Nýtt í safninu: ELF edition!

Svolítið spennandi blogg!

Þannig er mál með vexti að um daginn hafði eigandi Shop Couture sf. sem rekur meðal annars netverslun eyeslipsface á Íslandi (e.l.f. snyrtivörurnar) samband við mig og bauð mér í smá samstarf!
Þetta voru að sjálfsögðu mjög skemmtilegar fréttir og ákvað ég að slá til!Með þessu móti get ég kynnt enn fleiri e.l.f. vörur fyrir ykkur en ég geri nú þegar- sem er ekki vöntun á því ég fæ sko ótrúlegar margar fyrirspurnir frá ykkur vikulega um hinar og þessar e.l.f. vörur og hvar ég kaupi e.l.f. vörurnar og hvernig ég hef fýlað hitt og þetta eða hvernig það er notað. Að mörgu leyti hef ég getað svarað með góðu móti- enda sjúk í þessar vörur og vinsælasta merkið í mínu snyrtivörusafni,
og að auki ligg ég yfir bloggum og vídjóum á netinu að fylgjast með umfjöllunum um hitt og þetta frá e.l.f. það verður enn skemmtilegra að geta sagt ykkur frá fleiri vörum út frá minni eigin reynslu!

Ég veit að þið hafið gaman af því þegar ég fjalla um vörur, ég veit að fólk hatar ekki að finna snyrtivörur á góðu verði í dag og ég veit margir elska e.l.f. eins og ég! Svo núna fáið þið umfjallanir um enn fleiri e.l.f. vörur eftir að ég hef prufað þær og myndað mér skoðun á þeim!

Hér er nýjasta sendingin- létt um vörurnar og svo fáið þið önnur blogg sem fara í nánari umfjallanir eftir að ég hef prófað þetta aðeins til og myndað mér skoðun á vörunum! :)


1. e.l.f. studio lip stain í litnum First date- Litaði helmingurinn er svokallaður "blettari" s.s. liturinn á að lita varirnar, þannig hann haldist lengur á en venjulegt gloss- svo að þó að það nuddis af honum t.d. þegar maður drekkur o.s.f.v. að þá ættu varirnar að vera aðeins litaðar undir og þar af leiðandi endist liturinn lengur. Ég prufaði línu á höndinni á mér og hún hreyfist ekki, sama hvað ég nudda- er líka búin að vera með þetta á vörunum í svona 2 klst- til að prufa endinguna en það sem ég get strax sagt er að þessi litur er sjúklega sætur! Sýni ykkur myndir líklega á morgun- en hann er svo ótrúlega fallegur, vildi að ég hefði átt hann í sumar því hann er tilvalinn svona frísklegur sumar litur! Glossið er ekki klístrað- meira svona mýkjandi, mér líður eiginlega eins og ég sé með varasalva á vörunum bara (sem er stór plús, því ég þoli ekki klístruð gloss og er mjög pikký á gloss yfir höfuð). Ætla að bíða lengur og sjá hvernig endingin verður- loka umfjöllun kemur svo á næstu dögum :) So far so good!

2. e.l.f. flawless finish foundation í litnum Sand- var mjög spennt fyrir þessum fljótandi farða því ég hef heyrt þó nokkrar bjútý-gúrú píur líkja því saman við Revlon Color Stay sem er uppáhalds meikið mitt og einnig mjög vinsælt meðal bjútí bloggara í USA! Ég er æst í að prufa og bera saman- það væri nú svolítið frábært að finna gott og fallegt meik á svona ótrúlega góðu verði sem er fáanlegt á Íslandi! Set inn sér blogg um þetta meik á næstu dögum með fyrir/eftir myndum.

3. Mineral moisturizing lip tint í litnum Guava- Var að prufa þetta í fyrsta skipti og er ansi ánægð! Í fyrsta lagi- þá er þetta sjúklega bragðgott! (Ekki það að ég mæli með þessu sem einhverju snakki- en það er plús að vera ekki með eitthvað bragðvont á vörunum). Annars er það ekkert leyndarmál að ég er varasalvasjúk- verð alltaf að vera með varasalva á mér, hvert sem ég fer og venjulega læt ég kæró hafa varasalva í vasanum líka ef ég skyldi gleyma mínum á ögurstundu því ég þoli ekki þurrar varir! Það er því svo mikil gleði að eiga litaðan varasalva! Sérstaklega eftir að maður er nýbúin að mála sig og meikið eða bb kremið hefur skriðið aðeins inn á varirnar og maður er allur hálf dauður eitthvað- þá er svo gott að eiga eitthvað sem er rakagefandi en gefur á sama tíma smá lit og líf í varirnar. Bjargaði mér í gær þegar ég þurfti að hlaupa ómáluð og nývöknuð út úr húsi að skella smá lit á varirnar til að lífga mig við! Stór plús að það er sólarvörn í honum- svona á sumrin fyrir viðkvæmar varir! Lokaumfjöllun í næsta bloggi :)

4. e.l.f. cream eyeliner í litnum plum purple- Ég hef aldrei farið leynt með ást mína á svarta krem eyelinernum frá e.l.f.- I need my winged liner! Og þessvegna er ég gífurlega spennt að prufa annan lit af þeim eyeliner, plómufjólubláan sem mig er búið að langa í lengi enda á ég ekkert nema svartan eyeliner af öllum stærðum og gerðum  en enga skemmtilega öðruvísi liti. Hlakka til að prufa þennan við eitthvað fallegt lúkk- læt ykkur vita hvað mér finnst :)


Þetta voru svona first impressions- hlakka til að nota þetta meira og gefa almennilegt álit. Lítur allt út fyrir að ég sé mjög hrifin- sem kemur mér sannarlega ekki á óvart og örugglega engum öðrum fylgjendum mínum sem hafa fylgst með mér og e.l.f. áráttunni minni seinasta rúma árið!
Fylgist með á næstu dögum til að sjá m.a. ítarlega umfjöllun um meikið o.fl.

Dagsins:
"Fear is nothing more than an obstacle that stands in the way of progress. In overcoming our fears we can move forward stronger and wiser within ourselves."

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

6 ummæli :

 1. Vel gert! Er svo stolt af þér ;*

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk gull :* Er að feta í fótspor stórbloggara-vinkonu minnar <3

   Eyða
 2. Var að finna bloggið þitt í gegnum elf á facebook :) Til hamingju :)
  Gaman að finna fólk sem hefur áhuga á förðun hérna á klakanum, er sjálf svona pínu að reyna að blogga eitthvað um förðun en er ný byrjuð og þarf að vera duglegri að henda því inn sem ég geri.
  Þú er mjög hæfileikarík :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Takk fyrir það og takk fyrir að kíkja :)
   Fínt bloggið þitt- mun eflaust fylgjast með því enda ekkert skemmtilegra en makeup blogg!

   Eyða
 3. Frábært elsku Katrín mín, til hamingju með þetta tækifæri! Enda er þetta eitthvað sem þú átt alveg skilið og þær í e.l.f. eru heppnar að fá þig til að fjalla um vörurnar þeirra :) Ást á þig beibí, rosalega stolt af þér ;*

  SvaraEyða