Vídjó!- Hvernig nærðu Creepy Dúkku-lúkkinu?

Mér tókst að klippa vídjóið sem ég tók upp af Halloween lúkkinu saman og nú getið þið séð- skref fyrir skref- hvernig ég gerði þetta.

Ég biðst afsökunar á því hversu óstabíl myndgæðin eru- ég var í kappi við tímann að reyna að taka upp áður en það myrkvaði, sem var þó tæpt- þannig myndbandið verður dimmara með tímanum (ég var svo ótrúlega lengi að þessu því ég var bara að spinna lúkkið upp á staðnum og að prófa allskonar hluti sem ég hef ekki prófað áður).

Að öðru leyti- þá var ég að tala inn á vídjó í fyrsta skipti, og ég er eiginlega ekki alveg með á hreinu hvað mér finnst um það ennþá- smá óþæginlegt allavega en ég vona að það hjálpi ykkur betur að sjá hvað er að gerast í vídjóinu.

Að lokum mæli ég með því að þið farið hér inn á youtube- og horfið á myndbandið þar og smellið á upplausn 720p sem eru aðeins skárri gæði (Smellt á tannhjólið við hliðina á litlu klukkunni neðst í hægra horninu á vídjóinu og valið).
Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað- eða þá að minnsta kosti að þið hafið gaman af því að skoða :)

Ég minni ykkur á að like-a Glimmer&Gleði á facebook! Þá getið þið verið viss um að fá upplýsingar um leið og ný blogg detta inn ;)

-Kata
Ég er á instagram @catrinazero (neglur dagsins, fés dagsins o.f.l. kemur þar inn)
{Ef like takinn virkar ekki gætir þú þurft að fara á upphafssíðuna og inn í bloggið aftur til að like-a}


                                                    Facebook - Youtube Twitter - Tumblr Pinterest

10 ummæli :

 1. OJ! Ég var hrædd við þetta myndband haha :D en mér finnst flott að þú hafir talað inn á :) Well done!

  SvaraEyða
 2. Þú ert svo mikill snillingur að það hálfa væri nóg! Ert svo klár :) Ekkert smá flott video og ég fíla að þú hafir talað inná!
  Kv. Jónína

  SvaraEyða
 3. Mér finnst þetta mega töff og sjúklega vel gert! Ég er nú bara að íhuga að prófa eitthvað á þenn veg einhvern tímann við tækifæri, litur út fyrir að vera skemmtilegt að gera þetta :)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Já ótrúlega skemmtilegt dundur! :D
   Og takk kærlega! :*

   Eyða
 4. Datt inn á bloggið þitt og sá myndbandið (reyndar án hljóðs því ég er í tíma) en VÁ! Geðveikt flott hjá þér, krrrípí doll :)

  SvaraEyða
 5. Geeeeðveikt Ketrín!!! :-D
  ætla að reyna að herma eftir þér og ger svona á mömmu á morgun! :-D

  (Gyða Margrét)

  SvaraEyða
  Svör
  1. Sniilld!
   Takk sætust :*
   Verður að taka mynd og sýna mér!

   Eyða