Spurningar #2

Jæja spurningablogg númer tvö er strax tilbúið! Haldið áfram að spyrja kæra fólk ;)

1. Ekki veistu um glimmer augnskugga sem væru flottir fyrir áramótin og eru ekki of dýrir?

--> Svar: Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að ímynda mér að þú sért að meina bara laust glimmer til að nota í förðun? Ég hef enga reynslu af föstum glimmer augnskuggum og flestar umfjallanir um slíkt hafa verið ófagrar. En ég veit sko um laust glimmer til að nota í förðun- ódýrt og rosa fallegt í allskonar förðun. Ég kaupi mitt glimmer (fyrir áramótafarðanir og þess háttar) hjá AR boutique Keflavík. Mjög góð þjónusta og hellings úrval af litum :) Ég nota svo ELF makeup mist and set til að festa það ef ég vill svona létt glimmer yfir förðun (einnig hægt að nota t.d. mac fix plus o.s.f.v.) en annars nota ég gerviaugnháralím yfir augnlokið og þá verður glimmerið sem á eftir kemur þéttpakkað og töff! :)

2. Hvaða bursta mæliru með í gel/krem eyeliner?

--> Svar: Persónulega finnst mér skásettir eyeliner burstar bestir- sá sem ég nota alltaf er frá e.l.f. en ég á líka mjóa bursta sem ætlaðir eru í eyeliner en mér finnst miklu auðveldara að nota skásettan bursta, líklega af því að ég er vön því frá því ég byrjaði að setja á mig vængjaðan liner- líklega er þetta allt spurning um æfingu og vana. Mér finnst ég hafa meiri stjórn á skásetta burstanum :)

3. Hverju mælirðu með til þess að þrífa förðunarbursta?

-->Svar: Ég mæli tvímælalaust með Johnson's Baby Shampoo! Ég er búin að reyna ýmislegt í þessum efnum og hef oft talið mig nokkuð ánægða með útkomuna- en þetta sjampó er algjör töfravara! Kemst ekkert annað nálægt því að þrífa burstana svona vel og gera þá svona mjúka. Mjög fljótlegt, tekur allan lit úr burstunum og þeir eru svo himneskt mjúkir eftir á! Fæst mjög ódýrt í Bónus og endist sko ótrúlega lengi- því það þarf svo lítið til að burstarnir verði eins og nýjir. Ég grínast ekki með að mér fannst sumir burstarnir mínir jafnvel betri heldur en nýjir haha! Sé eftir að hafa ekki uppgötvað þetta fyrr :)

4. Hvar kaupiru Lioele Triple The Solution BB kremið þitt?

--> Svar: Ég kaupi það hérna á Pretty&Cute, þarna er líka að finna ýmis önnur BB krem og allskonar krúttlegar snyrtivörur.

5. Veistu um einhverjar ódýrar augnskugga palettur með góðum skuggum í?

--> Svar: Já! Uppáhalds ódýru augnskuggapaletturnar mínar er að finna bæði hjá BH cosmetics (alveg hellingur af augnskuggum í öllum regnbogans litum og góðum gæðum og svo iDivine paletturnar frá Sleek Makeup sem eru algjör himnasending- fallegar, nettar og ódýrar!


Gott í bili! Vona að þetta hjálpi einhverjum skvísum þarna úti :)

Dagsins:-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

3 ummæli :

  1. Snilld, takk fyrir þetta ;) Ég get samt ekki farið inná AR boutique vefsíðuna :/

    SvaraEyða