Spurningar #1 BB krem!

Ég var að láta mér detta í hug (eftir ábendingu frá lesanda) að það væri kanski sniðugt að birta spurningarnar sem þið spyrjið mig í einkaskilaboðum hér á blogginu svona til að hjálpa öðrum sem gætu verið að spá í sömu hlutum en þora ekki að spyrja. Eða svo ég sé ekki að svara sömu spurningunum oft :) Ætla að prófa þetta- smellið á like ef ykkur finnst þetta góð hugmynd svona til frambúðar ;)
Fyrsta efnið eru nokkrar spurningar undir einum hatti- og eitt svar, svo ég sé ekki að endurtaka mig.

Spurning 1:
Hæhæ! Þú ert sú fyrsta sem mér dettur í hug sem gæti átt svar við þessu. 
Alltaf þegar ég hef mig til nota ég bb krem, frá clinique. Mér finnst það fínt og gera mikið, ég nota blöndu af shade 01 og 02 því mér finnst annar of dökkur en hinn of ljós. En allavega, ég hef aldrei fengið margar bólur en eftir að ég fór að nota þetta krem er ég næstum alltaf með eina bólu einhversstaðar í andlitinu! Og út um allt, enninu, hökunni, við nefið, á kinninni... Er þetta bara kremið sem ég nota eða BB krem almennt? Ef þú finnur gott svar máttu endilega birta það á síðunni

Spurning 2: 

Ég fór að þínum ráðum og keypti mér BB krem, reyndar frá Maybelline sem var svona í ódýrari kantinum miðað við nokkur önnur þarna, veistu hvort það er lélegt merki í þessum kremabransa? (spyr sú sem EKKERT veit). Ég var líka að velta fyrir mér, seturðu dagkrem undir BB?

Spurning 3: 
Ein spurning! Í sumar einhverntímann sá ég þig vera að tala um þetta BB-krem þarna .. og núna sá ég að Hagkaup er byrjað að selja eitthvað BB-krem! ER þetta svipað krem eða? OG gerir sömu undraverkin? Og eitt líka, ef maður notar þetta, er maður þá bara að nota þetta eða notar maður púður líka?Ég nefninlega nota púður ofaná blauta meikið sem ég er að nota núna!
--> Svar: Sko, allar vörur hafa mismunandi áhrif á mismunandi húð. Það gæti bara verið eitthvað í Clinique kreminu sem þú þolir ekki. Að öðru leyti er algengt að fá nokkrar bólur þegar maður skiptir um húðvörur, á meðan húðin venst. Upphaflegu asísku BB kremin eiga að hafa mismunandi læknandi áhrif á húðina, t.d. minnka bólur, gefa raka, veita sólarvörn, lýsa ör, minnka roða o.s.f.v.
Evrópsk/Amerísk BB krem hafa ekki þessa virkni- heldur eru þau venjulega lituð rakakrem sem bætt hefur verið við sólarvörn og primer.

Það skal þó tekið fram að augljóslega er litað rakakrem betra fyrir húðina en meik- þar sem meik leyfir húðinni í flestum tilfellum ekki að anda og er ekki eins létt og litað rakakrem.
Sem þýðir að: Evrópsku/Amerísku BB kremin (sem virka ekki á sama hátt og asísku) geta samt haft mjög góð áhrif á húðina þar sem þau eru léttari en meik og rakagefandi.

Ég nota dagkrem/rakakrem undir allt alltaf- einfaldlega því ég er með mjög þurra og viðkvæma húð. En þar sem þetta eru raunverulega rakakrem, þarf ekki nota svoleiðis undir frekar en maður vill.
Að auki nota ég líka alltaf púður yfir allt sem ég set á mig- ekki af því það er nauðsynlegt, heldur aðallega til að farðinn endist lengur á manni yfir daginn.

Að lokum er mjög mikilvægt að taka fram að ég persónulega get alls ekki sannað að asísk BB krem geri eitthvað meira en evrópsk/amerísk BB krem.
Málið er að ég veit að mörg evrópsku/amerísku BB kremin eru rakakrem í nýjum búning því það er auðvelt að sanna- einfaldlega með að bera saman innihaldslýsingar og kynna sér málið. Þessvegna skrifa ég um það.
Ég get ekki sannað að asísk BB krem hafi allan þann lækningamátt sem þau eiga að hafa því ég kann ekki Kóresku og get ekki efnagreint allar þær milljón tegundir sem eru í boði af asískum BB kremum. Eflaust eru til mörg asísk BB krem sem gera nákvæmlega ekkert.
Eina sem ég get sagt ykkur er það sem asísku BB kremin eiga að gera og að mín reynsla er sú að það virkar fyrir mig (þetta eina BB krem sem ég hef prófað)- ég sé augljósan mun á húðinni minni en hver veit nema að það sé bara því ég hætti að nota meik?
Ég get engar sannanir fært, en líkur eru á, ef maður hittir á þekkt BB krem frá virtum asískum fyrirtækjum, að uppskriftin þeirra af BB kremi sé mögulega eitthvað í líkingu við upprunalega BB kremið sem fundið var upp í Þýskalandi 1950-1960 fyrir fólk með alvarlega áverka og sár í andliti.
Það er einhver ástæða fyrir því að stóru fyrirtækin hafa getið sér nafns og selja BB kremin eins og heitar lummur bæði til þúsunda kvenna og einnig asískra karlmanna.
Hvort sem það er vegna einhvers töfrandi lækningamátts eða einfaldlega af því þau segjast hafa hann veit ég ekki- og mér er nokkuð sama svo lengi sem það gerir fyrir mig það sem ég ætlast til.

Ég er alls ekki asíski BB krem- nasistinn, en ef umbúðirnar á vörunum sem þið kaupið ætla ekki að segja ykkur sannleikann þá finnst mér rétt að ég geri það.
Sjálf er ég mjög spennt fyrir evrópsku/amerísku BB kremunum- hvort sem þau eru BB krem eða lituð rakakrem.Ég mæli með að þið skoðið bloggið mitt um BB krem sem einhverjir misstu kanski af, þar sem BB krem voru ekki orðin jafn vinsæl á Íslandi þegar ég skrifaði það, eins og þau eru í dag. 

Vona að þetta hafi hjálpað einhverjum.
Verið endilega dugleg að spyrja, hvort sem það er í kommentum hér, message á facebook síðu Glimmer&Gleði eða message á persónulegu facebook síðuna mína.
Ég fæ mjög margar spurningar í gegnum facebook- fólk virðist feimnara við að kommenta.
Einnig ef þið viljið spyrja mig að einhverju, en viljið ekki að ég birti það hér á síðunni, er það ekkert mál ;) Þið látið mig bara vita.
-Kata

                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

7 ummæli :

 1. Ég notaði alltaf litað dagkrem frá estee lauder og fannst það svakalega gott þangað til ég kynntist þessum kanebo bronzer

  http://www.sensai-cosmetics.com/detail/index.php?lang=en&id=sf010

  Þetta gerir pottþétt ekki það sama og BB-kremið en ég nota aldrei meik vegna þess að ég nota gelið bara og vá þetta er svo mikið himnaríki, svakalega létt og gefur passlegan lit. Mæli með því að þú skoðir þetta ef þú hefur ekki bara skoðað þetta áður :)

  kv. Hildur

  SvaraEyða
  Svör
  1. Úú já ég stelst stundum í þetta hjá mömmu! Finnst þetta sérstaklega fallegt á sumrin- finnst þetta alltaf gera mann svona instantly heilbrigðan í framan, svo frísklegt og flott! :)

   Eyða
 2. Finnst frábær hugmynd hjá þér að gera þetta svona! Þá fer maður kannski að henda fleiri spurningum hérna inn ;) Ég hef reyndar eina, ekki veistu um glimmer augnskugga sem væru flottir fyrir áramótin og eru ekki of dýrir? :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Snilld! Hendi þessu inn í næsta spurningablogg- örugglega á morgun bara :D

   Eyða
  2. Vei! :D Svo vonast ég til að sjá blogg um áramótalúkk þegar líða fer að áramótum ;)

   Eyða