How to: Vængjaður eyeliner!

Loksins loksins loksins kom ég mér í að gera þetta blogg.
Hef fengið óteljandi beiðnir um að gera það og ég er búin að vera að hugsa hvernig sé best að útfæra það þannig þið skiljið hvað er í gangi.
Ég vona að þetta sé skiljanlegt og hjálplegt allavega :) Fyrsta leiðin- ótrúlega sniðug leið!
Notaðu hvítan eyeliner, vel yddaðan, til að teikna væng- það er auðvelt að nudda hvítan eyeliner burt en ef þú notar beint svartan er svolítið vesen að leiðrétta hann án þess að allt fari út um allt! Með þessari aðferð er hægt að teikna vænginn aftur og aftur og aftur þangað til manni finnst hann fullkominn- og þá er hægt að fylla upp í hann með svörtum gel/krem eyeliner!


Önnur aðferð sem hægt er að notast við er að setja límband við augað- þar sem maður vill að neðri hlutinn af vængnum sé- svo teiknar maður bara línu. Það er venjulega neðri hliðin af vængnum sem er erfiðust (að hafa þær jafnar báðum megin o.s.f.v.) svoleiðis að ef maður nær neðri línunni beinni og flottri ætti ekki að vera eins mikið mál að klára restina af vængnum. 


Þriðja og síðasta aðferðin er svo aðferðin sem ég hef alla tíð notast við. En þá tek ég skásettan eyeliner bursta eins og þennan hér (hægt að nota hvernig sem er, á meðan hann er flatur og skásettur). Góð regla er að miða hann við endan á augabrúninni t.d. og það sem ég geri er að setja vel af gel/krem eyeliner á burstann og tylla honum svo bara við augað (sem framhald af neðri augnháralínu) svo vanda ég mig bara við restina af vængnum en eins og ég sagði hér að ofan að þá er aðalatriðið að ná neðri línunni beinni og fallegri og restin er bara vandvirkni og þolinmæði. Ef ykkur finnst 1xlengd burstans vera of stuttur vængur er hægt að gera það nákvæmlega sama aftur í framhaldi af fyrri línunni- ég gerði það, bætti eins og hálfri línu í viðbót. 


Restin er svo bara þolinmæði og vandvirkni- eins og að setja eyelinerinn á restina af augnlokinu, engin spes tækni við það en mér finnst t.d. best að nota alltaf skáskorinn eyeliner bursta, finnst ég hafa besta stjórn á honum. En það er auðvitað mismunandi eftir fólki- um að gera að prófa sig áfram, prófa ýmsar aðferðir og sjá hvað hentar manni.

Sama hvað ég æfi mig mikið og hversu oft ég er með svona eyeliner (nánast daglega) að þá er þetta eiginega eins og með hárið á manni- sumir dagar eru slæmir hárdagar og sumir góðir, það er eiginlega eins með eyelinerinn- stundum er hann fullkomlega eins og maður vill en aðra daga er hann bara ekki að fúnkera eins og manni hentar. Það tók mig ansi langan tíma að ná tökunum á þessu- en þetta gerir svo mikið fyrir hina ýmsu förðun að mér finnst þetta eiginlega ómissandi í flestum tilvikum :)

Dagsins:
"You are confined only by the walls you build yourself."

-Kata
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest


2 ummæli :

  1. Ohhh þarf að prófa - þetta er æði fínt!

    SvaraEyða
    Svör
    1. Já tilvalið líka með kanski einhverjum einföldum gylltum augnskugga um jólin! :)

      Eyða