi þegar kemur að því að mála mig) að geta séð hvernig er best að fara að :) Mér finnst skemmtilegustu bloggin svona "make-up haul" blogg, og þegar þú talar um hvernig ýmsar vörur eru að reynast þér... hef alveg nokkrum sinnum keypt mér eitthvað því þú talaðir vel um það og það hefur enn ekki brugðist! Tala nú ekki um það hvað það er hvetjandi fyrir mann að sjá hvernig þú getur verið á fullu í háskólanámi án þess að fórna öðru sem þú hefur ástríðu fyrir :) Svo flott hjá þér!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk kærlega fyrir þetta! Ótrúlega gaman að heyra :)

   Eyða
 5. Bloggið þitt er búið að gefa mér mörg góð ráð og einnig hvetja mig til að prufa mig meira áfram (ekki bara húka í því þæginlega).
  T.d. nota ég núna "Go Blonder" spreyið sem þú mæltir með og er það bara orðið hluti af snyrtitöskunni minni.
  Það gefur ögn í ljós að uppáhalds bloggin mín eru þar sem þú kynnir vöruna og segir frá þinni reynslu (=

  SvaraEyða
 6. Fanney Rósa Jónsdóttir7. nóvember 2012 kl. 00:52

  Mér finnst ótrúlega gaman að skoða bloggin þín og hvað þú ert dugleg að halda síðuni uppi :) svo fresh, kominn tími til að Íslensk stelpa fari að dunda með svonna og video bara æði :), hef allavega aldrei dottið inná svona svipaða síðu, skemmtilegustu bloggin eru reynslu af vörum sem þú hefur notað og er alltaf að bíða eftir því að þú póstir einhverju um Überlash :P ;) Augnfarðin og naglalökkin líka allt mjög skemmtilegt að fylgjast með og fá reynslu ;)

  SvaraEyða
 7. Elma Sturludóttir7. nóvember 2012 kl. 00:53

  Elsku Katrín! Ég les aalltaf blogginn þín, finnst þau rosalega skemmtileg og mjög hjálpleg! :) Finnst það mjög gaman að sjá hvernig þú ert að gera dags förðun ooog þegar að þú ert að nota jarðliti í augnförðun, finnst það líka æði þegar að þú setur inn myndbönd svo að svona imbar eins og ég geti reynt að gera fínt eins og þú :) Þú ert bara svo súper klár og ég elska það hvað þú ert dugleg að setja inn allskonar fjölbreytt og skemmtilegt. Ég kíki líka alltaf inn á bloggið þegar að mig vantar eitthvað í meik-up safnið, svona til þess að sjá hvaða tegundir maður á að velja :) Brjááluð snilld, og ég hlakka alltaf til að kíkja þegar að þú setur inn nýtt blogg:)

  SvaraEyða
 8. Besta bloggvinkona mín!! Ég les öll bloggin þín og finnst mikið til þeirra koma ;) Mér finnst rosa gaman þegar þú gerir "get the look" myndbönd og þau hafa komið rosa vel út hjá þér :) Fannst líka myndbandið sem þú talaðir inná mjög flott, búin að læra margt af þér ;) Myndi alveg vilja sjá fleiri myndbönd, en auðvitað er massa vinna að búa svoleiðis til og mér finnst þú algjör hetja að nenna því yfir höfuð haha! Haltu bara áfram að gera svona góða hluti elskan :*

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk elskan! Og til baka! Elska bloggið þitt :*

   Eyða
 9. Ég er eins og þú eflaust veist fastur gestur á blogginu þínu og hef verið frá byrjun! Mér finnst svo gaman að sjá hvað þú verður betri í þessum "bransa" með hverjum mánuðinum sem líður. Persónulega finnst mér skemmtilegast þegar þú tekur svona uppáhalds mánaðarins og allar færslurnar þínar sem þú sýnir ákveðnar förðunir og mismunandi útfærslum af flottum augum. Og ég elskaði Halloween málninguna þína. En annars get ég eiginlega ekki gert upp á milli. Mér finnst líka gaman þegar þú fjallar um hárvörur og segir frá því hvað þær hafa gert fyrir þig því það er svo obvious að það er að virka. Æææ! Ég elska allt! :)

  SvaraEyða
 10. Telma Björk Sörensen7. nóvember 2012 kl. 09:41

  Ég er búin að fylgjast með þér í dáldin tíma núna og mér finnst lang skemmtilegast þegar þú setur inn færslur með "get the look" því þá get ég mögulega kannski eitthvern tíman náð að gera förðunina! Ég er nefnilega mesti klaufi í heim við að gera augnförðun :/ En annars er bara allt sem þú ert að gera rosalega skemmtilegt og gaman að fylgjast með. Og Halloween förðunin er alveg æðislega hjá þér, þú ert einfaldlega bara snillingur :) Takk fyrir æðislegt blogg og ég mun pottþétt halda áfram að fylgjast með þér ;) Kær Kveðja Telma Björk

  SvaraEyða
 11. Hildur Birna Helgadóttir7. nóvember 2012 kl. 10:11

  Mér finnst langskemmtilegast þegar þú gerir svona kennslu og þegar þú gerir mánaðarins. Finnst svo gaman að skoða svoleiðis :). Held ég hafi fylgst með blogginu núna síðan í c.a. Janúar og það er alltaf jafn gaman að skoða !

  SvaraEyða
 12. Ég er búin að fylgjast með blogginu þínu frá byrjun held ég bara. Finnst bestu færslurnar þegar þú setur uppáhalds mánaðarins, búin að prufa nokkrar vörur útaf því - Meðal annars elf vörurnar :)
  Svo finnst mér rosa gaman að sjá allar fínu farðanirnar og finnst einmitt rosa sniðugt að hafa do it yourself vídjó :)
  Mun klárlega halda áfram að fylgjast með síðunni verða betri og betri!

  SvaraEyða
 13. Uppgötvaði bloggið þitt fyrir ekki svo löngu og ákvað að fylgja þér á Bloglovin svo ég missti nú örugglega ekki af neinni færslu hjá þér ;) Finnst hressandi að sjá íslenskt blogg um förðun sem er samt svona aðgengilegt og þægilegt. Ég held mest upp á bloggin þar sem þú ferð í gegnum uppáhaldsvörurnar þínar og hef uppgötvað alveg slatta af frábærum vörum sem ég hefði aldrei prófað annars :D Svo er alltaf gaman að sjá skref fyrir skref lúkkin þín, hvort sem það er í myndum eða myndböndum :)

  SvaraEyða
 14. Ekki langt síðan ég sá bloggið þitt fyrst, en var ekki lengi að sökkva mér í það að skoða allar færslurnar þínar. Þú er með margar sniðugar lausnir á hlutum sem virðast flóknir - ég er sökker fyrir þannig. Eins er ég algjör naglalakkapervert, og elska að skoða myndir af naglalökkum og ýmsum mynstrum. Þú ert sniðugt ung dama Katrín María! Gaman að flygjast með þér :)

  SvaraEyða
 15. Okei sjúkir vinningar! Veitir sko ekki af svona fínerí til að losna við mygluna sem fylgir því að vera ólétt og mega ekki vinna! :P Þú veist ég elska bloggið þitt (og þig.. mest þig samt! <3) og hef sko lært fulltfullt frá þér. Það er þér að þakka að í dag kann ég að nota blautan eyeliner! haha :P Svo ég vil helst sjá svona kennslufærslur/myndbönd.. það er svo gott að sjá hvernig þetta er gert svo maður geti lært að gera lúkkin sjálfur.
  Þú ert flottust snúður, sakn og ást! ;*

  Þín Sara

  SvaraEyða
  Svör
  1. Oh elska þig svo snúðurinn minn <3
   Sakna þín svo mikið!

   Eyða
 16. Ég hef mest gaman af bloggunum þar sem þú ert að kynna allskonar nýjungar, eins og færslan um BB kremin t.d.! Og að lesa hvaða snyrtivörur þér finnst best að nota, sem ég nótera hjá mér for future reference :) Finnst líka alltaf skemmtilegt að fylgjast með svona "How to" bloggum, því ég er ennþá bara í byrjunarskrefunum og þarf kennslu, þyrfti bara að vera duglegri að æfa mig ;) Alltaf jafn gaman að fylgjast með þér frænka!

  SvaraEyða
 17. Fjóla Rut Héðinsdóttir7. nóvember 2012 kl. 15:17

  Klárlega uppáhalds makeup bloggið mitt. Finnst skemmtilegast að sjá "Nýtt í safninu" bloggin! Gefur mér góðar hugmyndir og skemmtilegt að fá review um vörurnar. Annars finnst mér bara öll bloggin skemmtileg :) Vonandi heldurðu bara áfram að halda úti svona frábæru bloggi!

  SvaraEyða
 18. Laufey Dröfn Matthíasdóttir7. nóvember 2012 kl. 15:19

  Ég hef mjög gaman af bloggunum þar sem þú ert að segja frá þínu uppáhalds- tek mjög mikið mark á því og hugsa alltaf: "Ég þarf að kaupa svona af því að þetta er uppáhaldið hjá Katrínu!" - mér finnst líka mjög skemmtilegt að skoða svona tutorial blogg, sérstaklega þar sem ég er algjör byrjandi og þarf svona step by step tutorial! En annars finnst mér alltaf gaman að kíkja hér inn og skoða!

  SvaraEyða
 19. Mér finnst skemmtilegast að lesa how do blog og review um vörur! Gangi þér vel!!

  SvaraEyða
 20. Elsku Katrín, takk fyrir að kynna mig fyrir BB kremi, hvílík helber snilld! Hef fylgst með blogginu þínu frá upphafi og finnst skemmtilegast að lesa þína dóma á vörum sem þú hefur verið að prófa. Þætti gaman að sjá skothelda eyeliner kennslu fyrir fólk með 10 þumalputta. Síðan er alveg inni í daglegu rútínunni.
  PS. Þú ættir svo að vera á styrk frá ELF, þætti bara ekkert að því og þú átt það svo margfalt skilið frá þeim.

  SvaraEyða
 21. Júlíana Haraldsdóttir7. nóvember 2012 kl. 19:42

  Elsku Katrín mín, þetta blogg er uppáhalds bloggið mitt og hefur alltaf verið ! Ég dáist af því hvað Þú ert búin að vera dugleg að láta þetta blogg þroskast og dafna!! Ég veit ALLTAF við hvern ég á að tala ef ég hef einhverjar spurningar varðandi make up eða bursta eða fake tan... name it Katan er með svarið !!! Ég elska bloggin þegar þú lýsir vörum sem þú elskar þennan mánuðinn. Svo gott að fá svona innsýn í gæði vörunnar. Og að sjálfsögðu öll flottu make up lookin sem þú ert svo dugleg að posta :D haltu áfram að vera svona mikið æði. :) <3

  SvaraEyða
 22. Ásthildur Margrét8. nóvember 2012 kl. 12:59

  Hæ elsku frænka. Ég skoða bloggið og hef gert frá upphafi. Það er rosalega gaman fyrir manneskju eins og mig sem hefur aldrei kunnað að nota augnskugga, skyggingar og augnblýanta almennilega að sjá skref fyrir skref hvernig þú málar þig. Þú sýnir þetta á svo einfaldan og skýran hátt sem fær mann til að trúa að maður geti þetta alveg sjálfur líka! Sjálf er ég mikið að spá í andlitskremum, meiki og slíku og finnst mjög gaman þegar þú talar um hvað þú notar í þeim málum því þú nærð húðinni á þér alltaf svo rosalega fallegri, sléttri, þekjandi en samt svo náttúrulegri. Knús og kossar frá Ísafirði!

  SvaraEyða
 23. Þetta er svo geðveikt flott blogg, ég kíki á hverjum degi inná síðuna. Mér finnst skemmtilegast þegar þú gerir video, þá læri ég allavega betur ég er örugglega búin að prófa allt sem þú ert búin að sýna hérna haha, ég bara á ekki allt sem þú notar. En ég myndi vilja að þú gerir næst tutorial með eyeliner sem fer í svona krók, eða svona upp haha skiluru! En Allavega mér finnst þessi síða frábær! Fylgist með á hverjum degi ;)

  SvaraEyða
 24. Ég elska bloggið þitt og allt sem þú gerir þar......en mesta af öllu elska ég þig snillingurinn minn....þú ert eifaldlega best!
  Risaknús frá mömmu XXX

  SvaraEyða
 25. Ég er búin að fylgjast með blogginu þína frá byrjun! Er búin að vera sóðalegur stolker, en það er bara út af því að þú ert snillingur! Mér finnst skemmtilegast að lesa gagnrýni þína á ýmsum hlutum, bæði nýjum og gömlum. Svo eru make-up vídjóin þín líka snilld! Elska að þú getir gert svona fínt á þig, því að ég á í endalausum vandamálum með það!
  Lofa að panta þig sem snyrtifræðinginn minn þegar ég verð rík ;) Panta þig samt hér með í áramótaförðun, ég borga í bubbly!
  Endalaus ást & hamingja á þig sætust :*

  SvaraEyða
 26. Telma Björk Sörensen9. nóvember 2012 kl. 14:40

  :)

  SvaraEyða
 27. Fanney Rósa Jónsdóttir9. nóvember 2012 kl. 21:03

  :)

  SvaraEyða
 28. Ásthildur Margrét10. nóvember 2012 kl. 23:55

  Kvitt kvitt :)

  SvaraEyða
 29. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

  SvaraEyða
 30. Finnst þetta fróðlegt og uppörvandi blogg er samt ekki búin að skoða mikið.Það sem mér finnst best eru myndböndin og kennslan ,sennilega vegna þess að ég er soddan klaufi við þetta allt saman .
  Til hamingju með þetta og gangi þér vel

  SvaraEyða
 31. Frábært blogg :) mér finnst lang skemmtilegast þegar að þú kemur með svona eye make-up tutorials og það væri skemmtilegt ef að þú kæmir með brúnt smokey :)

  SvaraEyða
 32. Hef fylgst með þér í nokkurn tíma og veit fátt skemmtilegra en að skrolla í gegnum bloggin þín, þá sérstaklega þegar þú ert að segja frá uppáhalds vörum eða vörum sem þú ert nýbúin að kaupa.. Verð líka alltaf ógurlega spennt þegar ég sé að þú hafir fengið sendingu! :) Hef líka alveg nokkrum sinnum farið strax eftir að hafa skoðað bloggið þitt og pantað eitthvað af vörunum sem þú hefur verið að segja frá. Er líka ekki frá því að við elskum ELF vörurnar jafn mikið.. ég fæ allavega aldrei nóg af þvi að kaupa snyrtivörur frá Elf! :) Haltu áfram að vera svona dugleg að setja inn blogg og góð ráð er alltaf að læra eitthvað nýtt frá þér!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk kærlega fyrir :) Já ELF er æði!!!

   Eyða
 33. Ég hef fylgst með blogginu þínu í dágóðan tíma og finnst mjög gaman að lesa bloggin þar sem þú segir frá þinni reynslu á vörum, en make-up bloggin eru líka mjög flott og skemmtileg. Ég keypti mér einmitt BB krem í sumar eftir að hafa lesið um það á blogginu þínu og elska það. En mér finnst mjög gaman að fylgjast með blogginu þínu því þú hefur greinilega mikinn áhuga á snyrtivörum og make-upi og ert ótrúlega klár á þessu sviði :)

  SvaraEyða
 34. Telma Björk Sörensen13. nóvember 2012 kl. 11:20

  Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

  SvaraEyða
 35. Telma Björk Sörensen13. nóvember 2012 kl. 11:21

  :) Flottust ;)

  SvaraEyða
 36. Fanney Rósa Jónsdóttir15. nóvember 2012 kl. 00:53

  ;)

  SvaraEyða
 37. Bara auka líkurnar mínar... Hoho. Love á þig!:)

  SvaraEyða