Nýtt í safninu!

Hef sankað að mér smá smotterí seinustu daga, keypti mér nokkur stykki frá e.l.f. og kíkti svo í Kost fyrir sunnan og ákvað að deila með ykkur afrakstrinum.
Ég vona að þið séuð eins og ég, þegar kaupþorstinn er sem verstur skoða ég bara eitthvað sem aðrir hafa verið að kaupa sér og það svalar honum örlítið. (Samt eiginlega ekki... en þið vitið.)


1. Listerine hvíttunar munnskol- Elska þetta! Flaska númer tvö takk fyrir og á þessu heimili fer engin í háttinn án þess að skola munnin með smá svona. Maður skolar munnin með þessu í mínútu og burstar svo tennurnar og maður sér strax mun eftir fyrstu notkun- hvað þá eftir margra daga notkun! (Reyndar algjörlega ógeðslegt á bragðið, en hey! Beauty is pain)

2. Cetaphil gentle skin cleanser- andlitshreinsikrem sem fylgdi með rakakreminu (sem er númer 3) hef enn ekki prófað þetta en skal láta ykkur vita hvað mér finnst. Er alltaf að sjá youtube átrúnaðargoðin mín hrósa þessu í hástert.

3. Cetaphil (hljómar eins og eitthvað niðurgangsmeðal) Moisturizing cream fyrir þurra og viðkvæma húð- Önnur vara sem ég heyri stanslaust um á youtube. Og þar sem ég var orðin þreytt á að vera endalaust að kaupa nýtt Nivea rakakrem (því það klárast svo hratt) ákvað ég að kaupa þessa risadollu þar sem ég sá hana sitja svo fallega á hillu í Kosti. Er búin að nota það í fjóra daga og ég verð að segja að þetta er fyrsta rakakremið sem ég get sagt með algjörlega hreinni samvisku að ég finni að sé að gera húðinni minni gott. Ef ég set það á mig að kvöldi finn ég ennþá fyrir mýktinni og rakanum í húðinni langt fram á næsta dag (ef ég mála mig ekki) án þess þó að ég sé glansandi eða að húðin sé feit. Bara silkimjúk og frískleg. Ætla að nota það aðeins lengur og segja ykkur hvort ég haldi áfram að vera svona hrifin af því :)

4. Enn einn e.l.f. augnhárabrettari- maður á aldrei of mikið af þessum elskum! Fást hér!

5. e.l.f. blending wedges- svampar til allskonar nota- ég keypti þetta aðallega til að setja á mig ombré naglalakk (sýni myndir bráðum, er að setja svoleiðis á mig á meðan ég er að skrifa þetta) en svo eru þeir frábærir t.d. þegar maður er að mála aðra, ef maður vill setja primer, rakakrem eða jafnvel meik og sá sem maður málar vill ekki að maður noti hendurnar (eða ef þeir eru með viðkvæma húð, þá er best að vera með eitthvað alveg hreint og ónota). Mjúkir og þéttir! Fást hér.

6. Og enn eitt parið af dramatic augnhárum frá e.l.f.- ef einhver augnhár fara með mér út á lífið, þá eru það þessi! Þau fást hér.

7. Ákvað að kaupa mér þetta highlighting púður til að nota á kinnbein o.þ.h.- heitir Glow og er í Studio Blush línunni hjá e.l.f. þessu hefur verið líkt við Mary Lou-manizer frá theBalm sem ég hef lengi haft augastað á. Hef ekki prófað það svo ég get ekki borið þau saman en ég er mjög ánægð með þetta, gefur fallegt glow- svolítið púðrað en það skiptir ekki máli því lokaútkoman er hot. Fæst hér.

8. e.l.f. augnbrúna settið í dark- svona fjórðu eða fimmtu pakkningarnar sem ég kaupi af þessu. Algjört möst í minni daglegu rútínu. Mögulega full dökkt fyrir hárlitinn minn, en that's how I like it! Til hérna!

9. Að lokum splæsti ég í tvo brúsa af e.l.f. makeup mist and set- nei ég drekk þetta ekki, þó það mætti oft halda það því ég fer í gegnum þessar flöskur á ógnarhraða. Nota þetta eins og áður hefur komið fram til að spreya yfir andlitið þegar allt er komið á sinn stað (bb krem, kinnalitur, bronzer, highlight, augabrúnir, púður o.s.frv.) og þetta "af-púðrar" mann og setur svona frísklegan glans á mann (ekki syndandi í smjöri-glans) og svo á þetta að lengja líftíma farðans á andlitinu! (Hef aldrei verið í neinu sérstöku veseni með endingu á farða, en þetta dregur allavega ekki úr henni svo mikið er víst!) Love it! Fæst hér.

Enn eitt "nýtt í safninu" blogg á enda þar sem e.l.f. spilar aðalhlutverk haha! Kemur á óvart (:
Það kemur smá spennandi inn á næstunni (ef ég verð einhverntíman búin að læra!)
En ekki gleyma að taka þátt í gjafaleiknum hér að neðan- og ef þið hafið þegar tekið þátt- ekki hika við að kommenta einu sinni á hverjum degi ;) Hver elskar ekki frítt stöff? 


-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

15 ummæli :

 1. Hvað kostaði Cetaphil kremið? Er einmitt í alveg mega rakakrems vandræðum!

  SvaraEyða
  Svör
  1. Sko það kostaði alveg 3.500-3.700 kr.- en það er þykkt og þetta er risa dunkur svo ég held að það endist alveg mega lengi :D Held alveg að maður sé að spara slatta pening í staðin fyrir að ver alltaf að kaupa rakakrem (sérstaklega því þau kosta oft ansi mikið)

   Eyða
  2. Hvar keyptirðu Cetaphil?

   Eyða
  3. .. never mind sá það þegar ég las aðeins meira :')

   Eyða
  4. úúú langar að eignast Cetaphil dollu!!

   Eyða
  5. Þú verður- besta sem ég hef prófað!

   Eyða
 2. Ég var að panta mér frá elf og m.a pantaði ég þarna face mist spreyið ;) hlakka til að prófa það ! Er nokkuð vond lykt af því??

  SvaraEyða
  Svör
  1. Oh ég gleymdi að skrifa að þetta nýjasta sprey sem ég var að panta var algjörlega lyktarlaust! Aldrei lent í því áður, alltaf frekar vond lykt af því en það er venjulega bara rétt á meðan maður spreyar- hámark 2 sek! Svo er bara engin lykt :D

   Eyða
  2. Já, spreyið er komið og held það sé bara eengin lykt af því :) hlakka til að prófa ! Keypti mér líka svona litla hyljarapallettu og kinnalit :)

   Eyða
  3. Hef ekki prófað hyljaran palettuna en ég eeeelska kinnalitina þeirra!

   Eyða
 3. Mæliru með burtstunum frá e.l.f?

  SvaraEyða
  Svör
  1. Ég mæli allavega með burstunum í studio línunni- flati púðurburstinn í þeirri línu er uppáhaldsburstinn minn bara frá upphafi, bæði í púður og meik svo á ég nokkra augnskuggabursta og eyelinerbursta frá þeim sem ég elska og svo á ég stippling burstann- hann er svolítið hárlítill þannig ég nota hann í kinnalit og hann er flottur í það, hef ekki prufað restina af andlitsburstunum en hef snert þá og lesið mikið um þá og þeir eru víst mjög mjúkir og góðir.
   Og þeir eru á mjög góðu verði svo þeir eru frekar góður kostur.

   Hef aðeins prufað essential burstana og þeir eru líka ágætir- en mér finnst studio burstarnir betri :)

   Eyða
  2. Okei frábært! takk :)

   Eyða
 4. Hvar fannstu svona Listerine hvíttunar munnskol ? :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Heyrðu ég keypti það í Kosti- til í allavega 2 stærðum :)

   Eyða