Umfjöllun: ELF flawless finish foundation

Er aðeins of spennt að segja ykkur frá því hvernig ég fílaði þetta blauta meik frá eyes lips face!

Ein skemmtileg staðreynd: við fyrstu kynni er ég 99% viss um að ég fýli e.l.f. meikið betur en fyrrverandi uppáhalds meikið mitt Revlon ColorStay! Ein einföld ástæða fyrir því, það er aðeins léttara, auðveldara að vinna með og ég fékk ekki eina einustu bólu á nefið! (Ég fæ alltaf margar litlar rauðar bólur á nefið daginn eftir að ég nota meik, sama hvaða meik- en fékk það ekki eftir e.l.f. meikið sem ég skiiiiil ekki! En það er frábært!)
En þetta svosem hjálpar ekki þeim sem ekki hafa prófað Revlon meikið- hér er aðeins nánar um mína skoðun:

e.l.f. talar um að meikið endist allan daginn, sé létt og semi- matt.
Ég myndi segja að flest blaut meik endist svona 5-8 klukkustundir eftir að maður setur það á, það fer allt eftir því hversu feita húð maður er með, hvernig meikið er, hvort maður notar primer og hversu gott eða hversu mikið af púðri maður notar. T.d. ef maður þrýstir mikið af púðri yfir meikið gæti það enst lengur o.s.f.v.

Ég myndi segja að þetta meik endist bara jafnvel og flest önnur sem ég hef prófað, mjög eðlilegur endingartími- ég var með það í 8 klukkustundir, fór út í búðarráp og allskonar en það hélst mjög fínt- eftir þessar 8 klukkustundir var aðeins farið að sjást rautt í gegn á hökunni, en ég held ég hefði getað náð 1-2 klst í viðbót hefði ég bætt púðri og bronzer á mig.
Ég notaði engan primer og þurfti ekki að nota neinn hyljara í nefið, hökuna og kinnar eins og ég geri alltaf- ég notaði bara eina umferð af meikinu.
Ég myndi því segja að þetta sé medium til full coverage og auðvelt að byggja upp í full coverage.

Meikið er mjög létt á húðinni og auðvelt í blöndun- ég myndi ekki segja að það væri semi-matt eins og e.l.f. talar um, myndi segja að það væri svona satin finish á því, og það er svo ótrúlega fallegt! Það varð til þess að þegar ég var búin að setja púður yfir var ótrúlega náttúrulegt og fallegt glow á andlitinu- ekki svona eins og maður sé sveittur glans- bara mjög náttúrulegt "endurkast".

Umbúðirnar eru að mínu skapi- ég elska metnaðarfullar umbúðir og e.l.f. meikið kemur í mattri glerflösku með pumpu- sem er náttúrulega besti kosturinn þegar kemur að blautu meiki að mínu mati! Virkar allt mjög high class- fyrir mun minna verð en maður er vanur að borga fyrir meik á Íslandi.

Fyrstu niðurstöður eru semsagt að ég er yfir mig hrifin! Læt ykkur vita ef eitthvað breytist ;)

En myndirnar sýna þetta allt saman (það er SPF15 í meikinu svo það er svolítið hvítt endurkast út af flassinu þegar það er ekkert púður á andlitinu):

         Fyrri myndin er engin farði og seinni myndin er ein umferð af e.l.f. flawless finish foundation.

      Fyrri myndin er engin farði og seinni myndin er ein umferð af e.l.f. flawless finish foundation með
      púðri, bronzer og kinnalit.


Hafið þið prófað blauta meikið frá e.l.f.? Segið mér hér fyrir neðan hvað ykkur fannst! :)
Það fæst hér.

Dagsins:
"You can't live a positive live with a negative mind."


-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

5 ummæli :

 1. Júlíana Haraldsdóttir24. nóvember 2012 kl. 14:28

  ég er búin að nota E.L.F meikið í sirka 3 mánuði núna and i love it... Góð ending ! ég get notað það í vinnunni allan daginn er með mjög feita húð þannig að ég þarf að púðra mig einusinni aftur yfir daginn :)

  SvaraEyða
 2. Hæ er búin að vera að rúlla þvílíkt yfir allar færslurnar þínar því ég ætla að panta mér vörur af e.l.f. síðunni og er að ákveða hvað ég á að kaupa :) Hvort myndirðu mæla með þessu meiki frá e.l.f. eða bourjois healthy mix serum? Og hvaða lit notarðu af e.l.f. meikinu? :) takk takk

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld, e.l.f. eru klárlega frábærar snyrtivörur!
   En Borjouis Healthy Mix Serum fær vinningin, myndi hiklaust mæla með því, finnst það betra fyrir húðina- leyfir henni að anda og er einhvernveginn fallegra :) En e.l.f. meikið er líka frábært sérstaklega miðað við verð.

   En af þessu tvennu myndi ég mæla frekar með Bourjois, í e.l.f. notaði ég litinn Sand :D

   Eyða
 3. okei takk fyrir svarið :) á healthy mix meikið en ekki serumið, held ég splæsi í það fyrir sumarið því það er léttara ;)

  SvaraEyða